Félag atvinnurekenda vinnur að því að ná fram tólf aðgerðum sem bæta umhverfi minni og meðalstórra fyrirtækja sem eru 90% allra fyrirtækja í landinu. Tillögur félagsins í tólf liðum voru upphaflega settar fram í september 2013 undir merkjum Falda aflsins. Þrjár tillögur hafa þegar náð fram að ganga og hafa nýjar komið í staðinn, þannig að stöðugt er unnið í tólf málum.
Félag atvinnurekenda leggur til skilvirkar almennar aðgerðir sem ætlað er að leysa úr læðingi það falda afl sem býr í minni og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi. Aðgerðirnar auka skilvirkni, skapa verðmæti og ýta þar með undir æskilega framleiðni og nauðsynlegan hagvöxt í samfélaginu.
Nauðsynlegt er að stórauka hvata til fjárfestinga í atvinnulífinu og einkaframtaks en sá hluti hefur verið í skrúfstykki óskilvirks regluverks í nokkur ár. Með einfaldara skattkerfi, umbótum í samkeppnisumhverfi og hagkvæmari fjármögnunarmöguleikum fyrirtækja væri hægt að leysa úr læðingi gríðarlegt afl íslenskra fyrirtækja sem í dag er flestum falið. Afl fjárfestinga og einkaframtaks.
Tökum afstöðu með sjálfum okkur. Styðjum við tólf tillögur Félags atvinnurekenda í þágu 90% fyrirtækja landsins, fyrirtækjanna sem við störfum hjá.
Hér að neðan má sjá tillögur Félags atvinnurekenda. Smelltu á fyrirsögnina til að lesa nánar um hverja tillögu.
Upphaflegar tillögur Félags atvinnurekenda má sjá hér í heild sinni á pdf formi