Stjórnvöld til í að endurskoða blómatolla

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]FA tók á árinu upp baráttu fyrir afnámi eða lækkun tolla á innfluttum blómum, en þeir eru gríðarlega háir. Tollarnir bitna á neytendum og skekkja samkeppni. Tollar eru lagðir á margar tegundir sem ekki eru framleiddar hér á landi og eru þar af leiðandi ekki einu sinni verndartollar.

FA sendi fjármálaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu erindi, sem 25 fyrirtæki í blómaverslun studdu, og fór fram á endurskoðun á tollaumhverfi blómaverslunar hér á landi. Að loknum fundahöldum með ráðuneytunum varð niðurstaðan sú að stjórnvöld lýstu sig reiðubúin að fara í vinnu við endurskoðun á blómatollum.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Um innflutning á blómum – rangfærslur leiðréttar

Axel Sæland, blómabóndi á Espiflöt, fullyrðir í Fréttablaðinu í dag að innflutningur á afskornum blómum sé ekki nauðsynlegur og að innlend framleiðsla geti vel staðið undir íslenskum blómamarkaði. Hann fullyrðir jafnframt að dregið hafi úr tollvernd fyrir íslenska blómabændur. Þetta eru ekki réttar fullyrðingar.

 [/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Arfavitlausir blómatollar

Háir innflutningstollar eru lagðir á blóm á Íslandi. Þetta kemur mögulega einhverjum á óvart, enda töluðu stjórnvöld þannig fyrir nokkrum misserum að fella ætti niður alla tolla „fyrir utan tolla á matvöru.“ Eins og við vitum eru afskaplega fáir sem borða blóm. Blómatollarnir sátu engu að síður eftir þegar aðrir tollar voru felldir niður.

Innflutningsverðið margfaldast
Óhætt er að kalla blómatollana ofurtolla. Þeir samanstanda …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Innfluttu íslensku blómin

Frétt sem birtist í Fréttablaðinu 9. maí vakti dálitla athygli. Fyrirsögnin var „Innflutningur blóma mengandi og óþarfur“. Þar var rætt við Axel Sæland, eiganda Espiflatar, stærsta blómaframleiðanda landsins, sem sagði að innlend framleiðsla gæti vel staðið undir íslenzkum blómamarkaði og innflutningur væri ónauðsynlegur. Axel kvartaði sáran yfir því að tollar á blóm væru of lágir og kæmu í veg fyrir að íslenzkir blómabændur gætu hækkað hjá sér verðið. Þó þykir líklega …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA og 25 blómabúðir skora á stjórnvöld að lækka blómatolla

Félag atvinnurekenda hefur skrifað fjármálaráðherra og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra samhljóða erindi og óskað viðræðna við ráðuneyti þeirra um niðurfellingu tolla á blómum. Í erindi FA er bent á það óhagræði, háa verð og samkeppnishömlur sem leiði af háum blómatollum. Erindi FA fylgir stuðningsyfirlýsing 25 blómaverslana, -innflytjenda og -verkstæða víða um land, sem í sameiningu standa fyrir drjúgum meirihluta blómaverslunar og blómainnflutnings á Íslandi.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Verð á túlipönum þrefalt til fimmfalt hærra en í nágrannalöndunum

Félag atvinnurekenda hefur sent ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara erindi og farið fram á að hún endurskoði ákvörðun sína frá 13. nóvember, um að hafna því að lækka tolla á túlipönum vegna skorts. Samkvæmt könnun félagsins er verð á túlipönum nú þrefalt til fimmfalt hærra en í nágrannalöndunum og framboð lítið sem ekkert.

 [/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Stjórnvöld vilja endurskoða blómatolla

Fjármálaráðuneytið hyggst hefja vinnu við endurskoðun á blómatollum, í framhaldi af því að Félag atvinnurekenda, með stuðningi 25 blómaverslana, -innflytjenda og -verkstæða, sendi ráðuneytinu erindi um lækkun á blómatollum í október. Atvinnuvegaráðuneytið og embætti tollstjóra munu einnig koma að þessari vinnu, en FA sendi bæði Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra erindi um blómatollana.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/44DTwu2PNZ8″ title=“Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay“][vc_video link=“https://youtu.be/s08Bc05unQc“ title=“Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima „][vc_video link=“https://youtu.be/gb7VBcElf5U“ title=“Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna“][/vc_column][/vc_row]