Þrýst á ríkið að greiða fyrir samkeppni

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA hvatti stjórnvöld til að efla samkeppni á ýmsum sviðum, þar sem þau höfðu sýnt tómlæti og jafnvel látið úrskurði og tilmæli Samkeppniseftirlitsins sem vind um eyrun þjóta. Félagið hvatti meðal annars til aðgerða í þágu frjálsrar samkeppni í sjávarútvegi, mjólkuriðnaði og millilandaflugi. Þá lagði FA til að tekið yrði upp samkeppnismat á allri löggjöf sem varðar atvinnulífið, en slíkt hefur OECD lagt til.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Áhugaleysi stjórnvalda um samkeppni

Samkeppniseftirlitið stóð undir lok ársins fyrir fundi undir yfirskriftinni „Áhrif stjórnvalda á samkeppni“. Frummælandi var sérfræðingur frá OECD, sem fjallaði um mikilvægi þess að meta kerfisbundið áhrif laga og reglna á samkeppni. Þá er ekki átt við samkeppnislöggjöfina, heldur alls konar aðra löggjöf og stjórnvaldsfyrirmæli, sem geta falið í sér samkeppnishindranir.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðherra aðhefst ekkert í samkeppnismálum í sjávarútvegi

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur svarað bréfi FA og SFÚ (Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda) frá 2. desember síðastliðnum. Þar var sjávarútvegsráðherra hvattur til að grípa til aðgerða til að draga úr samkeppnishindrunum í sjávarútvegi í samræmi við álit Samkeppniseftirlitsins frá því árið 2012.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA varar við afnámi samkeppnismats

Samkvæmt drögum að frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á lögum um opinber innkaup á að fella út úr lögunum ákvæði um svokallað samkeppnismat, sé opinberri stofnun heimilað að bjóða út innkaup í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins. Félag atvinnurekenda geldur varhug við þessari breytingu og hefur rökstutt það í umsögn um frumvarpsdrögin, sem hefur verið send fjármálaráðuneytinu.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samkeppnissektir munu hækka – ESA meira áberandi í íslenskum samkeppnismálum

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, mun láta meira til sín taka með beinum hætti í íslenskum samkeppnismálum. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Gjermunds Mathiesen, yfirmanns samkeppnismála hjá ESA, á fundi Samkeppniseftirlitsins í morgun.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA spyr ráðherra um samkeppnishömlur á Keflavíkurflugvelli

Félag atvinnurekenda hefur skrifað Ólöfu Nordal innanríkisráðherra bréf og spurt hvað hún hafi gert til að bregðast við áliti Samkeppniseftirlitsins frá því í október, um samkeppnishindranir við úthlutun á brottfarartímum á Keflavíkurflugvelli.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Langur texti, lítil svör

Fiskvinnslufyrirtæki án útgerðar og útgerðir sem ekki reka fiskvinnslu standa höllum fæti í samkeppni við lóðrétt samþætt útgerðar- og vinnslufyrirtæki. Þessu var slegið föstu í áliti Samkeppniseftirlitsins árið 2012, sem gefið var út í kjölfar kvörtun SFÚ til samkeppnisyfirvalda.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samkeppnin í Leifsstöð

Óhætt er að fullyrða að íslenzk stjórnvöld séu fremur áhugalaus um að greiða fyrir virkri samkeppni á markaði og sinni lítt eða ekki tilmælum Samkeppniseftirlitsins og alþjóðastofnana um að ríkið grípi til aðgerða í þeim tilgangi. Hins vegar er ríkið og stofnanir þess oft áhugasamt um samkeppni – þ.e. eigin samkeppni við einkarekin fyrirtæki. Ríkisfyrirtækið Isavia er prýðilegt dæmi um þessa þversögn.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Sjö mánaða þögn ráðuneytis um tilmæli Samkeppniseftirlitsins

Félag atvinnurekenda hefur ítrekað fyrirspurn sína til Ólafar Nordal innanríkisráðherra, um það til hvaða aðgerða ráðuneytið hafi gripið til að tryggja virka samkeppni við úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Samkeppniseftirlitið beindi tilmælum til ráðherra 22. október 2015, í framhaldi af kvörtun Wow Air. Engin viðbrögð við tilmælunum hafa komið frá innanríkisráðuneytinu í meira en sjö mánuði, að minnsta kosti ekki opinberlega.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Vinnu við að efla samkeppni í millilandaflugi lýkur í haust

Innanríkisráðuneytið hefur svarað fyrirspurn Félags atvinnurekenda um viðbrögð sín við tilmælum Samkeppniseftirlitsins um aðgerðir til að draga úr samkeppnishömlum við úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Hyggst ráðuneytið ljúka í haust vinnu við að meta það svigrúm sem stjórnvöld hafa til að stuðla að aukinni samkeppni í áætlunarflugi um Keflavíkurflugvöll.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA skorar á Alþingi að afnema undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum

Félag atvinnurekenda skorar á nýtt Alþingi að nema hið fyrsta úr gildi undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppnislögum. Í nýjum úrskurði Áfrýjunarnefndar samkeppnismála kemst meirihluti nefndarinnar að þeirri niðurstöðu að ákvæði búvörulaga víki samkeppnislögum til hliðar og Mjólkursamsölunni hafi verið heimilt að mismuna keppinautum sínum með því að selja þeim hrámjólk á hærra verði en samstarfsfyrirtækjum MS.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/AOu5pCHfEL0″ title=“Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber“][vc_video link=“https://youtu.be/D0WGxK6o6w4″ title=“Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr.is“][vc_video link=“https://youtu.be/vpbu0HL2das“ title=“Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar og fráfarandi formaður FA“][/vc_column][/vc_row]