Ólögmæt gjaldskrá Íslandspósts felld úr gildi

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Áfram hélt FA baráttu sinni við Íslandspóst, ráðuneyti og eftirlitsstofnanir ríkisins vegna ólögmætrar pakkagjaldskrár ríkisfyrirtækisins og niðurgreiðslu ríkissjóðs á samkeppni þess við einkarekin fyrirtæki í póst- og vöruflutningum.

Sú barátta bar árangur með lagabreytingum og nýrri gjaldskrá Íslandspósts, sem er að minnsta kosti nær því en sú gamla að miðast við raunkostnað, lögum samkvæmt. Baráttan fyrir sanngjörnu samkeppnisumhverfi á póstmarkaðnum er hins vegar engan veginn á enda.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Á hvaða vegferð er stjórn Íslandspósts?

Stjórnendur ríkisfyrirtækisins Íslandspósts ohf. hafa á undanförnum misserum tekið ákvarðanir, sem stórskaða samkeppni á póstmarkaði. Félag atvinnurekenda telur ástæðu til að spyrja á hvaða vegferð hin pólitískt skipaða stjórn fyrirtækisins sé. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Plataði Pósturinn ráðherrana?

Morgunblaðið greindi í gær frá því að stjórn Íslandspósts hefði litið svo á, samkvæmt drögum að fundargerð sem blaðið hefur undir höndum, að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði fallizt á að ríkissjóður bætti fyrirtækinu alþjónustubyrði ársins 2020, að fjárhæð 490 milljónir króna. Þetta hefði komið fram á fundi sem Bjarni og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefðu haldið með þáverandi forstjóra og stjórnarformanni Póstsins. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

307 milljóna niðurgreiðsla á undirverðlagningu Póstsins

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur úrskurðað Íslandspósti 509 milljónir króna í framlag frá skattgreiðendum vegna alþjónustubyrði ársins 2020. Inni í þeirri tölu eru m.a. 126 milljónir króna vegna taps fyrirtækisins sökum undirverðlagningar á pakkagjaldskrá Póstsins, sem hefur verið í gildi frá ársbyrjun 2020 og 181 milljón króna vegna þjónustu á „óvirkum“ markaðssvæðum þar sem engu að síður ríkir samkeppni.  …

…[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Undirverðlagning á undirverðlagningu ofan

„Viðbrögð ráðuneyta, Alþingis og eftirlitsstofnana við þeirri stöðu sem lýst var hér í upphafi, ólögmætri undirverðlagningu þjónustu ríkisfyrirtækis á kostnað einkarekinna keppinauta, hafa einkennzt af skeytingarleysi, seinagangi og því sem verður líklega bezt lýst sem meðvirkni.“ Framkvæmdastjóri FA skrifar í Morgunblaðið. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Setur framkvæmdavaldið lögin?

Samgönguráðuneytið og Póst- og fjarskiptastofnun virðast telja sig þess umkomin að víkja hluta póstlaganna til hliðar vegna ólögmætrar gjaldskrár Íslandspósts, skrifar framkvæmdastjóri FA í Morgunblaðið. Hin stjórnskipulega rétta leið er að samgönguráðherrann flytji frumvarp til breytinga á lögunum. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA kvartar til umboðsmanns vegna stjórnsýslu PFS

Félag atvinnurekenda hefur sent umboðsmanni Alþingis kvörtun vegna stjórnsýslu Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), sem virðist hafa tekið sér fyrir hendur að lýsa lykilákvæði í póstlögunum óvirkt og taka í framhaldi af því ólögmæta ákvörðun um hundraða milljóna króna niðurgreiðslu skattgreiðenda á samkeppnisrekstri Íslandspósts. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Pósturinn láti sem fyrst af skaðlegri undirverðlagningu

Alþingi samþykkti, á lokaspretti þingstarfa fyrir þinglok, að afnema það ákvæði laga um póstþjónustu að gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli vera sú sama um allt land. Þar með er 17. grein póstlaganna breytt til fyrra horfs og kveður eingöngu á um að gjaldskrá fyrir bréfapóst skuli vera sú sama um allt land, en sú kvöð nær ekki til gjaldskrár fyrir pakkasendingar. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Afflutningafyrirtækið

Ný gjaldskrá Íslandspósts fyrir pakkaflutninga tók gildi um mánaðamót. Fréttaflutningur af henni hefur að mörgu leyti verið villandi og ríkisfyrirtækið sjálft hefur ekki lagt mikið upp úr að hafa það sem sannara reynist. Því hefur verið haldið fram að með nýrri gjaldskrá sé vegið að byggðastefnu stjórnvalda, vegna þess að pakkasendingar um lengri veg hækki í verði. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/lbLeRwVNKu4″ title=“Guðrún Helga Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Z-brauta og gluggatjalda“][vc_video link=“https://youtu.be/YWbxsQyF3W4″ title=“Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers“][vc_video link=“https://youtu.be/wUHeydediiM“ title=“Jakob Hrafnsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Escape“][/vc_column][/vc_row]