Tollamálin enn á dagskrá

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Tollamál hafa verið eitt af stærstu viðfangsefnum FA og árið 2020 var ekki undantekning frá því. FA benti m.a. á neikvæð áhrif fyrir neytendur af breytingum sem gerðar voru á búvörulögum í árslok 2019. Félagið snerist til varnar fyrir tollasamning Íslands og Evrópusambandsins, sem skilað hefur neytendum og verzluninni miklum ávinningi en hagsmunaöfl í landbúnaðinum vildu segja upp. Þá brást FA við ásökunum um tollasvindl við innflutning á pitsuostum. Félagið fordæmdi slíkt svindl, en fann engin dæmi um það hjá félagsmönnum sínum. Gömul baráttumál eins og lækkun 76% tolls á frönskum kartöflum vöru áfram á dagskrá.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Skortur á innlendum kartöflum og þær innfluttu hækka

Horfur eru á að skortur verði á íslenskum kartöflum í verslunum á næstu vikum. Jafnframt stefnir í að innfluttar kartöflur verði á umtalsvert hærra verði en á sama tíma í fyrra þar sem Alþingi felldi úr búvörulögum ákvæði sem heimila ráðherra að lækka eða fella niður tolla af innflutningi ef skortur er á innlendri framleiðslu og ákvað að tollar skyldu lagðir á kartöflur allt árið …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tollar hækka grænmetisverð – engin innlend framleiðsla

Tollar hækkuðu á miðvikudaginn, 1. júlí, á nokkrum tegundum innflutts grænmetis. Það mun hækka verð og leiða til þess að neytendur þurfa að greiða mun meira fyrir vörurnar á næstu vikum en á sama tíma í fyrra. Ekkert framboð er af viðkomandi grænmetistegundum frá innlendum framleiðendum og eru því lagðir á verndartollar án þess að nokkuð sé að vernda …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Verðhækkanir í boði Alþingis

Tollar hækkuðu í byrjun mánaðarins á nokkrum grænmetistegundum, t.d. gulrótum, kínakáli og spergilkáli. Þetta eru verndartollar, hugsaðir til að vernda innlenda framleiðslu fyrir erlendri samkeppni. Verðhækkunin er mikil; á vörurnar leggst 30% verðtollur og að auki magntollar upp á 136-282 krónur á hvert kíló. Útsöluverðið getur tvöfaldazt og gott betur.

Þetta er vondur díll fyrir neytendur og verður öllu verri þegar rennur upp fyrir fólki að innlenda framleiðslan, sem meiningin er að vernda …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Nokkrar staðreyndir um kjötinnflutning

Fjölmiðlar hafa flutt okkur fréttir af því undanfarna daga að þungt hljóð sé í bændum vegna lækkunar afurðastöðva á verði sem þær greiða þeim fyrir kjöt. Bæði afurðastöðvar og bændur nefna tollfrjálsan innflutning á kjöti sem afgerandi orsakaþátt í slæmri stöðu innlendra kjötframleiðenda. Sumir taka býsna djúpt í árinni; einn viðmælandi fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis úr hópibænda talaði um „stjórnlausan innflutning“ og annar sagði að það væri …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fröllur og frjálst snakk

Lítill hluti íslenzks atvinnulífs býr enn við verndartolla. Þar er fyrst og fremst um landbúnað að ræða, en sum iðnaðarframleiðsla er enn tollvernduð og það ekki með neinum smáræðis tolli, heldur upp á 76%, sem er Íslandsmet í hlutfallslegri skattheimtu.

Hér er átt við toll á franskar kartöflur. Um 95% neyzlu íslenzkra heimila á þeim eru innfluttar vörur, sem bera þennan fáránlega háa toll – nema þær komi frá ríkjum Evrópusambandsins eða Kanada …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tollasvindl er óþolandi

Forsvarsmenn landbúnaðarins hafa undanfarið vakið athygli á gruni um tollasvindl, vegna þess að tölum um útflutning landbúnaðarvara frá Evrópusambandinu til Íslands og innflutningstölum Hagstofunnar beri ekki saman. Talsmenn Bændasamtakanna – og reyndar líka Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra – hafa ýjað að því að hið meinta svindl hafi eitthvað með samning Íslands og ESB um gagnkvæma fríverzlun með landbúnaðarvörur að gera. Það er reyndar …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Einfaldari tollskrá – auðveldara eftirlit

Félag atvinnurekenda fagnar þeirri vinnu sem unnin hefur verið á vegum fjármálaráðuneytisins og Skattsins til að skýra misræmi í tölum um viðskipti milli Íslands og Evrópusambandsins. Starfshópur ráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að árin 2017-2019 hefði verið 4% munur á milli talna ESB um útflutning á kjöti til Íslands og talna Íslands um innflutning frá sambandinu, en munurinn í mjólkurvörum hefði verið 21%. Í minnisblaði, sem hópurinn skilaði með …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Eru forsendur tollasamnings við ESB brostnar?

Tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins frá 2015 hefur verið til umræðu á síðum Morgunblaðsins undanfarið og hvatt til þess að honum verði sagt upp eða hann endurskoðaður. Greinarhöfundar sem sett hafa fram slíkar hvatningar, t.d. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins (10. október), og Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda (22. október), virðast vilja að klukkunni verði snúið til baka …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráð sem duga

Það gengur víst ekki nógu vel hjá landbúnaðinum þessa dagana. Einhver gæti ætlað að við því vildu forystumenn hans bregðast með nýsköpun, vöruþróun og markaðssókn eins og fyrirtæki gera stundum þegar ekki gengur nógu vel. En önnur og miklu betri ráð hafa verið dregin upp úr hattinum.

Háværasta tillagan þessa dagana er að segja upp tollasamningi …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ekkert svindl við innflutning félagsmanna FA á pitsuosti

Talsvert hefur verið fjallað að undanförnu um misræmi í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenskra stjórnvalda um innflutning. Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að lítið misræmi væri í tölum um kjötviðskipti, en á árunum 2017-2019 hefði 21% meira verið flutt út af mjólkurvörum til Íslands samkvæmt tölum ESB en íslensk tollayfirvöld hefðu skráð inn til landsins …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tollverndin er ríkust á Íslandi

Í nýrri skýrslu um þróun tollverndar, sem unnin var á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og birt á þriðjudag, kemur skýrt fram að tollvernd fyrir innlendan landbúnað er ríkust á Íslandi af vestrænum ríkjum. Þetta stangast mjög á við villandi útreikninga, sem forystumenn innan Bændasamtaka Íslands hafa látið …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Neytendur njóta góðs af tollasamningi og breyttri útboðsaðferð tollkvóta

Neytendur hafa notið góðs af tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins og þeirri breyttu aðferð við útboð á tollkvótum, sem tekin var upp á árinu. Það kemur skýrt fram í  nýrri skýrslu verðlagseftirlits Alþýðusambandsins sem gerð var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR). Verð á innfluttum kjötvörum og ostum, þar sem tollkvótar hafa stækkað í samræmi við tollasamninginn, hækkaði mun minna en við mátti búast vegna veikingar …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Gríman felld

Það er vinsælt þessa dagana að vera með grímu – og þarft. Jafnvel skylda. Þó eru þeir til sem hafa einmitt nú á aðventunni fellt grímu sem þeir hafa lengi borið.

Félag atvinnurekenda hefur lengi gagnrýnt það fyrirkomulag að bjóða upp tollkvóta fyrir búvörur; tollfrjálsar innflutningsheimildir sem samið er um í alþjóðasamningum. Vegna þess að mikil eftirspurn er …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Endurskoðun tollasamnings þýðir meira frjálsræði

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti í dag að hann hefði óskað eftir viðræðum við Evrópusambandið um endurskoðun á tollasamningi Íslands og ESB frá 2015, sem tók gildi árið 2018. Félag atvinnurekenda skorar á ráðherrann að beita sér í þeim viðræðum fyrir enn frekari útvíkkun fríverslunar með matvörur á milli Íslands og ríkja ESB, í samræmi við 19. grein EES-samningsins. Samningurinn skuldbindur báða aðila til að halda áfram viðleitni sinni til …[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/VMvS0s5DyVM“ title=“Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Fagkaupa“][vc_video link=“https://youtu.be/agXGTFI9HaE“ title=“Hildur Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Satúrnusar og Ömmu músar“][vc_video link=“https://youtu.be/akrNMpMA3og“ title=“Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar“][vc_video link=“https://youtu.be/lKDytYJNM7A“ title=“Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Leiðtogaþjálfunar / Dale Carnegie“][/vc_column][/vc_row]