Ólöglegar innflutningshömlur á ferskvöru

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Bæði EFTA-dómstóllinn og Héraðsdómur Reykjavíkur komust á árinu að þeirri niðurstöðu að bann við innflutningi á fersku, ófrosnu kjöti bryti í bága við EES-samninginn. Þá boðaði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að Ísland yrði dregið fyrir EFTA-dómstólinn vegna innflutningsbann á fersku kjöti og jafnframt á ferskum, ógerilsneyddum eggjum og ostum úr ógerilsneyddri mjólk. FA skoraði á stjórnvöld að hætta[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ekki eftir neinu að bíða að leyfa innflutning á fersku kjöti

Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins, um að bann íslenskra stjórnvalda við innflutningi á fersku kjöti frá öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins standist ekki EES-samninginn, var birt í dag. Samkvæmt dómi EFTA-dómstólsins kveður EES-samningurinn á um að aðildarríkjunum beri að leyfa innflutning á fersku kjöti sem staðist hefur heilbrigðiseftirlit í upprunalandinu og óheimilt sé að gera kröfu um að kjötið hafi verið geymt í frysti í mánuð, eins og íslensk stjórnvöld hafa gert.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA fagnar niðurstöðu ESA um innflutt egg og mjólk

Félag atvinnurekenda fagnar rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), sem birt var í dag. Þar kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld brjóti EES-samninginn með hömlum á innflutningi á hráum eggjum, ógerilsneyddri mjólk og vörum úr þessum hráefnum. FA lítur svo á að um tæknilega viðskiptahindrun sé að ræða, rétt eins og hömlur ríkisins á innflutningi á fersku kjöti. Hömlurnar séu við lýði til að vernda innlenda framleiðslu fyrir samkeppni, ekki til verndar neytendum.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Yfirdýralæknir: Hætta á smiti liggur ekki í löglegum innflutningi

Morgunblaðið hefur undanfarna daga birt áhugaverðar fréttaskýringar um tækifæri í landbúnaði, ekki síst í ljósi fjölgunar ferðamanna. Í gær var í blaðinu fjallað um sýklalyfjanotkun í landbúnaði og hvernig mætti hindra útbreiðslu sýklaónæmra baktería.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hversu lengi ætlar ríkið að streitast á móti innflutningi á fersku kjöti?

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt þann dóm að innflutningsbann á fersku kjöti sé ólöglegt og fari í bága við EES-samninginn. Þetta er í samræmi við ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins, sem dæmdi á sama veg í febrúar síðastliðnum í máli Ferskra kjötvara gegn ríkinu. Þrátt fyrir að legið hafi fyrir árum saman að bannið væri skýrt brot á EES-reglum streitist íslenska ríkið á móti fyrir dómstólum.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ferskir ferðamenn

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í síðustu viku upp þann dóm að bann stjórnvalda við innflutningi á fersku kjöti bryti í bága við EES-samninginn. Þetta kemur engum á óvart sem hefur kynnt sér málið. Fyrir áratug samdi Ísland um að reglur Evrópusambandsins um frjálsa verzlun með ferskt kjöt á milli landa yrðu hluti EES-samningsins. Þegar Alþingi samþykkti árið 2009 að viðhalda banninu brutu þingmenn EES-samninginn vísvitandi og með galopin augun.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Stjórnvöld gefi út opinn innflutningskvóta á ferskum eggjum

Félag atvinnurekenda skorar á stjórnvöld að gefa þegar í stað út opinn, tollfrjálsan innflutningskvóta á ferskum eggjum til að bregðast við fyrirsjáanlegum eggjaskorti fyrir jólin. Vegna þess trúnaðarbrests sem orðið hefur á milli neytenda og verslunar annars vegar og eggjaframleiðandans Brúneggja hins vegar vegna illrar meðferðar á dýrum er fyrirsjáanlegt að framboð á eggjum í verslunum dragist saman um allt að 20% í mestu baksturstíð ársins.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA eggjar nýja stjórn til að uppfylla skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólinn vegna banns við innflutningi á fersku kjöti og eggjum, svo og vörum úr ógerilsneyddri mjólk, sem stofnunin telur brjóta gegn EES-samningnum. „Innflutningstakmarkanirnar á Íslandi leiða af sér ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir,“ segir í fréttatilkynningu ESA.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/AOu5pCHfEL0″ title=“Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber“][vc_video link=“https://youtu.be/D0WGxK6o6w4″ title=“Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr.is“][vc_video link=“https://youtu.be/vpbu0HL2das“ title=“Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og fráfarandi formaður FA“][/vc_column][/vc_row]