Samkeppnin má ekki veikjast í faraldrinum

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA lét samkeppnismál áfram til sín taka. Félagið greip ítrekað til varna fyrir virka samkeppni á markaði þegar lagt var til að stjórnvöld gripu til samkeppnishamlandi aðgerða sem hluta af efnahagsaðgerðum vegna heimsfaraldursins.

Í nokkur skipti misstigu stjórnvöld sig í stuðningsaðgerðum sínum; fyrst þegar samkeppnisrekstur háskólanna var niðurgreiddur stórlega og þeim þannig veitt ósanngjarnt forskot á einkarekin fræðslufyrirtæki, næst þegar Icelandair var veitt ríkisábyrgð án þess að huga að áhrifunum á samkeppni í flugi og loks þegar látið var undan þrýstingi hagsmunaaðila í landbúnaði um að skekkja samkeppni á matvörumarkaðnum með breytingu á útboðum tollkvóta.

FA hvatti ennfremur til þess að haldið yrði áfram samstarfi við Efnahags- og framfarastofnunina, OECD, um að gera samkeppnismat á regluverki íslensks atvinnulífs, en á árinu lauk slíkri úttekt á ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Félagið lagði til að næstu atvinnugreinar í röðinni yrðu landbúnaður og sjávarútvegur.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samkeppnin eftir heimsfaraldur

Heimsfaraldur COVID-19 veirunnar hefur haft gífurleg áhrif á efnahagslífið um allan heim. Því er nú spáð víða um lönd að ein af afleiðingum faraldursins verði aukin samþjöppun eignarhalds í atvinnulífi og meiri samkeppnishömlur. Ástæðurnar eru meðal annars stóraukin inngrip ríkisvaldsins í viðskiptalífið og að stöndugri fyrirtæki með greiðan aðgang að fjármagni eru líkleg til að kaupa upp minni keppinauta sem lenda í vandræðum vegna …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Virk samkeppni í þágu endurreisnar

Efnahagskreppan sem siglir í kjölfar heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar er sú dýpsta sem heimsbyggðin hefur tekizt á við í tæpa öld, eða frá því að kreppan mikla reið yfir í lok þriðja áratugar síðustu aldar. Í hamförum á borð við heimsfaraldurinn beinist athyglin réttilega að björgunarstarfinu; að reyna að halda fyrirtækjum á floti og verja störf. Það má ekki verða til þess að það gleymist að hafa í huga hvaða áhrif aðgerðir stjórnvalda geta haft á efnahagslífið og heilbrigði …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samkeppniseftirlit og hagur neytenda

Það má orðið heita fastur liður að talsmenn stórfyrirtækja, sem Samkeppniseftirlitið sektar fyrir samkeppnisbrot, beri sig illa og segi ákvörðunina ganga gegn hagsmunum neytenda af því að nú neyðist þeir til að hækka verðið á þjónustu sinni. Þetta var viðkvæðið hjá talsmönnum Mjólkursamsölunnar þegar Samkeppniseftirlitið lagði á fyrirtækið 480 milljóna króna sekt sumarið 2015 (sem var staðfest í Landsrétti í vor). Þetta er líka vörn forsvarsmanna Símans …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ríkisstyrkir til sumarnáms skaða samkeppni

verði endurnýjuð

Félag atvinnurekenda hefur sent Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra erindi vegna útfærslu á stuðningi ráðuneytisins við sumarnám, en 500 milljónir króna hafa verið veittar til sumarnáms á háskólastigi. Skoðun FA leiðir í ljós að verulegur hluti þeirrar fjárhæðar rennur til endur- og símenntunarstofnana háskólanna og að námskeið, sem eru utan verksviðs háskólanna eins og það er skilgreint í lögum, eru niðurgreidd um tugi þúsunda króna. Viðkomandi starfsemi er í beinni samkeppni við námskeið á vegum …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA kvartar til ESA vegna niðurgreiðslu sumarnámskeiða

Félag atvinnurekenda hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) formlega kvörtun vegna niðurgreiðslna stjórnvalda á sumarnámskeiðum háskóla, sem haldin eru í beinni samkeppni við námskeið á vegum félagsmanna FA, einkarekinna fræðslufyrirtækja.

FA sendi menntamálaráðherra erindi i síðustu viku vegna 500 milljóna króna framlags mennta- og menningarmálaráðuneytisins …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Styrkjum samkeppnislöggjöfina

Alþingi samþykkti breytingar á samkeppnislögum rétt fyrir þinglok. Segja má að sú vegferð, sem hófst með birtingu frumvarpsdraga Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í október í fyrra, hafi endað á betri stað en á horfðist í upphafi.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA kvartar til Samkeppniseftirlitsins vegna ríkisstuðnings við endurmenntunardeildir

Félag atvinnurekenda hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna niðurgreiðslu ríkisins á sumarnámi fyrr í sumar. 500 milljónir króna voru veittar til sumarnáms á háskólastigi og leiddi skoðun FA í ljós að verulegur hluti þeirrar fjárhæðar rann til endur- og símenntunarstofnana háskólanna og að námskeið, sem eru utan verksviðs háskólanna eins og það er skilgreint í lögum, voru niðurgreidd um tugi þúsunda króna. Viðkomandi starfsemi er í beinni samkeppni við námskeið á vegum einkarekinna fræðslufyrirtækja.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Í liði með Icelandair eða samkeppni í flugi?

FUndanfarið hálft ár hefur verið óvenjulegur tími. Heimsfaraldur COVID-19 veirunnar hefur valdið íslenzku atvinnulífi miklum búsifjum og kreppan er dýpri en við höfum áður upplifað. Við þessar aðstæður hafa stjórnvöld þurft að grípa til margs konar óvenjulegra en nauðsynlegra aðgerða til stuðnings atvinnulífinu. Félag atvinnurekenda hefur…[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samtal um þátttöku fræðslufyrirtækja í vinnumarkaðsúrræðum stjórnvalda

Stjórnendur fræðslufyrirtækja innan raða Félags atvinnurekenda áttu í morgun góðan fund með Gylfa Arnbjörnssyni, verkefnisstjóra samhæfingarhóps um atvinnu- og menntaúrræði vegna kórónuveirukreppunnar, og Hrafnhildi Tómasdóttur, sviðsstjóra ráðgjafar og vinnumiðlunarsviðs Vinnumálastofnunar. Tilgangur fundarins var að ræða …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samkeppnismat taki næst til landbúnaðar og sjávarútvegs

Félag atvinnurekenda fagnar eindregið nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um samkeppnismat á ferðaþjónustu og byggingariðnaði á Íslandi. Í skýrslunni eru margvíslegar tillögur um hvernig efla megi samkeppni, einfalda regluverk og draga úr samkeppnishömlum. Þannig er hægt að lækka verð til neytenda og bæta valkosti þeirra, efla framleiðni og nýsköpun …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA skrifar ráðherra: Næsta samkeppnismat OECD taki til landbúnaðar og sjávarútvegs

Félag atvinnurekenda hefur ritað Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, erindi og hvatt hann til að leita samstarfs við Efnahags- og framfarastofnunina, OECD, um gerð samkeppnismats á regluverki landbúnaðar og sjávarútvegs á Íslandi. Slíku mati er nýlokið á regluverki byggingariðnaðar og ferðaþjónustu og gerir OECD 438 tillögur um hvernig ryðja megi samkeppnishindrunum úr …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Næsta verkefni fyrir OECD – er pólitíski kjarkurinn til staðar?

Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um samkeppnismat á regluverki ferðaþjónustu og byggingariðnaðar á Íslandi hefur vakið talsverða athygli og umræður. Í skýrslunni, sem var samin að beiðni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var regluverk þessara atvinnugreina greint með tilliti til þess hvort í því felist samkeppnishindranir eða óþarfa reglubyrði sem ryðja megi úr …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Landbúnaðarráðherra lætur undan þrýstingi sérhagsmuna þvert á hag neytenda

Félag atvinnurekenda andmælir harðlega þeim áformum um að skerða hag innflutningsfyrirtækja og neytenda, sem koma fram í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að hverfa tímabundið aftur til eldra fyrirkomulags á útboði tollkvóta fyrir búvörur. Þessi breyting mun þýða að útboðsgjald, sem innflytjendur greiða fyrir heimildir til að flytja inn búvörur án tolla, hækkar. Slíkt mun leiða til hækkunar á verði innfluttra búvara og jafnframt á innlendri …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Aðför að samkeppni, verslun og neytendum

Undanfarnar vikur og mánuði hafa ráðherrar og stjórnarþingmenn verið beittir gríðarlegum þrýstingi af hagsmunaöflum í landbúnaðinum að gera breytingar á samkeppnisumhverfi matvörumarkaðarins, sem myndu leiða af sér hækkun verðs til neytenda og skerða hag verzlunarfyrirtækja, en hygla innlendum framleiðendum búvara …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Meira um landbúnað, samkeppni og tolla

Grein sem ég skrifaði hér í blaðið sl. fimmtudag (Aðför að samkeppni, verzlun og neytendum) hefur kallað á athugasemdir frá nokkrum talsmönnum landbúnaðarins. Þau svör gera gott betur en að staðfesta það sem ég skrifaði um þrýsting hagsmunaafla á stjórnvöld að bregðast við búsifjum vegna kórónuveirufaraldursins með sértækum aðgerðum sem hygla einni atvinnugrein umfram allar aðrar. Greinarhöfundarnir eru sammála um að samkeppnishömlur og tollahækkanir séu þjóðráð …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Atvinnuveganefnd vill þrefalda gildistíma á samkeppnishömlum á búvörumarkaði

Meirihluti stjórnarflokkanna í atvinnuveganefnd Alþingis leggur til að eldri aðferð við útboð á tollkvóta fyrir búvörur gildi í þrjú ár, í stað eins árs eins og lagt var til í frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í frumvarpi ráðherra og nefndaráliti meirihlutans segir beinum orðum að aðgerðin sé til þess hugsuð að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu.[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/VMvS0s5DyVM“ title=“Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Fagkaupa“][vc_video link=“https://youtu.be/agXGTFI9HaE“ title=“Hildur Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Satúrnusar og Ömmu músar“][vc_video link=“https://youtu.be/akrNMpMA3og“ title=“Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar“][vc_video link=“https://youtu.be/lKDytYJNM7A“ title=“Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Leiðtogaþjálfunar / Dale Carnegie“][/vc_column][/vc_row]