Regluverk lyfjageirans verði lagfært

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA hélt áfram að beita sér fyrir bættu regluverki lyfjageirans. Í framhaldi af fundi félagsins í byrjun árs um regluverk atvinnulífsins var heilbrigðisráðherra sent erindi með tillögum um ýmsar lagfæringar á lagaumhverfi lyfjageirans.

FA og Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) hafa lengi barist fyrir afnámi banns við lyfjaauglýsingum í sjónvarpi. Það gekk loks eftir á árinu er frumvarp heilbrigðisráðherra var samþykkt á Alþingi.

Í framhaldinu gaf velferðarráðuneytið út drög að nýrri reglugerð um lyfjaauglýsingar. FA gagnrýndi harðlega ýmis ákvæði reglnanna sem alltof flókin og íþyngjandi fyrir lyfjafyrirtækin. Við endurskoðun reglugerðarinnar var tekið talsvert mið af athugasemdum FA.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðherra vill afnema bann við lyfjaauglýsingum

Lyf-2Félag atvinnurekenda og samstarfsfélag þess, Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), fagna því að heilbrigðisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að afnema bann við lyfjaauglýsingum í sjónvarpi.

Félögin hafa undanfarin ár bent á að bann við auglýsingum á lausasölulyfjum í sjónvarpi feli ekki eingöngu í sér takmörkun á viðskiptafrelsi, heldur sé það einnig brot á tjáningarfrelsi og rétti neytenda til upplýsinga. Þá stenst bannið ekki skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, en Evrópudómstóllinn hefur dæmt á þann veg í sambærilegu máli.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA skorar á ráðherra að laga regluverk lyfja

LyfFélag atvinnurekenda hefur í framhaldi af fundi félagsins um reglubyrði atvinnulífsins í síðasta mánuði sent Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra erindi, þar sem ráðherra er hvattur til að beita sér fyrir lagfæringu á margvíslegum annmörkum á regluverki lyfjageirans og framkvæmd þess.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Úrelt bann við sjónvarpsauglýsingum lausasölulyfja

LyfjaeftirlitsmyndForpokuð forsjárhyggja á þing

Grein Ingu Skarphéðinsdóttur, lögfræðings FA, í Fréttablaðinu 18. júní 2015.

Samkvæmt núgildandi lögum er heimilt að kynna og auglýsa lausasölulyf fyrir almenningi með þeirri undantekningu að óheimilt er að auglýsa þau í sjónvarpi. Af þessu leiðir að heimilt er að auglýsa í öðrum miðlum, t.d. í dagblöðum, tímaritum og á vefnum. Hjá Alþingi er nú til meðferðar frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á lyfjalögum þar sem m.a. er lagt til að bannið við auglýsingu lausasölulyfja í sjónvarpi verði afnumið[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA og SÍA fagna því að frumvarp um afnám banns við lyfjaauglýsingum í sjónvarpi var samþykkt á Alþingi

FA og SÍA fagna því að frumvarp um afnám banns við lyfjaauglýsingum í sjónvarpi var samþykkt á Alþingi.

Félag atvinnurekenda og samstarfsfélag þess, Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), fagna því að Alþingi hefur samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra um að afnema bann við lyfjaauglýsingum í sjónvarpi.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA gagnrýnir drög að reglum um lyfjaauglýsingar: Of flóknar og íþyngjandi

LyfFélag atvinnurekenda hefur sent velferðarráðuneytinu umsögn um drög að nýrri reglugerð um lyfjaauglýsingar. Reglurnar á að setja m.a. í kjölfar lagabreytingar sem heimilar lyfjaauglýsingar í sjónvarpi, sem FA og Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) höfðu lengi barist fyrir.

FA fagnar því að endurskoða eigi reglur um lyfjaauglýsingar, enda var löngu tímabært að skýra þær. Hins vegar gagnrýnir félagið að í reglugerðardrögunum sé málið flækt óþarflega mikið og þyngri kvaðir lagðar á fyrirtæki á Íslandi en í nágrannaríkjunum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]