Hagsmunamál FA

Félag atvinnurekenda er í stöðugri hagsmunabaráttu fyrir félagsmenn sína. Hér eru nokkur dæmi um mál sem FA hefur tekið að sér undanfarið.

Ísland Express ehf. gegn Ríkiskaupum/ íslenska ríkinu

Brot á lögum um opinber innkaup

Þann 29. maí 2009 gerði fjármálaráðuneytið samning við Icelandair ehf. um afslátt frá flugfargjöldum og önnur sérkjör. Eftir kæru Ísland Express ehf. til kærunefndar útboðsmála taldi kærunefndin að samningurinn hefur verið gerður í andstöðu við ákvæði laga um opinber innkaup þar sem um útboðsskyld kaup var að ræða. Í kjölfarið bauð Ríkiskaup út kaup á flugmiðum í millilandaflugi í mars 2011 og skiluðu Ísland Express ehf. og Icelandair ehf. inn tilboðum. Báðum tilboðum var tekið og gerður rammsamningur við bæði félög. Ríkiskaup neitaði að afhenda Ísland Express ehf. afrit af…

Nánar

 

Skakkiturn ehf. gegn Tollstjóra.

Tollflokkun á Ipod Touch

Deilt var um tollflokkun á vörunni Ipod Touch. Tollstjóri flokkaði vöruna í flokk nr. 8521.9029, sem hljóð – og myndflutningstæki en kærandi krafðist þess að varan yrði tollflokkuð í tollskrárnúmer 8471.3000, sem sjálfvirk gagnavinnsluvél. Sá flokkur bar engan toll og engin vörugjöld. Ríkistollanefnd féllst ekki á kröfu kæranda og staðfesti niðurstöðu Tollstjóra. Krafist var endurskoðunar á umræddri ákvörðun fyrir dómstólum en málinu vísað…

Nánar

 

Tollflokkun á Ribena ávaxtaþykkni

Deilt var um tollflokkun á vörunni Ribena Solber Light. Óskað var eftir bindandi áliti til tollstjóra um tollflokkun á vörunni og samkvæmt áliti tollstjóra tollflokkaði vöruna í tollskrárnúmer 2106.9039. Kærandi, Icepharma hf., krafðist þess að bindandi álit Tollstjóra yrði fellt úr gildi og varan tollflokkuð í tollskrárnúmer 2009.8026. Ríkistollanefnd féllst á kröfu kæranda og felldi álit Tollstjóra úr gildi sem og tollflokkaði vöruna skv. kröfu kæranda, þ.e. í tollskrárnúmer 2106.9039. Vörugjöldin eru því 16 kr. á hvern lítra í stað 160 kr. áður. Ljóst er að heildaráhrif þessara breytinga nema tugmilljónum á hverju ári.

 

Auknar skattaálögur

Auknar skattaálögur virðast hafa mikil áhrif á rekstur þeirra fyrirtækja sem tilheyra Félagi atvinnurekenda. 52% þátttakenda í könnun sem framkvæmd var í janúar segja fyrirtæki sitt hafa þurft að grípa til hagræðingaaðgerða beinlínis vegna aykinna skattaálaga. Í flestum tilfellum er um að ræða fyrirtæki sem tilheyra flokki Iðn-, rekstrar-, byggingar- og rafvörufyrirtækja. Þá er einnig algengt að fyrirtæki á matvæla- og áfnegismarkaði telji auknar skattaálögur skaðlegar.

Nánar

 

Barist gegn endurupptöku vörugjalda

Þann 1. september 2009 var gamall draugur – vörugjöld á ýmsar vörur – vakinn upp að nýju. FA (þá FÍS) beitti sér mjög gegn þessum áformum. Félagið skrifaði bréf til fjármálaráðherra sem fylgt var eftir af krafti og einnig var nýrri skattlagningu mótmælt á blaðamannafundi um efnahagstillögur FA. Á fundinum var stillt upp dæmum um vörur sem bera vörugjöld annars vegar og sambærilegar vörur sem ekki bera vörugjöld. Þessi samanburður var sláandi og vakti mikla athygli.

Nánar

 

Eingarhald banka á atvinnufyrirtækjum 

FA hefur beitt sér fyrir gagnsæi hvað varðar eignarhald banka á fjármálafyrirtækjum. Félagið lét m.a. til sín taka í umsögn um frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki sem kom fram á fyrri hluta ársins 2010. Þar lagði félagið áherslu á að löggjöfin væri ennþá skýrari hvað varðar þetta mikilvæga mál. Nokkur árangur náðist, t.d. bættist við skýrara ákvæði um tímafresti eingarhalds fjármálafyrirtækja á fyrirtækjum í óskyldum rekstri.

Nánar

 

Endurútreikningar gengistryggðra lána

Endurútreikningar gengistryggðra lána voru mikið í deiglunni árið 2011. Beina brautin, sameiginlegt átak stjórnvalda og ýmissa hagsmunasamtaka, skilaði hraðari úrlausn mála. Nokkrar hindranir voru þó á veginum og þröngsýn afstaða banka til fordæmis-gildis dóma um gengistryggð lán hafði þó nokkur áhrif á málshraðann. Segja má að úrlausn þessara mála sé langt komin, en því miður eru ennþá álitamál á lofti varðandi hvað nákvæmlega telst til gengistryggingar.

Nánar