Stórfurðulega strikamerkjamálinu lauk farsællega

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Af ástæðum sem enn eru óútskýrðar setti umhverfisráðuneytið reglugerð um að strikamerki á drykkjarumbúðum yrðu að vera lóðrétt. Þetta hefði sett stóran hluta af innflutningi drykkjarvara í uppnám. FA mótmælti og reglugerðarbreytingin var dregin til baka. Hún er hins vegar gott dæmi um það hvað getur gerst þegar stjórnvöld gleyma að hafa nægilegt samráð við atvinnulífið þegar nýjar reglur eru smíðaðar.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Krafa um lóðrétt strikamerki býr til óþarfa viðskiptahindrun

Ný reglugerð um drykkjarvöruumbúðir, sem taka á gildi 1. júní, getur sett innflutning á drykkjarvörum í uppnám. Í reglugerðinni, sem samin er í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, er gerð sú krafa að strikamerki á drykkjarvöruumbúðum verði lóðrétt en ekki lárétt. Þetta skapar viðskiptahindrun, sem að mati FA er algjörlega órökstudd. Félagið hefur andmælt breytingunni og slíkt hið sama hafa evrópsk samtök áfengisframleiðenda gert.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fallið frá kröfunni um lóðrétt strikamerki

Félag atvinnurekenda hefur fengið staðfest hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að ný reglugerð um einnota drykkjarvöruumbúðir muni ekki taka gildi í dag, 1. júní, eins og áformað var, heldur muni gildistakan frestast til 1. september. Þá verði fallið frá þeirri kröfu, sem gerð var í reglugerðinni, að strikamerki á drykkjarvöruumbúðum skuli eingöngu vera lóðrétt, en ekki lárétt.[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/bMTRyFMKo14″ title=“Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar“][vc_video link=“https://youtu.be/w_T91rKiOaE“ title=“Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Hvíta hússins og formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA)“][vc_video link=“https://youtu.be/lysrTgZEiIc“ title=“Reynir Árnason, framkvæmdastjóri Póstmarkaðarins“][/vc_column][/vc_row]