Ráðuneyti krafið svara um pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hvað finnst fjármálaráðuneytinu um pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar?

FríhöfninFélag atvinnurekenda hefur sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi og óskað eftir að ráðuneytið upplýsi um afstöðu sína til pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar í Leifsstöð, svokallaðrar Express-þjónustu á netinu.

Í bréfi framkvæmdastjóra FA til fjármálaráðherra segir: „Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur að undanförnu auglýst grimmt á netinu svokallaða „Express-þjónustu“, sem er í raun vefverzlun þar sem hægt er að panta vörur án opinberra gjalda, fá þær afhentar í verzlun Fríhafnarinnar og greiða þær þar. Viðskiptavinurinn getur valið hvort varan er afhent í brottfarar- eða komuverzlun. Ekki verður séð að neitt komi í veg fyrir að sá sem pantar á netinu fái vini eða vandamenn sem eiga leið til útlanda til að sækja vörurnar fyrir sig.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA kallar á ný eftir afstöðu ráðherra til pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar

PöntunfarkerfiFélag atvinnurekenda hefur ítrekað fyrirspurn sína til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um afstöðu ráðuneytis hans til pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar í Leifsstöð, svokallaðrar Express-þjónustu. Hún gengur út að fólk getur pantað vörur án opinberra gjalda á netinu og svo eru þær sóttar í brottfarar- eða komuverzlun Fríhafnarinnar. Ekkert kemur í veg fyrir að fólk fái vini og vandamenn sem eiga leið um flugvöllinn til að sækja þessar pantanir fyrir sig. 

[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðuneytið gefur ekki efnisleg svör um pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir að tryggingagjaldið verði ekki lækkað um áramótin.

Fjármálaráðuneytið hefur sent Félagi atvinnurekenda svarbréf við ítrekuðum fyrirspurnum um pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, svokallaða Express-þjónustu. Í svari ráðuneytisins kemur þó ekki fram nein efnisleg afstaða til málsins.

FA hefur gagnrýnt Express-þjónustuna, sem felst í því að fólk getur pantað sér vörur án opinberra gjalda á netinu og ekkert er því síðan til fyrirstöðu að það fái einhvern annan, sem á leið um Keflavíkurflugvöll, til að sækja þær fyrir sig. Árið 1996 tók Friðrik Sophusson þáverandi fjármálaráðherra fyrir sambærilega þjónustu Fríhafnarinnar, eftir að Félag íslenskra stórkaupmanna, FA, hafði kvartað til ráðuneytisins. FA vildi fá að vita hvort afstaða ráðuneytisins hefði breyst.

[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ríkið í hraðvaxandi samkeppni við innlenda verslun

Nærfataverslun ríkisins í Leifsstöð. Mynd: Fríhöfnin.
Nærfataverslun ríkisins í Leifsstöð. Mynd: Fríhöfnin.

Vörusala Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli hefur aukist um 44% undanfarin fjögur ár. Á fimm ára tímabili hefur ríkisbúðin selt vörur fyrir 35 milljarða króna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í Viðskiptamogganum í dag, en framkvæmdastjóri FA og fleiri talsmenn verslunarinnar gagnrýna þar vaxandi umsvif ríkisins í smásölu.

Í frétt Morgunblaðsins eru rifjuð upp nýleg bréfaskipti FA við fjármálaráðuneytið vegna pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar. „Starfsemi Fríhafnarinnar er orðin gríðarlega umfangsmikil og löngu komin út fyrir hefðbundna fríhafnarverslun með hágjaldavörur eins og áfengi og tóbak,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, í viðtali við blaðið.

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]