Stutt við bakið á félagsmönnum í heimsfaraldrinum

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Fljótlega eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á í byrjun mars, með tilheyrandi efnahagskreppu, markaði FA þá stefnu að leggja aukna áherslu á innra starf og standa þétt við bakið á félagsmönnum í faraldrinum. Því hlutverki var einkum sinnt með þrennum hætti.

Í fyrsta lagi var mikið lagt í tíða og virka upplýsingamiðlun til aðildarfyrirtækjanna um sóttvarnir og aðgerðir stjórnvalda til aðstoðar fyrirtækjum. Sendir voru 114 upplýsingapóstar til félagsmanna og haldnir fjarfundir til að skýra einstök mál nánar.

Í öðru lagi markaði FA þá stefnu að veita félagsmönnum framúrskarandi lögfræðiþjónustu varðandi ýmis álitamál sem sneru að sóttvörnum og nýtingu stuðningsráðstafana stjórnvalda.

Í þriðja lagi lagði FA sig fram um að miðla sjónarmiðum og ábendingum félagsmanna til stjórnvalda vegna sóttvarna- og stuðningsaðgerða, í formi erinda, umsagna, fyrirspurna og ábendinga.

Samkvæmt könnunum sem gerðar voru á árinu var mikil ánægja meðal félagsmanna með þessa þjónustu félagsins.

FA beitti sér með ýmsum öðrum hætti til að stuðla að því að lágmarka áhrif faraldursins. M.a. stóð félagið að tveimur beiðnum um tímabundna undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga um samstarf fyrirtækja sem sótt var um ef smit kynnu að valda vandkvæðum í dreifingu eða sölu lyfja. Á þessar undanþágur reyndi ekki.

Þá vakti FA ítrekað athygli á því mikilvæga hlutverki sem bæði fyrirtæki í innflutningi lyfja og heilbrigðisvara og matvælainnflutningsfyrirtæki gegndu til að tryggja öryggi almennings í faraldrinum.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Könnun FA: Félagsmenn ánægðir með upplýsingagjöf vegna faraldursins

Upplýsingaþjónusta Félags atvinnurekenda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar er sú þjónusta félagsins sem félagsmenn hafa notað mest undanfarið ár og eru hvað ánægðastir með, samkvæmt könnun sem gerð var meðal félagsmanna. Í upphafi faraldursins markaði FA þá stefnu að standa þétt við bakið á félagsmönnum í efnahagskreppunni sem blasti við. Einn þáttur í því var að leggja mikla áherslu á tíða og virka upplýsingamiðlun til aðildarfyrirtækjanna um sóttvarnir og aðgerðir stjórnvalda til aðstoðar fyrirtækjum. Sendir voru 114 upplýsingapóstar til félagsmanna á árinu og haldnir fjarfundir til að skýra einstök mál nánar.

 [/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Leiðbeiningar WHO til vinnuveitenda vegna COVID-19 faraldursins

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út ýtarlegar leiðbeiningar fyrir vinnuveitendur vegna COVID-19 faraldursins. Skjalið inniheldur leiðbeiningar um smitgát á vinnustöðum, atriði til að hafa í huga vegna funda og viðburða, leiðbeiningar um aðgát vegna ferðalaga starfsmanna og ráðleggingar um áætlun um hvað beri að gera ef einhver veikist á vinnustaðnum.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Stjórnvöld íhugi leiðir til að aðstoða fyrirtæki

COVID-19 faraldurinn er þegar farinn að hafa veruleg áhrif í atvinnulífinu, ekki síst í ferðaþjónustu- og veitingageiranum. framkvæmdastjóri FA í Vikulokunum á Rás 1 laugardaginn 7. mars.

„Efnahagslegu áhrifin munu verða talsverð, að minnsta kosti af tveimur ástæðum. Annars vegar dregur úr eftirspurn. Fólk heldur að sér höndum, fer síður á veitingastaði eða skemmtanir og ferðast minna. Ferðaþjónustan og veitingageirinn eru væntanlega þær greinar sem fá skellinn fyrst. Síðan er hin ástæðan sú að alþjóðlegar virðiskeðjur riðlast. Hlutir sem eru framleiddir í Kína hafa til dæmis ekki borist inn í þessar keðjur undanfarnar vikur,“ sagði Ólafur.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Meðul fyrir lasið atvinnulíf

Grein Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra FA í Viðskiptamogganum 11. mars 2020.

Heimsfaraldur COVID-19 veirunnar mun óhjákvæmilega hafa mikil og neikvæð áhrif á efnahagslíf heimsbyggðarinnar. Virðiskeðjur alþjóðahagkerfisins hafa þegar raskazt vegna þess að verksmiðjum og öðrum vinnustöðum víða um lönd hefur verið lokað …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA skrifar fjármálaráðherra: Heimild til tvískiptingar gjalddaga aðflutningsgjalda verði endurnýjuð

Félag atvinnurekenda hefur sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi og hvatt ráðherra til að flytja sem allra fyrst frumvarp til að endurnýja heimild innflutningsfyrirtækja til að tvískipta gjalddögum aðflutningsgjalda í tolli.

Slík heimild var sett á til bráðabirgða strax eftir hrun og greiddi götu innflutningsfyrirtækja, sem þá voru í greiðsluerfiðleikum. Hún var síðan endurnýjuð reglubundið en féll úr gildi í árslok 2016 …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Óhindraður innflutningur og nægar birgðir

Samkvæmt upplýsingum sem Félag atvinnurekenda hefur aflað sér hjá félagsmönnum sínum í innflutningi mat- og dagvöru eru engar hindranir á innflutningi til landsins og nægar birgðir. Ástæðulaust ætti því að vera fyrir almenning að hamstra vörur í verslunum.

Innflutningsfyrirtæki fá nánast undantekningarlaust upp í pantanir sínar af matvöru og dagvöru á borð við hreinlætis- og ræstingavörur. Mörg hafa þau fengið upplýsingar frá erlendum …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samkeppniseftirlitið veitir tímabundna undanþágu vegna lyfjadreifingar

Samkeppniseftirlitið (SE) hefur orðið við sameiginlegri beiðni Félags atvinnurekenda og Samtaka verslunar og þjónustu um tímabunda undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga vegna innflutnings og dreifingar lyfja í …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Getur COVID-19 haft áhrif á efndir samninga?

Páll Rúnar M. Kristjánsson

Ljóst er að COVID-19 heimsfaraldurinn og þær aðgerðir sem stjórnvöld víðs vegar um heim hafa gripið til í því skyni að hefta útbreiðslu hans hafa nú þegar haft gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag og efnahagslíf. Þessi áhrif hafa leitt til þess að mörg fyrirtæki og einstaklingar munu á næstu vikum og mánuðum eiga í verulegum erfiðleikum með að standa við ýmsar samningsbundnar skyldur sínar. Áður en til ágreinings kemur vegna slíkra vanefnda er mikilvægt að hugað sé að þeim reglum sem gilda við aðstæður á borð við þær sem nú eru uppi í samfélaginu.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA skrifar sveitarfélögunum: Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði falli niður í 2-3 mánuði

Félag atvinnurekenda hefur sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg erindi, þar sem hvatt er til að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði falli niður í þrjá mánuði og lækki að því loknu til frambúðar. Þessar aðgerðir myndu stuðla að því að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækja og launagreiðslur …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA leggur til niðurfellingu og lækkun tryggingagjalds

Félag atvinnurekenda leggur til að tryggingagjald fyrirtækja verði fellt niður í nokkra mánuði og lækkað í framhaldinu til að bregðast við rekstrarerfiðleikum vegna heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar.

Í umsögn sinni um frumvarp fjármálaráðherra um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru bendir FA á að samkvæmt frumvarpinu séu gistináttagjald …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

SE samþykkir undanþágubeiðni FA vegna smærri lyfjaverslana

Samkeppniseftirlitið (SE) hefur samþykkt beiðni Félags atvinnurekenda um tímabundna undanþágu frá samkeppnislögum vegna samstarfs smærri lyfjaverslana, í ljósi heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar.

Smærri lyfjaverslanir geti haldið áfram rekstri
FA sendi  SE beiðni um undanþágu síðastliðinn miðvikudag og benti ma. á að alvarlegt gæti reynst ef lyfjaverslanir, ekki síst einyrkjar…[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Aðgerðir borgarinnar valda vonbrigðum

Aðgerðir, sem Reykjavíkurborg tilkynnti í gær til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar, valda vonbrigðum að mati Félags atvinnurekenda. „Tafarlausar aðgerðir til aðstoðar fyrirtækjum í borginni eru því miður rýrar í roðinu og mikið um almennt orðaðar viljayfirlýsingar,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fyrirtækin mun ánægðari með aðgerðir ríkisins en sveitarfélaga

Mikill munur er á afstöðu félagsmanna Félags atvinnurekenda til aðgerða ríkisins til stuðnings fyrirtækjum vegna heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar og til aðgerða sveitarfélaganna í sama skyni. Fyrirtækin eru mun ánægðari með aðgerðir ríkisins. Þetta er á meðal niðurstaðna könnunar, sem FA gerði á meðal félagsmanna sinna og lauk í dag. Fyrirtækin hafa orðið fyrir miklum neikvæðum áhrifum af heimsfaraldrinum en stjórnendur þeirra eru engu að síður bjartsýnir á að þau komist í gegnum erfiðleikana.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Öll á sama báti

Eitt af því sem einkennir íslenzkt samfélag frá degi til dags er argaþras, þar sem sífellt er stillt upp andstæðum hagsmunum eða mismunandi sjónarmiðum. Síðustu vikur hafa hins vegar verið dálítið óvenjulegar. Það er ákveðin ró yfir fólki og kyrrð yfir samfélaginu. Vinnan og orkan fer í að halda samfélagi okkar gangandi við erfiðar og krefjandi aðstæður. Og hvað er það fyrsta sem við leggjum til …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fjarfundir með félagsmönnum FA

Frá fundi stjórnar og starfsmanna FA á Zoom.

Fjarfundaforritið Zoom er einfalt í notkun og hefur m.a. verið notað fyrir starfsmanna- og stjórnarfundi FA að undanförnu. Sendur verður hlekkur á fundina til skráðra félagsmanna í góðan tíma fyrir fund. Gert er ráð fyrir að fyrirspurnum sé beint til frummælenda í gegnum spjallborð forritsins. Hér að neðan er hægt að skrá sig á fundina, annan hvorn eða báða, með því að haka við viðkomandi fund.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tveggja metra reglan og handþvottur í gildi til langs tíma

Reglan um tveggja metra fjarlægð á milli fólks og sóttvarnaráðstafanir á borð við handþvott og sprittun eru lykilatriði í að vernda fólk og fyrirtæki fyrir COVID-19 veirunni og verða í gildi áfram, þótt slakað verði á samkomubanni. Þetta kom fram í máli Írisar Marelsdóttur, verkefnisstjóra á sóttvarnasviði embættis landlæknis, á fjarfundi með félagsmönnum FA í dag. Íris lagði áherslu á ábyrgð …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Innflutningsverzlun og öryggi almennings

Ísland er harðbýlt land og hagkerfið lítið og fremur einhæft. Ekki er hægt að framleiða innanlands nema lítinn hluta þeirra nauðsynja sem landsmenn þurfa á að halda. Ísland er því háðara innflutningi en mörg önnur lönd – og um leið háðara útflutningi en flest önnur hagkerfi, ekki sízt þar sem við eigum gjöful fiskimið og flytjum út margfalt meiri sjávarafurðir en við neytum sjálf. Af þessum sökum á Ísland meira undir frjálsum og greiðum milliríkjaviðskiptum en flest önnur ríki.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ekki hrifinn af tollmúrum

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var gestur á fjarfundi með félagsmönnum Félags atvinnurekenda í morgun. Bjarni fór þar yfir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar til að bregðast við heimsfaraldri COVID-19 veirunnar og svaraði fyrirspurnum félagsmanna.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Stjórn FA: Sveitarfélög auðveldi fyrirtækjum að komast út úr kreppunni með lækkun fasteignaskatta

„Stjórn Félags atvinnurekenda hvetur sveitarfélögin eindregið til að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár. Íþyngjandi skattbyrði vegna hækkana fasteignamats undanfarin ár gerir fyrirtækjum víða um land erfitt fyrir að ná sér á strik eftir kreppuna vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Viðhöldum við nýju vinnubrögðunum?

Mörg fyrirtæki þurftu að gerbreyta starfsháttum sínum á meðan heimsfaraldur COVID-19 veirunnar reis hæst hér á landi. Á meðan bann gilti við að fleiri en 20 væru saman í rými, ferðalög voru nánast óhugsandi og algengt var að starfsmenn væru í sóttkví eða einangrun, þurfti að hugsa út fyrir rammann og nota nýjar lausnir til að tryggja áframhaldandi rekstur. Algengt varð að meirihluti starfsmanna fyrirtækja væri í fjarvinnu og fundir færðust úr fundarherbergjum á netið. Notkun margs konar fjarfunda- og hópvinnuforrita margfaldaðist á ótrúlega stuttum tíma og mörg kunnum við núna á alls konar græjur sem við þekktum hvorki haus né sporð á í byrjun ársins.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Yfirlit um aðgerðir stjórnvalda

Alþingi hefur samþykkt lög um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitenda. Lögin fela í sér að laun sem greidd eru samhliða minnkuðu starfshlutfalli koma ekki til skerðingar á atvinnuleysisbótum. Úrræðið gilti í upphafi fyrir tímabilið 15. mars til 1. júní 2020 en var síðar framlengt til loka ágúst 2020.Tekjur þeirra sem hafa 400.000 krónur eða minna í laun á mánuði skerðast ekki …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Lokuðu vegna fyrirmæla stjórnvalda en fá ekki lokunarstyrk

Skatturinn hefur neitað Leiðtogaþjálfun ehf., einkaleyfishafa Dale Carnegie á Íslandi, um lokunarstyrk þrátt fyrir að starfsemi fyrirtækisins hafi verið lokað tímabundið í lok mars vegna fyrirmæla stjórnvalda. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu. 

Leiðtogaþjálfun sótti í júní sl. um lokunarstyrk samkvæmt lögum nr. 38/2020 um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfar…[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Þörf á endurskoðun stuðningsaðgerða við fyrirtækin

Félag atvinnurekenda telur nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði stuðningsaðgerðir við fyrirtæki vegna heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar, annars vegar með hliðsjón af því hvaða úrræði hafa nýst vel og hver ekki og hins vegar með tilliti til þess að faraldurinn virðist munu vara lengur en gert var ráð fyrir síðastliðið vor. Framkvæmdastjóri FA ræddi málið í viðtali á Stöð 2 í gærkvöldi, sem sjá má í spilaranum hér …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Stuðningsaðgerðir 2.0

Stuðningsaðgerðir stjórnvalda við fyrirtæki vegna heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar hafa í meginatriðum reynzt vel og auðveldað atvinnulífinu að takast á við afleiðingar faraldursins. Félag atvinnurekenda hefur þó vakið athygli á því að undanförnu að endurskoða þurfi stuðningsaðgerðirnar í heild, annars vegar með hliðsjón af því hvað hefur virkað vel og hvað ekki og hins vegar með tilliti til þess að faraldurinn er langdregnari en …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Eins eða tveggja metra regla í fræðslufyrirtækjum?

Ljósmynd: Dale Carnegie

Félag atvinnurekenda hefur sent menntamálaráðherra erindi og farið fram á að skýrt verði hvort einkareknum fræðslufyrirtækjum verði gert að fylgja reglu um eins eða tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga í starfsemi sinni. FA vísar til auglýsingar heilbrigðisráðherra, sem tók gildi 14. ágúst, en þar segir að í „leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum“ sé  heimilt að hafa einn metra á milli einstaklinga í stað tveggja, sem annars gildir.

Á vegum ýmissa félagsmanna FA, einkarekinna fræðslufyrirtækja, er rekin starfsemi sem að flestu leyti er sambærileg við skólastarf …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

70% félagsmanna nýta stuðningsúrræði

Rétt um 70% félagsmanna FA, sem svöruðu könnun félagsins, nýta einhver stuðningsúrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar. Langmest er nýtingin á hlutabótaleiðinni, sem 49,3% hafa nýtt sér, og á frestun greiðslu opinberra gjalda, sem 53,3% hafa notfært sér.  Könnunin var gerð fimmtudaginn 20. ágúst til mánudagsins 24. ágúst. Af 164 fyrirtækjum með beina félagsaðild svöruðu 73, sem er um 45% svarhlutfall.

Af öðrum niðurstöðum í könnuninni má nefna eftirfarandi:

…[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Eins metra reglan gildir í fræðslufyrirtækjum innan FA

Mynd: Dale Carnegie

Heilbrigðisráðuneytið hefur fallist á að eins metra nálægðarregla verði látin gilda í einkareknum fræðslufyrirtækjum sem eru félagsmenn í Félagi atvinnurekenda, rétt eins og í framhalds- og háskólum. Erindi, sem FA sendi menntamálaráðuneytinu 20. ágúst síðastliðinn, var vísað til heilbrigðisráðuneytisins til úrlausnar. Innan raða FA eru fyrirtæki sem starfrækja margvíslega fræðslu og þjálfun í námskeiðsformi.

FA hefur undanfarnar tvær vikur leitast við að fá á hreint hjá stjórnvöldum hvort sömu reglur gildi …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA óskar eftir skýrum línum um lokunarstyrki

Félag atvinnurekenda hefur sent heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra erindi, þar sem hvatt er til þess að stjórnvöld greini þegar í stað frá því hvernig staðið verði að aðstoð við fyrirtæki, sem skikkuð eru til að loka starfsemi sinni vegna sóttvarna með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra, sem var birt í gærkvöldi.

Í reglugerðinni er kveðið á um að loka skuli skemmtistöðum, krám og spilasölum frá og með deginum í dag …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ekki sækja um undanþágur nema annað sé fullreynt

Fyrirtæki ættu ekki að sækja um undanþágur frá 10 manna samkomutakmörkunum nema öll önnur ráð til að tryggja áframhaldandi rekstur séu fullreynd. Þetta var á meðal þess sem fram kom á fjarfundi fulltrúa sóttvarnalæknis með félagsmönnum Félags atvinnurekenda í morgun.

Þar var farið yfir stöðu faraldursins, árangurinn af sótt…[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hverfandi líkur á vöruskorti fyrir jólin

Mynd: Júlíus Sigurjónsson

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, var gestur á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Í svari við spurningu fréttamanns sagði Ólafur að hverfandi líkur væru á vöruskorti í verslunum fyrir jólin. „Flutn­ing­ar til lands­ins hafa gengið al­veg ótrú­lega vel. Það geta verið ein­hverj­ar mjög af­markaðar vör­ur sem menn eru í vand­ræðum með að út­vega en það er þá kannski frek­ar vegna ein­hverra vand­ræða við fram­leiðslu er­lend­is. Það hafa nátt­úru­lega komið ein­hverj­ir hikst­ar í hina alþjóðlegu aðfanga­keðju en hún hef­ur heilt yfir gengið al­veg ótrú­lega vel þannig …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Viðurkenning á mikilvægi einkageirans

Fyrir íslenzkt atvinnulíf er mikilvægast að við náum tökum á kórónaveirufaraldrinum með  bólusetningu þorra landsmanna þannig að aflétta megi hömlum og fyrirtæki starfi við eðlilegar aðstæður.

Gera má ráð fyrir að eitthvert framhald verði á stuðningsaðgerðum stjórnvalda við atvinnulífið vegna faraldursins. Félag atvinnurekenda hefur lagt megináherzlu á að slíkar aðgerðir séu almennar …[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/VMvS0s5DyVM“ title=“Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Fagkaupa“][vc_video link=“https://youtu.be/agXGTFI9HaE“ title=“Hildur Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Satúrnusar og Ömmu músar“][vc_video link=“https://youtu.be/akrNMpMA3og“ title=“Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar“][vc_video link=“https://youtu.be/lKDytYJNM7A“ title=“Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Leiðtogaþjálfunar / Dale Carnegie“][/vc_column][/vc_row]