Stafrænni byltingu í vöruupplýsingum seinkar

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]FA stóð ásamt fleiri samtökum að því að kynna kosti þess að miðla vöruupplýsingum til neytenda með stafrænum hætti í gegnum app í snjallsíma. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið birti í samráðsgátt drög að reglugerð sem heimilaði að miðla upplýsingum um matvörur með stafrænum hætti, sem hefði bæði aukið upplýsingar til neytenda og dregið úr kostnaði innflytjenda við að endurmerkja vörur sem fluttar eru inn frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Reglugerðarbreytingin, sem hefði stuðlað að verðlækkun á innfluttum vörum, náði því miður ekki fram að ganga vegna andstöðu ýmissa hagsmunaaðila. Það mun hægja á stafrænni umbreytingu í miðlun upplýsinga til neytenda.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Neytendaupplýsingar í appi eru framtíðin

Stjórnvöld hafa birt drög að reglugerð um að heimilt sé að miðla lögbundnum upplýsingum um matvörur til neytenda með stafrænum hætti, t.d. í gegnum snjallsímaapp. Þetta er stór áfangi í áralangri baráttu FA fyrir að innflutningsfyrirtæki losni við kostnað vegna endurmerkinga á matvörum frá Bandaríkjunum og fleiri ríkjum utan EES. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Mikill ávinningur af stafrænum vöruupplýsingum

Mikill ávinningur er af því fyrir fyrirtæki í matvælageiranum að nýta sér Gagnalaug GS1 til að miðla stafrænum vöruupplýsingum. Þetta kom fram á félagsfundi FA, „Stafræn bylting í vöruupplýsingum“ sem haldinn var í morgun.

Endurmerkingar verði ekki nauðsynlegar
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA greindi frá þeirri nýlegu þróun mála að stjórnvöld hyggjast heimila matvælafyrirtækjum að miðla lögbundnum upplýsingum um matvörur til neytenda með stafrænum hætti, t.d. með appi í snjallsíma. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Allt um matinn í símann

Í síðustu viku birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð, sem heimila að lögbundnum upplýsingum um matvörur verði miðlað til neytenda með stafrænum hætti. Þetta þýðir að fyrirtækjum verður heimilað að veita neytendum upplýsingar um innihaldsefni, ofnæmisvalda og næringargildi í gegnum stafrænar lausnir. Ætla má að þau 90% þjóðarinnar sem eiga snjallsíma muni nálgast upplýsingarnar með því að skanna strikamerki vörunnar með símanum sínum. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/lbLeRwVNKu4″ title=“Guðrún Helga Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Z-brauta og gluggatjalda“][vc_video link=“https://youtu.be/YWbxsQyF3W4″ title=“Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers“][vc_video link=“https://youtu.be/wUHeydediiM“ title=“Jakob Hrafnsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Escape“][/vc_column][/vc_row]