Ofurskattar lagðir á vaxandi atvinnugrein

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Áfengisgjöld voru hækkuð með fjárlögum ársins 2022, rétt eins og undanfarin ár. FA reiknaði út hvað ýmsar áfengistegundir myndu kosta í Vínbúðinni ef þær væru skattlagðar eins og í nágrannalöndunum. Munurinn er gríðarlegur, enda er skattlagning á áfengi á Íslandi sú hæsta í Evrópu.

FA kallaði eftir rökstuðningi stjórnmálamanna (sem lét á sér standa) fyrir því að skattleggja þessa tilteknu vöru svona miklu þyngra en öll ríki sem Ísland ber sig saman við. Þá var bent á að áfengisframleiðsla væri gróskumikil og vaxandi atvinnugrein á Íslandi, en henni væri gert erfitt fyrir með þessum ofursköttum.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Léttvínsflaskan væri 37% ódýrari með dönskum sköttum

Áfengisgjald hækkar um 2,5% samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2022. Ekkert virðist ógna Evrópumeti Íslands í áfengissköttum, samkvæmt nýjum samanburði á skattlagningu áfengis í ríkjum álfunnar, þótt áfengisframleiðendur víða erlendis hafi kvartað undan hækkunum á áfengisgjöldum. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Áfengisskattar og atvinnustefna

Áfengisskattar hækka um 2,5% á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Ekkert ógnar Evrópumeti (og líklega heimsmeti) Íslands í álagningu áfengisskatta. Áfengisgjöld, sem eru lögð á einingu hreins vínanda, eru margfalt hærri en í flestum ríkjum Evrópu. Þannig eru áfengisgjöld á sterkt áfengi 387% yfir meðaltali 36 Evrópuríkja sem samtökin Spirits Europe safna gögnum frá. Ef horft er á léttvín eru gjöldin 584% yfir Evrópumeðaltalinu (hátt í sjöföld skattlagning). …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_separator 0=““][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/lbLeRwVNKu4″ title=“Guðrún Helga Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Z-brauta og gluggatjalda“][vc_video link=“https://youtu.be/YWbxsQyF3W4″ title=“Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers“][vc_video link=“https://youtu.be/wUHeydediiM“ title=“Jakob Hrafnsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Escape“][/vc_column][/vc_row]