Sykurneysla minnkar án skatta

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Félagið gagnrýndi harðlega ný áform heilbrigðisráðherra um að leggja á sykurskatt að tillögu Landlæknisembættisins. Meðal annars benti FA á að slík skattlagning myndi flækja kerfi neysluskatta á ný og bæri vott um forsjárhyggju.

Í erindi til heilbrigðisráðherra benti félagið á að Landlæknisembættið byggði tillögur sínar á gömlum og úreltum tölum og vitnaði til nýrra gagna, sem sýna ótvírætt að hlutdeild sykraðra drykkja í gosneyslu hefur dregist hratt saman undanfarin ár, án skattlagningar á borð við þá sem ráðherra hefur boðað.

FA hefur ítrekað boðið fram samstarf við heilbrigðisráðuneytið og Landlæknisembættið til að tryggja að unnið sé með réttar tölur um sykurneyslu. Þeim tilboðum hefur ekki verið svarað.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA gagnrýnir áform um nýjan sykurskatt

Félag atvinnurekenda geldur varhug við áformum um nýjan sykurskatt og fleiri breytingar á skattlagningu matvæla, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kynnt fyrir ríkisstjórninni og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, gagnrýndi þessar skattatillögur í viðtali á Rás 2 í morgun.

 [/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Vanhugsaður sykurskattur

Ríkisstjórnin hyggst, að tillögu heilbrigðisráðherra, stofna starfshóp sem á að ákveða hvernig hrint verði í framkvæmd tillögum Landlæknisembættisins um að draga úr sykurneyzlu Íslendinga. Veigamesta tillagan er að færa jafnt sykraða og sykurlausa gos- og svaladrykki, ásamt sælgæti, í hærra þrep virðisaukaskatts og bæta vörugjöldum þar ofan á þannig að verðið hækki um 20%. Á móti vill embættið lækka verð á grænmeti og ávöxtum …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Skattur á óskýra hugsun

Heilbrigðisráðherra vill leggja sykurskatta á gos og sælgæti, samkvæmt tillögum sem er að finna í aðgerðaáætlun Landlæknisembættisins um hvernig draga megi úr sykurneyzlu.

Það vekur athygli á hversu lélegum gögnum Landlæknir byggir tillögur sínar. Fullyrðingar, sem ráðherrann heldur á lofti, um að þriðjungur sykurneyzlu landans komi úr gosdrykkjum, virðast byggðar á mistúlkunum á sjö til átta ára gömlum …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ríkistalan er sú rétta

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er áhugasöm um að koma á sykurskatti. Hún viðraði þau áform fyrst í fyrrasumar og vitnaði til tillagna Landlæknisembættisins um gosskatt. Í þeim var fullyrt að þriðjungur neyzlu Íslendinga á viðbættum sykri (34%) kæmi úr gos- og svaladrykkjum.

Félag atvinnurekenda skrifaði ráðherra …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA skrifar heilbrigðisráðherra: Mikil breyting á gosneyslu frá nýjustu tölum landlæknis

Félag atvinnurekenda hefur skrifað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra bréf, í tilefni af fréttum um að ráðherra hafi stofnað starfshóp til að útfæra tillögur um sykurskatt. Þar eru rakin fyrri bréf FA til ráðuneytisins, þar sem félagið býður fram samstarf við ráðuneytið og stofnanir þess um að tryggja að vinna stjórnvalda byggi á …[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/44DTwu2PNZ8″ title=“Stefán S. Guðjónsson, forstjóri John Lindsay“][vc_video link=“https://youtu.be/s08Bc05unQc“ title=“Kristín H. Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima „][vc_video link=“https://youtu.be/gb7VBcElf5U“ title=“Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna“][/vc_column][/vc_row]