Skynsemi í kjaramálum

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA ritaði undir samkomulag við viðsemjendur sína í upphafi árs um að segja ekki upp kjarasamningi þrátt fyrir forsendubrest. Félagið hefur lagt áherslu á að í næstu samningalotu verði samið um hóflegar launahækkanir; ekki sé innstæða hjá atvinnulífinu fyrir sambærilegum hækkunum og í síðustu lotu. Framkvæmdastjóri FA hefur velt því upp að horfa til annarra þátta en beinna launahækkana, eins og styttingar vinnutíma.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samkomulag um að segja ekki upp samningum

Félag atvinnurekenda annars vegar og VR og Landssamband verzlunarmanna hins vegar hafa undirritað samkomulag um að segja ekki upp kjarasamningi aðila þrátt fyrir forsendubrest. Samkomulagið er sambærilegt við samkomulag sem Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandið undirrituðu í gær …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fyrirtækin hafa ekki efni á miklum launahækkunum

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að Seðlabankinn sé reiðubúinn að hækka stýrivexti á ný, verði samið um miklar launahækkanir í kjarasamningum á næsta ári. Fyrirtækin séu komin að þolmörkum og beri ekki miklar hækkanir. Þetta var á meðal þess sem fram kom í erindi Þórarins á morgunverðarfundi Félags atvinnurekenda[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Þarf að horfa til annarra þátta en launahækkana

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir í viðtali við RÚV að ekki komi til greina að opinberi markaðurinn leiði launahækkanir líkt og í síðustu kjarasamningum. Líta þurfi til annarra þátta en launahækkana við gerð næstu kjarasamninga, til dæmis aukinnar framleiðni sem geti skilað sér í styttri vinnuviku eða rýmra orlofi.[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/bMTRyFMKo14″ title=“Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar“][vc_video link=“https://youtu.be/w_T91rKiOaE“ title=“Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)“][vc_video link=“https://youtu.be/lysrTgZEiIc“ title=“Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins“][/vc_column][/vc_row]