Samkeppni á mjólkurmarkaði

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA ítrekar áskorun um flýtimeðferð í MS-málinu

MjólkursamkeppniFélag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi og ítrekað fyrri áskorun sína um að stofnunin hraði eins og kostur er meðferð samkeppnismáls Mjólkurbúsins Kú gegn Mjólkursamsölunni. Samkeppniseftirlitið hafði sektað MS um 370 milljónir fyrir samkeppnisbrot gegn Kú í september síðastliðnum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála vísaði málinu aftur til Samkeppniseftirlitsins til rannsóknar í desember, eftir að í ljós kom að MS hafði leynt lykilgögnum við rannsókn málsins.

Erindið er sent í ljósi nýlegrar ákvörðunar verðlagsnefndar búvara um hækkun á verði hrámjólkur til úrvinnslu. Mjólkurbúið Kú telur ákvörðun nefndarinnar stefnt gegn samkeppni á mjólkurmarkaði og vera sérstaklega til þess fallna að ýta keppinauti MS af markaði. Hyggst fyrirtækið kæra málið til Samkeppniseftirlitsins.

„FA vill af þessu tilefni ítreka mikilvægi þess að niðurstaða fáist skjótt um framgöngu Mjólkursamsölunnar gagnvart keppinautum sínum. Það er óþolandi að markaðsráðandi fyrirtæki komist upp með að draga málsmeðferð á langinn með því að leyna gögnum fyrir Samkeppniseftirlitinu eins og MS gerði í þessu máli. Smærri keppinautar hafa einfaldlega ekki bolmagn til að bíða niðurstaðna samkeppnisyfirvalda mánuðum og jafnvel árum saman,“ segir í erindi Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra FA til Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins.

[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Jákvætt skref hjá Mjólkursamsölunni

MjólkursamkeppniFélag atvinnurekenda fagnar frumkvæði Mjólkursamsölunnar (MS) að því að stuðla að öflugri samkeppni á mjólkurmarkaði með því að lækka verð á ógerilsneyddri hrámjólk til keppinauta sinna. „Þetta er klárlega jákvætt skref hjá Mjólkursamsölunni og til marks um breyttar áherslur,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

Hann bendir á að þótt MS komi þannig til móts við þá gagnrýni sem fyrirtækið hefur fengið vegna þess hvernig það beitir markaðsráðandi stöðu sinni, dugi það ekki til að laga samkeppnisstöðuna á mjólkurmarkaði. „Samkeppnisumhverfið er áfram mjög óheilbrigt. Þrennt þarf að koma til. Í fyrsta lagi að undanþágur mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum verði afnumdar, svo og hindranir gegn samkeppni á mjólkurmarkaði í búvörulögunum. Í öðru lagi þarf að lækka tolla á innflutningi, eins og Hagfræðistofnun HÍ lagði nýlega til, þannig að innlend mjólkurframleiðsla fái meiri samkeppni. Í þriðja lagi ætti að skoða tillögur samkeppnisyfirvalda um að selja frá MS einstakar framleiðslueiningarþannig að raunveruleg samkeppni komist á.“

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]