Úr starfsemi ársins 2015

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“4138″ img_size=“920×425″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/4″][vc_accordion title=“Fréttir og fjölmiðlar“ el_class=“valmynd“][vc_accordion_tab title=“Janúar 2015″][vc_column_text]Yfir 300 milljónir úr vasa neytenda til ríkisins
Vörugjöld í sögulegu ljósi
Farmiðakaup ríkisins í Kastljósi
Fundur um reglubyrði atvinnulífsins
Varan verður að vera undir tolleftirliti
Undið ofan af öfugum samruna
Vildarpunktar og farmiðakaup ríkisins
Misráðið að fækka valkostum Íslands
Tilkynningaskylda í stað leyfisveitinga
Aðalfundur FA verður 11. febrúar

Sjá allar fréttir í janúar 2015[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Febrúar 2015″][vc_column_text]Skattaafsláttur vegna fjárfestingar í nýsköpun í undirbúningi
Ný stjórn Félags atvinnurekenda
Myndir frá aðalfundi FA
Staðan á tillögum Falda aflsins
Meirihluti segir gjaldtöku ekki í samræmi við veitta þjónustu
FA krefst upplýsinga um farmiðakaup ríkisins
Íslandspóstur eins og fíll í postulínsbúð
Vetrarfríin oft streituvaldur fremur en samverustund
Njarðarskjöldurinn og Freyjusómi afhentir

Sjá allar fréttir í febrúar 2015[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Mars 2015″][vc_column_text]Af hverju er innflutta kjötið dýrt?
Ríkið stefnir að farmiðaútboði fljótleg
Stjórn FA bregst við skýrslu um dagvörumarkaðinn
Opinn félagsfundur um gengislán
Útboðsgjald fyrir tollkvóta ólögmætur skattur
Þriðjungur gengislána fyrirtækja enn í ágreiningi
FA krefst endurgreiðslu útboðsgjaldsins
Úr höftum með evru? Ný sviðsmyndagreining kynnt
Losun hafta auðveldari með evru
FA ítrekar kröfu um endurgreiðslu ólögmæts útboðsgjalds

Sjá allar fréttir í mars 2015[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Apríl 2015″][vc_column_text]Ísland dregið ellefu sinnum fyrir EFTA-dómstólinn á einu ári
Afnám 20/50-reglunnar jók skatttekjur ríkissjóðs
Ráðuneyti rýmki fyrir innflutningi til að tryggja fæðuöryggi
Markmið Evrópustefnu langt frá því að nást
Sykurskatturinn hafði engin neysluáhrif
Ríkið á ekki að vasast í samkeppnisrekstri
Fundur dagvörubirgja og samkeppnisyfirvalda
FA á sjávarútvegssýningunni í Brussel
Fáum við betri upplýsingar um gengislán?
Félagsmönnum FA fer fjölgandi
Ráðuneyti hafnar án rökstuðnings kröfu um endurgreiðslu útboðsgjalds
Kjaradeilu við VR og LÍV vísað til sáttasemjara
Kærunefnd leggur fyrir ríkið að bjóða út flugmiðakaup
Eiga milljónir inni hjá ríkinu í áfengisgjaldi

Sjá allar fréttir í apríl 2015[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Maí 2015″][vc_column_text]Meingölluð innleiðing rafrænna skilríkja
Ráðuneyti rökstyður ákvörðun sína – og þó ekki
Einföldun leyfisveitinga góð, afnám þeirra betra
Könnun verðlagseftirlits ASÍ gefur skakka mynd af verðlækkunum vegna niðurfellingar vörugjalda
Skriffinnska við vegabréfsáritanir hindrun í vegi kínverskra ferðamanna
FA styður breytingar í landbúnaðinum
VR boðar verkfall – félagsfundur FA um verkföll og áhrif þeirra
Innflytjendur þrýsta á Matvælastofnun að bjarga verðmætum
Ráðherra tryggi eftirlit með Íslandspósti
Farið yfir stöðuna vegna boðaðra verkfalla
Verkföllum frestað
FA semur við VR og LÍV

Sjá allar fréttir í maí 2015[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Júní 2015″][vc_column_text]Óboðleg stjórnsýsla atvinnuvegaráðuneytisins
Kjarasamningurinn kynntur
Ætla áfram að innheimta ólögmætt gjald
MAST hafnar því að votta innflutning – vörur fyrir tugi milljóna liggja undir skemmdum
Nýr kjarasamningur kynntur
Alþingi lækki tolla á innfluttar mjólkurvörur
Kjarasamningur Félags atvinnurekenda og VR/LÍV samþykktur
Úrelt bann við sjónvarpsauglýsingum lausasölulyfja
FA og SÍA fagna því að frumvarp um afnám banns við lyfjaauglýsingum í sjónvarpi var samþykkt á Alþingi

Sjá allar fréttir í júní 2015[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Júlí 2015″][vc_column_text]Morgunverðarfundur um tækifæri í Indlandsviðskiptum
Alþingi gengur gegn samkeppnissjónarmiðum – útboðsgjaldið fest í sessi
Matartollar og fatatollar
Innflutningskvóti ónýtist vegna verkfalls – ráðuneytið vill ekki hliðra til
Siðareglur í stað boða og banna
Útboð á farmiðakaupum ríkisins frestast
Ríkið hækkar matartollana
Tækifæri í stafrænu byltingunni í Indlandi
Stjórnendur Íslandspósts krafðir svara
FA óskar upplýsinga um tollahækkunina
Einhliða tollalækkun er engin fásinna
Stjórn Úrvinnslusjóðs starfhæf á ný
FA ítrekar áskorun um flýtimeðferð í MS-málinu

Sjá allar fréttir í júlí 2015[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Ágúst 2015″][vc_column_text]Kjarasamningur SÍA/FA og Grafíu samþykktur
ÍKV tekur á móti viðskiptasendinefnd frá Dalian
Hvað finnst fjármálaráðuneytinu um pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar?

Sjá allar fréttir í ágúst 2015[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“September 2015″][vc_column_text]Stefnumót við kínversk fyrirtæki
Útboð á flugmiðakaupum: Tekið fyrir punktasöfnun ríkisstarfsmanna
OECD: Mjólkureinokunin varin með innflutningshindrunum
OECD vill harðari stefnu: Úthlutun brottfarartíma í Keflavík samkeppnishamlandi
FA fagnar tollalækkun, harmar að tryggingagjald lækki ekki frekar
Sér ekki fyrir endann á gengislánavanda
Félagsfundur: Staða og horfur í efnahagsmálum
Kjarasamningur við RSÍ undirritaður
Vel heppnað fyrirtækjastefnumót
Einn matartoll mátti afnema: Lagt til að mjólkurlaus ís verði tollfrjáls
Aðalhagfræðingur Seðlabankans: Þörf róttækra breytinga á vinnumarkaðsmódelinu
Þétt dagskrá námskeiða í haust
Lagt til að einfalda skil og endurskoðun ársreikninga minni fyrirtækja
Jákvætt skref hjá Mjólkursamsölunni
Samsiglingar gætu lækkað vöruverð
Auknu tollfrelsi í viðskiptum við ESB fagnað
Samningur FA og RSÍ samþykktur
Nýir tollkvótar lágt hlutfall innanlandsneyslu
Hagur neytenda að fella tollmúra
Skemmtilegt og gagnlegt námskeið
Indverskar athafnakonur í boði ÍIV

Sjá allar fréttir í september 2015[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Október 2015″][vc_column_text]Miklir hagsmunir undir í Atlantsolíumálinu
Námskeið af öllum sortum
Vantar enn upp á markmið Evrópustefnu
Ódýra áfengið hækkar, það dýrara lækkar
HÍ og réttur stjórnenda til að ganga í störf undirmanna í verkfalli
Ungum frumkvöðlum boðið til Kína
Truflanir á innflutningi vegna verkfalls SFR: Matur, barnamjólk og sprautunálar föst í tolli
ÍKV 20 ára – málþing um reynsluna af fríverslun við Kína
Tollar á mat lækki um helming, falli alveg niður á alifugla- og svínakjöti
Talað fyrir daufum eyrum um tollalækkanir
Skömmtunarkerfi í innflutningi skaðar samkeppni
Hvað vernda tollar?
Kynning á skýrslu um matartolla – myndir
FA tekur undir tilmæli Samkeppniseftirlitsins
Munið að skrá ykkur á afmælismálþing ÍKV
Takmörkuð fríverslun á grunni samnings við ESB
FA skrifar Ríkiskaupum: Hvað líður farmiðaútboðinu?
Sigtryggur heiðursfélagi ÍKV
Gífurleg tækifæri en hnökrar á framkvæmdinni

Sjá allar fréttir í september 2015[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Nóvember 2015″][vc_column_text]FA kallar á ný eftir afstöðu ráðherra til pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar
Ríkið taki til í eftirlitsgjöldum
Ráðuneytið gefur ekki efnisleg svör um pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar
FA gagnrýnir drög að reglum um lyfjaauglýsingar: Of flóknar og íþyngjandi
Skattstjóri skoðar lausn vegna öfugs samruna
Ríkið í hraðvaxandi samkeppni við innlenda verslun
Álagning ÁTVR verði lækkuð til að vinna á móti verðhækkunum á áfengi
Fær verslunin að njóta sannmælis?
Lög um opinber innkaup brotin í rúmlega þrjú ár
Ráðherra fari að þriggja ára gömlum tilmælum Samkeppniseftirlitsins

Sjá allar fréttir í nóvember[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Desember 2015″][vc_column_text]Einboðið útboð
Afnámi snakktolls fagnað – en hvers á Pringlesið að gjalda?
FA og SFÚ kalla eftir afstöðu ráðherra til samkeppnishindrana í sjávarútvegi
Tryggingagjaldið lækki á ný
Neytendur myndu spara yfir 160 milljónir á niðurfellingu snakktolls – hvað verndar sá tollur?
Þingnefndin lætur undan þrýstingi – þingmaður flytur tillögu um afnám snakktolls í eigin nafni
Aukinn stuðningur við tillögu um afnám snakktolls
Afnám snakktollsins samþykkt – áfram látið reyna á lögmæti hans fyrir dómi
Enn hækkar útboðsgjaldið – neytendur tapa 330 milljónum á úreltu kerfi
Fjölgar í hópi félagsmanna FA
Helmingur fyrirtækja með gengislán hefur átt í ágreiningi við bankann
Ísland endurheimtir Evrópumet í áfengisgjöldum

Sjá allar fréttir í desember 2015[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][/vc_accordion][vc_column_text css=“.vc_custom_1454061520452{background-color: #f7f7f7 !important;}“ el_class=“namskeid“]

Námskeið í boði á vegum Félags atvinnurekenda árið 2015

Verkefnastjórnun – fyrstu skrefin
Leiðbeinandi: Sveinbjörn Jónsson

Nýjar víddir í stjórnun
Leiðbeinandi: Guðný Reimarsdóttir

Opinber innkaup
Leiðbeinandi: Daníel Isebarn Ágústsson

Samningatækni
Leiðbeinandi: Thomas Möller

Kvartanir og óánægðir viðskiptavinir
Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson

Almannatengsl og markaðsmál
Leiðbeinandi: Ólafur Stephensen

Útstillingar og framsetning vöru
Leiðbeinandi: Margrét Ingólfsdóttir

Stjórnsýsluréttur – samskipti stjórnvalda og fyrirtækja
Leiðbeinandi: Páll Rúnar M. Kristjánsson

Markmiðasetning
Leiðbeinandi: Sigríður Hulda Jónsdóttir

Viðskiptafundir: Hjartað í fyrirtækinu
Leiðbeinandi: Sigríður Snævarr[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“namskeid“]

Umsagnir um þingmál

Félag atvinnurekenda gaf umsagnir og gerði athugasemdir við fjölmörg þingmál árið 2015

– kynntu þér umsagnir FA[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/2″][vc_column_text]

Ársskýrsla FA 2015

Félag atvinnurekenda lét fjölda málefna til sín taka í þágu félagsmanna sinna og stóð fyrir ýmsum viðburðum á árinu. Smelltu á fyrirsagnirnar hér á síðunni til að kynna þér málin betur.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Árangur í baráttu fyrir lækkun matartolla

tollvernd neytendurBarátta fyrir lækkun tolla á matvörur var eitt af helstu málum Félags atvinnurekenda á árinu 2015. Félagið fagnaði áformum stjórnvalda um að fella niður tolla af öllum öðrum vörum en matvöru, en færði fyrir því rök að matartollarnir ættu að vera með í þessum áformum, enda giltu engin önnur viðskiptalögmál um viðskipti með mat en aðrar vörur.  Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tryggingagjaldið lækki

ÓlafurFA hefur lengi barist fyrir lækkun tryggingagjaldsins. Framkvæmdastjóri félagsins skrifaði í upphafi árs grein í Fréttablaðið þar sem bent var á að tryggingagjaldið væri skattur sem hefði verið lagður á til að fjármagna kostnað ríkisins vegna atvinnulausra, en væri í raun skattur sem yki atvinnuleysi því að hann hindraði að fyrirtæki bættu við sig fólki.
Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Útboð á farmiðakaupum ríkisins

Barátta FA fyrir því að ríkið bjóði út flugfarmiðakaup sín fékk mikla athygli á árinu. Fjallað var um málið í þremur þáttum Kastljóss RÚV, en þar benti FA meðal annars á að það væri skýrt brot á lögum um opinber útboð að bjóða ekki út þessi viðskipti. Þá gagnrýndi félagið að ríkisstarfsmenn fengju vildarpunkta til persónulegra nota í krafti flugferða sem farnar eru á kostnað skattgreiðenda. Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Innlegg FA í Evrópuumræðuna

FA hefur látið til sín taka í umræðum um kosti Íslands í Evrópumálum. Kannanir meðal félagsmanna undanfarin ár hafa sýnt að um 60% þeirra væru hlynntir því að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið.  Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Aðhald með Íslandspósti

Posturinn logoFA gagnrýndi ítrekað rekstur Íslandspósts, stórs ríkisfyrirtækis sem hefur markvisst fært út kvíarnar og keppir við einkaaðila á æ fleiri sviðum, allt frá sælgætis- og minjagripasölu til prentsmiðjurekstrar.

Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Athygli vakin á stöðu gengislána

Útlendir seðlarFA beitti sér fyrir því á árinu að vekja athygli á stöðu gengislána fyrirtækja og reyna að ýta við umræðum um hvernig mætti vinda ofan af þeim vanda. Í mars var haldinn opinn félagsfundur um gengislánin.

Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Breytingar á skattlagningu áfengis

ÁfengiFjármálaráðherra lagði til við Alþingi breytingar á skattlagningu áfengis á þann veg að lækka virðisaukaskatt í neðra þrep en hækka áfengisgjaldið um fimmtung á móti. FA lýsti skilningi á markmiði breytinganna, að vinna gegn skattaundanskotum í veitingageiranum, en varaði við afleiðingunum fyrir neytendur og fyrirtæki.

Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Erfiðir kjarasamningar

VöfflurÁrið 2015 var ár vinnudeilna og erfiðra kjarasamninga. Kjaradeilu FA annars vegar og VR og Landssambands íslenzkra verzlunarmanna hins vegar var vísað til sáttasemjara í lok apríl. Í framhaldinu boðaði VR verkfall og hélt FA félagsfund til að svara spurningum aðildarfyrirtækja um boðað verkfall og fara yfir réttarstöðu vinnuveitenda og launþega.

Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Regluverk lyfjageirans verði lagfært

LyfFA hélt áfram að beita sér fyrir bættu regluverki lyfjageirans. Í framhaldi af fundi félagsins í byrjun árs um regluverk atvinnulífsins var heilbrigðisráðherra sent erindi með tillögum um ýmsar lagfæringar á lagaumhverfi lyfjageirans.

Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Öflugt starf ÍKV á 20 ára afmælinu

Kína-1Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, sem FA hýsir, átti 20 ára afmæli á árinu. Starf ráðsins var öflugt á afmælisárinu. Í maí var haldin fjölsótt ráðstefna um kínverska ferðamenn á Íslandi. Tekið var á móti viðskiptasendinefndum, meðal annars frá Dalian-héraði í Kína.

Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Falda aflið á fleygiferð

Falda-aflið-sýnir-sigTalsverður árangur náðist við að fylgja eftir Falda aflinu, tólf tillögum sem FA hefur lagt fram til eflingar litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Á aðalfundi félagsins í febrúar fór Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri yfir árangurinn á árinu 2014, en einhver hreyfing var á öllum málunum það ár.

Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ábendingar og gagnrýni vegna afnáms vörugjalda

FA fagnaði því eindregið að vörugjöld voru afnumin í upphafi árs, eins og félagið hefur barist fyrir árum saman. FA varaði hins vegar við óraunhæfum væntingum um verðlagsáhrif breytingarinnar og benti í upphafi árs á að annars vegar hefðu margir innflytjendur og seljendur heimilis- og raftækja þegar lækkað verð þegar breytingin var boðuð og hins vegar ættu margir birgðir af vörum sem greitt hefði verið vörugjald af og áhrifa þess gæti því gætt einhverjar vikur fram á árið. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Könnun FA: Ánægðir félagsmenn

Glaða FA logoiðSamkvæmt reglulegri könnun meðal félagsmanna, sem gerð var í janúar 2016, eru aðildarfyrirtæki FA upp til hópa ánægð með starf félagsins, telja ímynd þess fara batnandi og félagið sýnilegra út á við en áður. Eins og fyrr er minnst ánægja með starf fag- og atvinnugreinahópa félagsins og eru þar augljóslega sóknarfæri. Samkvæmt reglulegri könnun meðal félagsmanna, sem gerð var í janúar 2016, eru aðildarfyrirtæki FA upp til hópa ánægð með starf félagsins. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Aðalfundur FA

Ný stjórn FA. Fremri röð: Anna Svava, Birgir og Guðný Rósa. Aftari röð: Bjarni, Magnús Óli og Hannes Jón.
Ný stjórn FA. Fremri röð: Anna Svava, Birgir og Guðný Rósa. Aftari röð: Bjarni, Magnús Óli og Hannes Jón.

Aðalfundur FA var haldinn 11. febrúar. Á undan fundinum var að venju haldinn opinn fundur, að þessu sinni undir yfirskriftinni „leiðtoginn í atvinnulífinu“. Frummælendur voru Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu og Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs. Þá fór Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins yfir stöðuna á tillögum FA undir merkjum Falda aflsins. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Verkföll opinberra starfsmanna

Viðskiptavinir athugiðFA beitti sér með ýmsum hætti til að leitast við að tryggja hag félagsmanna sinna og draga úr áhrifum verkfallanna, þó með misjöfnum árangri.

Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun (MAST) hafði mikil áhrif á neytendur, enda stöðvaðist slátrun innanlands, svo og innflutningur á ýmissi matvöru. Áður en verkfallið hófst skoraði FA á stjórnvöld að opna fyrir tollfrjálsan innflutning á kjöti til að hindra skort. Ekki var orðið við þeirri áskorun. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðuneyti krafið svara um pöntunarþjónustu Fríhafnarinnar

FríhöfninFA gagnrýndi svokallaða Express-þjónustu Fríhafnarinnar í Leifsstöð og benti á að í henni fælist ósanngjörn samkeppni ríkisins við innlenda verslun. Fjármálaráðherra var í tvígang skrifað bréf vegna málsins og spurt hvort afstaða ráðuneytisins hefði breyst, en forveri hans stöðvaði á sínum tíma sambærilega þjónustu Fríhafnarinnar. FA fékk ekki efnisleg svör við bréfinu. Þau voru boðuð fyrir árslok, en höfðu ekki borist þegar nýtt ár rann upp. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ríkið taki til í eftirlitsgjöldum

Bananar

FA hvatti ríkið til að taka til í eftirlitsgjöldum sínum eftir að dómur féll í héraði í máli Banana. Þar var ríkið dæmt til að endurgreiða háar fjárhæðir í oftekin opinber gjöld vegna eftirlits með innfluttum plöntum.   Lesa meira

 

[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fjölgar í hópi félagsmanna FA

Logo-nýir-félagsmenn-nóv-2015-300x235Aðildarfélögum FA fjölgaði um vel á annan tug á árinu. Fyrirtæki sem bættust í hópinn voru af öllum stærðum og úr ýmsum atvinnugreinum.

Þeirra á meðal má nefna Nova, Wow Air, Atlantsolíu, Heimilistæki, Raritet, Mamma veit best, Stoðtæki, sem rekur Fjallakofann og ferðaskrifstofuna Íslandsvini, Miðlun, Azazo, Póstmarkaðinn, Þekkingarmiðlun, Gengur vel, Mjólkurbúið Kú, Hótel Laxnes og Balto heildverslun.  Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samkeppni á mjólkurmarkaði

MjólkursamkeppniEftir að verðlagsnefnd búvara ákvað að hækka verð á hrámjólk til úrvinnslu sendi FA Samkeppniseftirlitinu áskorun um að hraða rannsókn sinni á meintum samkeppnisbrotum Mjólkursamsölunnar gagnvart Mjólkurbúinu Kú, en þau sneru einmitt að viðskiptum með hrámjólk.

Síðar á árinu lækkaði MS verð á hrámjólk til keppinauta sinna og fagnaði FA því sem jákvæðu skrefi. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tækifæri í Indlandsviðskiptum

Fundur IndlandsÍslensk-indverska viðskiptaráðið, sem rekið er undir hatti FA, hélt í júlí vel sóttan morgunverðarfund um tækifæri í viðskiptum á Indlandi.  Lesa meira[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/4″][vc_video link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“ title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“][vc_video link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“ title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar „][vc_video link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“ title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“][vc_video link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“ title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA mun meira áberandi í fjölmiðlum

Eitt af þeim markmiðum sem stjórn og framkvæmdastjóri FA settu sér haustið 2014 var að félagið yrði meira sýnilegt og áberandi í fjölmiðlum og að frétt af því birtist að meðaltali einu sinni á dag. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fundur um reglubyrði atvinnulífsins

FA efndi til félagsfundar um reglubyrði atvinnulífsins og viðleitni stjórnvalda til að létta hana. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Undið ofan af öfugum samruna

FFA og Málflutningsstofa Reykjavíkur (MSR) hafa undanfarin misseri leitað leiða til að rétta hlut fyrirtækja … Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Eru vetrarfríin sniðin að þörfum atvinnulífsins?

FA gagnrýndi skort á samráði við atvinnulífið vegna vetrarfría og starfsdaga í grunn- og leikskólum. Félagið benti á að í stað þess að verða samverustund fjölskyldunnar yrðu vetrarfríin fyrir vikið oft streituvaldur. Lesa meira.[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Njarðarskjöldurinn og Freyjusómi afhentir

FA stendur ásamt fleirum að hvatningarverðlaunum til ferðamannaverslana í Reykjavík, Njarðarskildinum og Freyjusóma. Árið 2015 hlaut 66°Norður í Bankastræti Njarðarskjöldinn og verslunin Upplifun, bækur og blóm í Hörpu fékk Freyjusóma.  Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA bregst við skýrslu um dagvörumarkaðinn

Stjórn FA brást við skýrslu Samkeppniseftirlitsins um samkeppni á dagvörumarkaði með ályktun, þar sem skýrslunni og ábendingum í henni var fagnað.  Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA á sjávarútvegssýningunni í Brussel

Félag atvinnurekenda og nokkrir félagsmenn þess tóku þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Seinagangur tollstjóra kostar fyrirtækin milljónir

FA benti á að áfengisinnflytjendur yrðu fyrir milljónatjóni vegna þess að tollstjóraembættið finnur ekki mannskap til að hafa eftirlit með förgun áfengis sem er gallað, útrunnið eða af öðrum ástæðum ekki söluhæft. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi þurft að bíða í fjögur ár eftir að geta fargað áfengi. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Meingölluð innleiðing rafrænna skilríkja

Gagnrýni FA á innleiðingu rafrænna skilríkja vakti mikla athygli. Félagið benti á að ríkisvaldinu hefði verið beitt til að koma tugum þúsunda einstaklinga í viðskipti við fyrirtækið Auðkenni.  Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Einföldun leyfisveitinga góð, afnám þeirra betra

FA skilaði atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp um einföldun leyfisveitinga vegna innflutnings á ferskum kjötvörum.  Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA styður breytingar í landbúnaðinum

FA veitti jákvæða umsögn um þrjú frumvörp, sem miða að breytingum í landbúnaðinum. Þar á meðal var frumvarp um aðskilnað ríkisins og Bændasamtaka Íslands og annað um innflutning á erfðaefni til holdanautaræktunar. Félagið studdi líka frumvarp um að undanþága mjólkuriðnaðarins frá samkeppnisreglum yrði afnumin. Það frumvarp náði ekki fram að ganga.  Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Siðareglur í stað banns við áfengisauglýsingum

FA hefur lagt til að bann við áfengisauglýsingum verði afnumið og þær þess í stað leyfðar með skýrum takmörkunum. FA kynnti fyrir þingmönnum drög að siðareglum um áfengisauglýsingar, sem framleiðendur og innflytjendur áfengis eru reiðubúnir að undirgangast, verði bannið afnumið. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Klúður við lagasetningu um Úrvinnslusjóð leiðrétt

FA og fleiri samtök í atvinnulífinu beittu sér fyrir því að Alþingi breytti á ný samsetningu stjórnar Úrvinnslusjóðs, en fyrir fljótfærni umhverfis- og samgöngunefndar þingsins voru fulltrúar atvinnulífsins sviptir meirihluta sínum í stjórninni. Það gekk gegn skýrum tilgangi laganna um sjóðinn og er ekki í samræmi við evrópskt regluverk um framleiðendaábyrgð sem Ísland er bundið af. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Róttækra breytinga þörf á vinnumarkaðsmódelinu

Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans var fyrirlesari á félagsfundi FA um efnahagshorfur. Hann sagði brýna þörf á róttækum breytingum á íslenska vinnumarkaðsmódelinu. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samsiglingar gætu lækkað vöruverð

FA hvatti til þess að það yrði skoðað að veita skipafélögum undanþágu til samstarfs um siglingar, sem gæti stuðlað að lækkun flutningskostnaðar og þar með vöruverðs. Félagið fær fjölda ábendinga frá félagsmönnum um háan flutningskostnað og er stöðugt að leita leiða til að þrýsta á lækkun hans. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Réttur stjórnenda til að ganga í störf undirmanna í verkfall

FA minnti á rétt stjórnenda til að ganga í störf undirmanna sinna í verkfalli þegar rektor Háskóla Íslands lýsti yfir að hann myndi ekki opna hús skólans fyrir stúdentum kæmi til verkfalls umsjónarmanna húseigna. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Truflanir á innflutningi vegna verkfalls SFR

Verkfall SFR olli truflunum á innflutningi til landsins. Eins og í fyrri verkföllum opinberra starfsmanna hvatti FA stjórnendur ríkisstofnana til að ganga í störf undirmanna sinna eins og þeir eiga rétt á til að bjarga verðmætum. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samkeppnishömlur í Leifsstöð

FA tók undir tilmæli Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda um að þau gripu tafarlaust til aðgerða til að draga úr samkeppnishindrunum sem felast í fyrirkomulagi á úthlutun brottfarartíma fyrir flugfélög í Leifsstöð. Lítið gerðist í málinu af hálfu Samgöngustofu og innanríkisráðuneytisins.Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðherra fari að tilmælum Samkeppniseftirlitsins

Félag atvinnurekenda og samstarfsfélag þess, Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) skrifuðu sjávarútvegsráðherra bréf og fóru fram á afstöðu ráðherrans til tillagna sem Samkeppniseftirlitið setti fram fyrir rúmum þremur árum, um það hvernig draga mætti úr samkeppnishindrunum í sjávarútvegi. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA styður tillögur um samkeppnismat

FA studdi tillögur sem fram hafa komið um að gert verði samkeppnismat á allri löggjöf sem varðar rekstrarskilyrði atvinnulífsins. Félagið rekur sig hvað eftir annað á það að áhugi stjórnvalda á virkri og heilbrigðri samkeppni er afar lítill. Lesa meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Mannabreytingar hjá FA

Inga Skarphéðinsdóttir kom til starfa hjá FA í byrjun mars. Hún kom í stað Bjargar Ástu Þórðardóttur, sem fór til starfa hjá Samtökum iðnaðarins. Lesa meira[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][/vc_column][/vc_row]