Rekstrarumhverfi lyfjageirans

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA lét rekstrarumhverfi lyfjageirans talsvert til sín taka eins og undanfarin ár. Meðal annars fagnaði félagið því að farið var að tillögum þess hvað varðaði verulega einföldun á reglum um lyfjaauglýsingar er ný reglugerð var samþykkt.

FA benti fjárlaganefnd á það, ásamt Frumtökum og Samtökun verslunar og þjónustu, að framlög til lyfjamála í fjárlagafrumvarpi ársins 2017 væru verulega vanáætluð og stefndi í að fé til kaupa á sjúkrahúslyfjum yrði uppurið á haustmánuðum.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Skjáfylli af smáletri heyrir sögunni til

Það heyrir nú sögunni til að þegar lyf eru auglýst í sjónvarpi birtist í örskotsstund í lok auglýsingar skjáfylli af texta með örsmáu letri sem enginn getur lesið. Heilbrigðisráðherra birti í dag nýja reglugerð um auglýsingar á smásölulyfjum, þar sem tekið hefur verið tillit til ýmissa ábendinga og tillagna Félags atvinnurekenda um hvernig mætti gera lyfjaauglýsingar einfaldari og aðgengilegri.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Framlög til lyfjamála vanáætluð í fjárlagafrumvarpi

Félag atvinnurekenda, Frumtök og Samtök verslunar og þjónustu hafa sent fjárlaganefnd Alþingis umsögn um fjárlagafrumvarpið, þar sem fram kemur að framlög til lyfjamála séu verulega vanáætluð í frumvarpi til fjárlaga ársins 2017.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/AOu5pCHfEL0″ title=“Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber“][vc_video link=“https://youtu.be/D0WGxK6o6w4″ title=“Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr.is“][vc_video link=“https://youtu.be/vpbu0HL2das“ title=“Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og fráfarandi formaður FA“][/vc_column][/vc_row]