Sátt á vinnumarkaði með nýjum kjarasamningum

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA gerði nýja kjarasamninga við þrjá viðsemjendur í byrjun árs. Samningarnir voru í aðalatriðum í takt við samninga Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins á grundvelli SALEK-samkomulagsins svokallaða.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA gerir nýjan kjarasamning við VR/LÍV

Félag atvinnurekenda undirritaði í dag nýjan kjarasamning við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna. Samningurinn er í öllum aðalatriðum samhljóða þeim samningi sem Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið undirrituðu í gær á grundvelli SALEK-samkomulagsins svokallaða.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA og RSÍ gera nýjan kjarasamning

Félag atvinnurekenda og Rafiðnaðarsamband Íslands undirrituðu í dag nýjan kjarasamning. Hann er í öllum aðalatriðum samhljóða þeim samningi sem Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands undirrituðu í síðustu viku á grundvelli SALEK-samkomulagsins svokallaða.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Nýr kjarasamningur FA/SÍA og Grafíu undirritaður

Félag atvinnurekenda og Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) hafa undirritað nýjan kjarasamning við Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum. Samningurinn er í öllum aðalatriðum samhljóða samningum FA við VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Rafiðnaðarsambandið, sem gerðir hafa verið á síðustu dögum, svo og samningi Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins, sem skrifað var undir í síðustu viku.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Kynning á nýjum kjarasamningum

Kjarasamningar við viðsemjendur Félags atvinnurekenda, sem undirritaðir hafa verið á síðustu dögum, voru kynntir félagsmönnum á almennum félagsfundi í dag.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samningar FA við stéttarfélög samþykktir

Viðsemjendur Félags atvinnurekenda innan Alþýðusambandsins hafa allir samþykkt kjarasamningana sem gerðir voru síðla í janúar. Niðurstöður atkvæðagreiðslna innan félaganna lágu fyrir á hádegi í dag.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/AOu5pCHfEL0″ title=“Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber“][vc_video link=“https://youtu.be/D0WGxK6o6w4″ title=“Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr.is“][vc_video link=“https://youtu.be/vpbu0HL2das“ title=“Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og fráfarandi formaður FA“][/vc_column][/vc_row]