Stjórnmálin greiði götu fyrirtækjanna

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Félag atvinnurekenda skoraði á Alþingi og stjórnmálaflokkana í tvígang á árinu að setja hagsmuni atvinnulífsins í forgang í því pólitíska upplausnarástandi sem ríkti. Stjórn félagsins samþykkti ályktun í apríl þar sem þingið var hvatt til að ná samstöðu um mikilvæg mál í þágu atvinnulífsins. Þá var samþykkt ályktun að afstöðnum kosningum, þar sem skorað var á stjórnmálaflokkana að setja í nýja stjórnarsáttmála tíu mál sem varða hagsmuni fyrirtækjanna í landinu, ekki síst þeirra minni og meðalstóru.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Þingið nái samstöðu um mikilvæg mál fyrir atvinnulífið

Stjórn Félags atvinnurekenda hvetur flokkana á Alþingi til að ná góðu samkomulagi um þingstörfin fram til boðaðra kosninga í haust og ná víðtækri samstöðu um ýmis mál sem snerta hagsmuni atvinnulífsins og brýnt er að verði að lögum. Þar ber einna hæst boðuð frumvörp sem samþykkja þarf til að greiða fyrir aflandskrónuútboði og losun gjaldeyrishaftanna, jafnframt lækkun tryggingagjalds á fyrirtæki og ný lög um opinber innkaup og ársreikninga, svo dæmi séu nefnd.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tíu hagsmunamál fyrirtækjanna sem eiga erindi í stjórnarsáttmálann

Birgir Bjarnason, formaður Félags atvinnurekenda, hefur sent öllum flokkum sem náðu kjöri á Alþingi í kosningunum um helgina bréf þar sem reifuð er ályktun stjórnar FA frá því í morgun. Þar eru talin upp tíu hagsmunamál minni og meðalstórra fyrirtækja sem að mati félagsins ætti að halda til haga við gerð stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ekki gleyma hvaðan peningarnir koma

Fyrir nýliðnar kosningar settu flestir flokkar fram stefnu um öflugt atvinnulíf, þótt talsverður munur væri á því hvernig hún var útfærð. Það er að sjálfsögðu talsverður áherzlumunur á milli flokkanna um það hvernig þeir vilja nálgast það verkefni eins og önnur.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/AOu5pCHfEL0″ title=“Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber“][vc_video link=“https://youtu.be/D0WGxK6o6w4″ title=“Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr.is“][vc_video link=“https://youtu.be/vpbu0HL2das“ title=“Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og fráfarandi formaður FA“][/vc_column][/vc_row]