Sanngjarnari fasteignagjöld fyrirtækja

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Samfara gífurlegum hækkunum á fasteignamati, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, hafa fasteignagjöld fyrirtækja hækkað verulega. FA skoraði á sveitarfélögin að lækka álagningarprósentuna til að bregðast við þessu. Einnig fór félagið fram á rökstuðning sveitarfélaganna fyrir að beita heimild laga til að leggja 25% álag ofan á fasteignagjöldin.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Sveitarfélög lækki skatthlutfall á atvinnuhúsnæði

Stjórn Félags atvinnurekenda skorar á sveitarfélög landsins að endurskoða álagningarprósentu fasteignagjalda til að mæta miklum hækkunum á fasteignamati atvinnuhúsnæðis undanfarin ár.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Skattbyrði vegna atvinnuhúsnæðis þyngist um 1,3 milljarða að óbreyttu

Félag atvinnurekenda hefur skrifað öllum sveitarfélögum þar sem aðildarfyrirtæki félagsins starfa og hvatt þau til að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna hófst í dag og vinna við fjárhagsáætlanir fyrir næsta ár stendur nú sem hæst. Verði ekki hróflað við álagningarprósentu sveitarfélaganna má gera ráð …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA spyr um álag á fasteignaskatta

Félag atvinnurekenda hefur sent fyrirspurn til sveitarfélaga, þar sem aðildarfyrirtæki FA starfa og beitt er heimild til álags á fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði. Félagið hefur beðið sveitarfélögin um rökstuðning fyrir ákvörðun um að nýta álagsheimildina og jafnframt spurst fyrir um hvort kostnaðarútreikningar liggi að baki þeirri ákvörðun.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Óþægilega þægilegt

Á næsta ári fá sveitarfélög landsins að minnsta kosti1,3 milljarða króna í auknar skatttekjur af fyrirtækjum með þægilegum hætti. Sveitarfélögin kjósa einfaldlega að gera ekki neitt á meðan fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar duglega, enn eitt árið.

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/AOu5pCHfEL0″ title=“Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber“][vc_video link=“https://youtu.be/D0WGxK6o6w4″ title=“Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr.is“][vc_video link=“https://youtu.be/vpbu0HL2das“ title=“Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og fráfarandi formaður FA“][/vc_column][/vc_row]