Þingkosningar: Rætt um hagsmunamál fyrirtækjanna í Kaffikróknum

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Félagið vakti athygli á baráttumálum sínum með ýmsum hætti fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar voru í september. Sú leið sem mesta athygli vakti var hlaðvarpsþáttur FA, „Kaffikrókurinn“, þar sem rætt var í beinni útsendingu á Facebook við forystumenn stjórnmálaflokkanna. Til umræðu var stefna flokkanna í ýmsum hagsmunamálum fyrirtækja, til dæmis varðandi lítil og meðalstór fyrirtæki, tolla, skatta og gjöld, regluverk og samkeppni.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Kerfi fasteignaskatta verði endurskoðað

Framsóknarmenn vilja endurskoða kerfi fasteignaskatta og telja núverandi kerfi ekki ganga lengur. Þá vilja þeir þrepaskipt tryggingagjald og tekjuskatt fyrirtækja. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mætti í Kaffikrók FA og ræddi hagsmunamál fyrirtækjanna. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Raunhæft að semja við ESB um stuðning við krónuna

Upptaka evru og aðild að Evrópusambandinu er eitt af mikilvægustu málunum fyrir atvinnulífið, að mati Jóns Steindórs Valdimarssonar alþingismanns og frambjóðanda Viðreisnar. Hann var gestur í Kaffikrók FA í morgun og ræddi við Ólaf Stephensen framkvæmdastjóra um hagsmunamál fyrirtækjanna.  …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Sykurskattur ekki forgangsmál – VG leggur ekki til nýja skatta

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að flokkur hennar leggi ekki til að teknir verði upp nýir skattar þótt hann vilji breytingar á skattkerfinu. Sykurskattur, sem hefur verið talsvert til umræðu á kjörtímabilinu, sé ekki forgangsmál hjá VG. Formaður VG vill ekki áfengi í búðir, en segir að ræða þurfi þau áhrif sem tæknibreytingar hafi haft á áfengismarkaðinn. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ætlar ekki að verja tollakerfi sem veldur vöruskorti

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segist ekki ætla að verja kerfi sem valdi vöruskorti, eins og gerst hefur undanfarið vegna hárra tolla á grænmeti. Hann telur að netverslun með áfengi sé lögleg, svo lengi sem um raunveruleg milliríkjaviðskipti sé að ræða og vill afnema bann við áfengisauglýsingum og leyfa þær með skilyrðum.  …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Húsnæðisverðið gríðarlegt hagsmunamál fyrirtækja

Ríkið á að beita sér á litlum hluta fasteignamarkaðarins með fjármögnun félagslegra íbúða til að stuðla að sveiflujöfnun og hindra að hækkanir á botni markaðarins hafi áhrif á hann allan. Þetta er að mati Kristrúnar Frostadóttur, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, „risastórt hagsmunamál atvinnurekenda“ af því að hækkanir húsnæðisverðs þrýsta á launahækkanir. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samkeppniseftirlitið ætti að vera með útibú í Skagafirði

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður og oddviti Pírata í Reykjavík suður, segir að efla eigi Samkeppniseftirlitið og það ætti helst að vera með útibú í Skagafirði. Píratar telja að borgaralaun hvetji fólk til að vinna fremur en letji og vilja allan fiskafla á fiskmarkað. Þetta var á meðal þess sem fram kom í samtali Björns Leví og Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra FA, í Kaffikróknum í morgun.  …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tíu hagsmunamál fyrirtækjanna sem ættu heima í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar

Í aðdraganda alþingiskosninganna á laugardag birti Félag atvinnurekenda á samfélagsmiðlum tillögur um tíu hagsmunamál fyrirtækja, sem ættu heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Hér er þessum málum safnað saman á einn stað …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Lítil og meðalstór fyrirtæki vænta mikils af nýjum stjórnarsáttmála

Flokkarnir þrír sem farið hafa með stjórn landsins undanfarin fjögur ár eru nú í viðræðum um framhald á stjórnarsamstarfi sínu eftir að stjórnin jók meirihluta sinn í þingkosningunum á laugardag. Gera má ráð fyrir að áherzlur í stjórnarsamstarfinu taki einhverjum breytingum; innbyrðis valdahlutföll eru breytt og flokkarnir settu önnur mál á oddinn fyrir þessar kosningar en þær síðustu. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/lbLeRwVNKu4″ title=“Guðrún Helga Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Z-brauta og gluggatjalda“][vc_video link=“https://youtu.be/YWbxsQyF3W4″ title=“Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers“][vc_video link=“https://youtu.be/wUHeydediiM“ title=“Jakob Hrafnsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Escape“][/vc_column][/vc_row]