Úr starfsemi ársins 2021

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“15006″ img_size=“920×425″ onclick=“img_link_large“][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/4″][vc_accordion active_tab=“1″ collapsible=“yes“ title=“Fréttir og fjölmiðlar“ el_class=“valmynd“][vc_accordion_tab title=“Janúar 2021″][vc_column_text]Verndarstefna fyrir viðskiptafrelsi
Á hvaða vegferð er stjórn Íslandspósts?
Tollar, vernd og vörn
Háir fasteignaskattar einn þáttur í flutningum fyrirtækja
Stefnu um aukna fríverslun fagnað
Tollkvóta fyrir búvörur úthlutað mánuði eftir að hann átti að taka gildi: Miklar hækkanir á útboðsgjaldi
Samkeppnin eftir heimsfaraldur – fundur í beinu streymi 11. febrúar
Aðalfundur FA haldinn á Zoom 11. febrúar

Sjá allar fréttir í janúar 2021[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Febrúar 2021″][vc_column_text]Réttaróvissu vegna CBD-vara verði eytt
Samkeppnin má ekki veikjast
Blómatollar vefjast fyrir ráðuneytum
Könnun FA: Félagsmenn ánægðir með upplýsingagjöf vegna faraldursins
Könnun FA: Fyrirtækin ánægð með baráttu félagsins
Yfir 40% telja að COVID-aðgerðir hafi raskað samkeppni
Aðalfundur í dag og ársskýrsla FA komin í loftið
Guðrún Ragna kjörin formaður FA
Páll Gunnar: Ástæða til að hafa áhyggjur af hreyfingu í átt til verndarstefnu
Þórdís Kolbrún: Vill gjarnan samkeppnismat á fleiri atvinnugreinum
Eyþór: Hvað ef ríkið hefði niðurgreitt bakarísbrauð um 90%?
Plataði Pósturinn ráðherrana?
Skortur, skömmtun og verðhækkanir á innlendum blómum
Út úr kreppunni með virkri samkeppni
307 milljóna niðurgreiðsla á undirverðlagningu Póstsins
Gámaskortur vegna faraldursins margfaldar flutningskostnað frá Asíu
Undirverðlagning á undirverðlagningu ofan

 

Sjá allar fréttir í febrúar 2021[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Mars 2021″][vc_column_text]Tvískipting gjalddaga aðflutningsgjalda verði fest í sessi
Stafræn bylting í vöruupplýsingum – félagsfundur 16. mars
FA vill útvíkka heimild til sölu áfengis á framleiðslustað
MS mismunar innlendum matvælaiðnaði
Setur framkvæmdavaldið lögin?Neytendaupplýsingar í appi eru framtíðin
Mikill ávinningur af stafrænum vöruupplýsingum
Allt um matinn í símann
Útboð tollkvóta dæmt ólöglegt og innflytjendur fá útboðsgjald endurgreitt
Ráðuneyti átti að endurskoða rafrettugjöld fyrir 1. mars

Sjá allar fréttir í Mars 2021[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Apríl 2021″][vc_column_text]Ívilnandi úrræði fyrir fyrirtæki verði endurnýjuð
FA kvartar til umboðsmanns vegna stjórnsýslu PFS
Ásökunum um tollasvindl vísað á bug
Lög um ráðherraábyrgð brotin með gjaldtöku fyrir tollkvóta
Verður aftur brotið á fræðslufyrirtækjum með ríkisstyrkjum til sumarnáms?
Gera tollar okkur að meðvituðum neytendum?


Sjá allar fréttir í apríl 2021[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Maí 2021″][vc_column_text]Hækkanir á útboðsgjaldi stuðla að verðbólgu
Á hið opinbera að hafa forystu um launahækkanir?
Hagsmunahópar og misvægi atkvæða
„Sumarúrræði stjórnvalda“ aftur í beinni samkeppni við einkafyrirtæki
Betri nýting með nýsköpun – streymisviðburður 1. júní
Sérhagsmunahópar panta undanþágur frá samkeppnislögum
Hvenær koma kínversku ferðamennirnir og erum við tilbúin að taka á móti þeim? Málþing og aðalfundur ÍKV
Óvíst að kínverskir ferðamenn snúi aftur fyrr en 2023
FA fer enn fram á skýringar frá menntamálaráðuneyti vegna sumarnáms
68% hækkun fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á sex árum – FA skorar á sveitarfélögin að lækka álagningarprósentu

 

Sjá allar fréttir í maí 2021[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Júní 2021″][vc_column_text]Betri nýting með nýsköpun – upptaka af streymisfundi FA
FA og utanríkisráðuneytið undirrita samstarfssamning vegna millilandaviðskiptaráða
Villta vestrið í áfengissölu eða lög og reglur um frjálsan markað?
Nei ráðherra
Tækifæri til að útvíkka fríverslun með búvörur við Bretland glataðist
Varan okkar er ekki samkeppnisfær – kaupið hana samt
Málsvari fólks sem er ekki í vinnu?
Pósturinn láti sem fyrst af skaðlegri undirverðlagningu

Sjá allar fréttir í júní 2021[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Júlí 2021″][vc_column_text]Skrifstofa FA lokuð vegna sumarleyfa
Þegar stjórnmálamenn grafa undan fyrirtækjum

Sjá allar fréttir í júlí 2021[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Ágúst 2021″][vc_column_text]Enn hækkar útboðsgjald og þrýstir á vöruverð
Kemur í hlut dómsmálaráðuneytisins að svara spurningum FA um lögmæti netverslunar með áfengi
FA dregur lagastoð fyrir takmörkun á notkun skyndigreiningarprófa í efa
Rannveig fjallar um efnahagshorfur á fjarfundi
Innflutningsfyrirtæki óska upplýsinga vegna samráðs skipafélaga
FA vill skýr svör um lögmæti netverslana með áfengi
Jón og opinberi Jón

Sjá allar fréttir í ágúst 2021[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“September 2021″][vc_column_text]Ætlar ekki að verja tollakerfi sem veldur vöruskorti
FA gefur ráð um hvernig megi varast svikahrappa
Erindi FA um lögmæti netverslunar með áfengi enn ósvarað
Húsnæðisverðið gríðarlegt hagsmunamál fyrirtækja
Sykurskattur ekki forgangsmál – VG leggur ekki til nýja skatta
Matarskattur hækkaður á verðbólgutímum
Raunhæft að semja við ESB um stuðning við krónuna
Skortur á selleríi vegna hárra tolla
Kerfi fasteignaskatta verði endurskoðað
Blómlegir tollar
Samkeppniseftirlitið ætti að vera með útibú í Skagafirði
Fræðum og græðum – félagsfundur 6. október
Tíu hagsmunamál fyrirtækjanna sem ættu heima í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar
Startup Bridges India Iceland: Upptaka af streymisfundi
Lítil og meðalstór fyrirtæki vænta mikils af nýjum stjórnarsáttmála

Sjá allar fréttir í september 2021[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Október 2021″][vc_column_text]Fræðum og græðum – upptaka, glærur og ýtarefni
FA vill eyða óvissu varðandi netverslun með áfengi
Blómkál nánast ófáanlegt og lítið til af spergilkáli
Ráðuneytið lætur lykilspurningum ósvarað – en vill heildarendurskoðun á áfengislögum
Fræðslufundur: Hvernig er hægt að koma í veg fyrir svik í reikningsviðskiptum?
Félag lítilla og meðalstórkaupmanna
FA og frjáls áfengismarkaður
Varnir gegn svikastarfsemi – upptaka og glærur
Lækka fasteignaskattarnir?
Þróun faraldursins kallar á framlengingu stuðningsúrræða

Sjá allar fréttir í október 2021[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Nóvember 2021″][vc_column_text]Sandur í gangverkinu – morgunfundur 9. nóvember um vandamál í alþjóðlegu aðfangakeðjunni
Sandur í gangverkinu – upptaka, myndir og glærur
Viðskiptasamband á nýjum grunni – fundur um viðskipti Íslands og Bretlands 25. nóvember
Afflutningafyrirtækið
CE-merkingar á vörum frá Kína – vefnámskeið 24. október
Hæstiréttur snýr við dómi Landsréttar um ólögmæti útboðsgjalds
Hvað getur hið opinbera gert til að draga úr verðbólgunni?
Margar leiðir til að fyrirbyggja vandræði vegna CE-merkinga
Skriffinnska þvælist fyrir í viðskiptum við Bretland
Varhugavert að láta stuðningsaðgerðir fjara út um áramótin

Sjá allar fréttir í nóvember 2021[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][vc_accordion_tab title=“Desember 2021″][vc_column_text]Fimm af stærstu sveitarfélögunum lækka hlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði
Léttvínsflaskan væri 37% ódýrari með dönskum sköttum
Áfengisskattar og atvinnustefna
Kerfisbundin vanáætlun lyfjaútgjalda í fjárlögum
Ríkisábyrgð til Icelandair óþörf og skaðleg samkeppni
Áfengislög að hluta marklaus bókstafur
Vinna nefndar um sjávarútveg taki á samkeppnishömlum
Gleðileg jól!
Ný þjóðarsátt á nýju ári?
Viðskiptafrelsið þarf ekki að veikjast í faraldrinum
Lægri skattar og léttara regluverk
Rýmkað um tollfrjálsan innflutning á grænmeti – vonandi minni líkur á skorti

Sjá allar fréttir í desember 2021[/vc_column_text][/vc_accordion_tab][/vc_accordion][vc_column_text]

Umsagnir um þingmál og reglur

Félag atvinnurekenda gefur umsagnir og gerir athugasemdir við fjölmörg þingmál, drög að frumvörpum, áform um lagasetningu og reglugerðir. Sendar voru inn umsagnir um 19 mál árið 2021. Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text]

Ummæli úr könnun FA meðal félagsmanna í febrúar 2022

„Upplýsingapóstar um veiruna mjög fljótir að berast, sparaði mikinn tíma að geta treyst á að fá þessar upplýsingar hratt og örugglega.“
„Góðir upplýsingapóstar. Öflug lögfræðiráðgjöf. Gott framtak í hagsmunagæslu gagnvart opinberum aðilum.“
„Þið standið ykkur vel, haldið bara áfram á sömu braut :-)“
„Góður málsvari atvinnurekenda“
„Mjög aðgengileg og hjálpleg þjónusta og forysta“

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/2″][vc_column_text]Úr starfsemi ársins 2021

Starf Félags atvinnurekenda árið 2021 einkenndist áfram að mörgu leyti af glímunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þannig voru fleiri viðburðir á vegum félagsins haldnir með fjarfundaformi en með hefðbundnum hætti. Félagið studdi áfram þétt við bakið á félagsmönnum í umróti faraldursins með góðu upplýsingastreymi, ráðgjöf um sóttvarnareglur og stuðningsúrræði og erindrekstri gagnvart stjórnvöldum.

Mörg af baráttumálum félagsins voru í sviðsljósinu á árinu og sum hver tengd viðbrögðum við faraldrinum og þeim efnahagslegu áföllum sem hann hefur haft í för með sér. Í ýmsum málum, t.d. tollamálum, skattamálum og samkeppnismálum, náðist áþreifanlegur árangur. Í aðdraganda alþingiskosninganna í september efndi FA til samtals við stjórnmálaflokkanna um hagsmunamál fyrirtækjanna, ekki síst þeirra minni og meðalstóru. Smelltu á fyrirsagnirnar hér á síðunni til að kynna þér málin betur. Í dálkinum vinstra megin geturðu skoðað fréttir af félaginu í tímaröð.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Út úr kreppunni með virkri samkeppni

Eitt af helstu baráttumálum FA á árinu var að sporna gegn tilhneigingum stjórnvalda og sérhagsmunahópa til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum með samkeppnishamlandi aðgerðum, sem mismuna fyrirtækjum. … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Í vörn fyrir viðskiptafrelsið

Eins og undanfarin 93 ár talaði Félag atvinnurekenda fyrir frelsi í milliríkjaviðskiptum og lægri tollum. Félagið tók eindregna afstöðu gegn tilraunum stjórnvalda til að hafa áhrif á útboðsgjald, sem innflytjendur greiða fyrir tollkvóta. … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Þrýst á um stuðningsúrræði fyrir fyrirtækin

Þáttur í þeirri stefnu sem FA markaði í upphafi heimsfaraldurs var að miðla sjónarmiðum og ábendingum félagsmanna til stjórnvalda vegna sóttvarna- og stuðningsaðgerða, í formi erinda, umsagna, fyrirspurna og ábendinga. … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Sandur í gangverkinu – alþjóðlega aðfangakeðjan í brennidepli

FA benti snemma á árinu á gífurlegar hækkanir á kostnaði við að flytja vörur frá Asíu vegna áhrifa heimsfaraldursins. Eftir því sem leið á árið kom æ betur í ljós að truflanir í hinni alþjóðlegu aðfangakeðju af völdum faraldursins og annarra ytri þátta voru víðtækar og ollu seinkunum … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Rýmkað um tollfrjálsan innflutning á grænmeti

Strax í árslok 2019 varaði FA við afleiðingum breytinga, sem Alþingi gerði á búvörulögum. Með breytingunum voru fastsett tímabil, sem flytja mátti inn tilteknar grænmetistegundir án tolla. … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Þingkosningar: Rætt um hagsmunamál fyrirtækjanna í Kaffikróknum

Félagið vakti athygli á baráttumálum sínum með ýmsum hætti fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar voru í september. Sú leið sem mesta athygli vakti var hlaðvarpsþáttur FA, „Kaffikrókurinn“, þar sem rætt var í beinni útsendingu á Facebook við forystumenn stjórnmálaflokkanna. … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Efling viðskiptaráðanna með nýjum samningi við utanríkisráðuneytið

FA undirritaði, fyrir hönd fjögurra millilandaviðskiptaráða sem félagið rekur, samstarfssamning við utanríkisráðuneytið. Í samningnum felst stóraukið samstarf félagsins og viðskiptaráðanna við utanríkisþjónustuna … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Baráttan fyrir frjálsum viðskiptum á áfengismarkaði

Félagið hélt áfram baráttu sinni fyrir viðskiptafrelsi á áfengismarkaði. FA lagði sem fyrr áherslu á mikilvægi heildarendurskoðunar á löggjöf um áfengismarkaðinn. … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ólögmæt gjaldskrá Íslandspósts felld úr gildi

Áfram hélt FA baráttu sinni við Íslandspóst, ráðuneyti og eftirlitsstofnanir ríkisins vegna ólögmætrar pakkagjaldskrár ríkisfyrirtækisins og niðurgreiðslu ríkissjóðs á samkeppni þess við einkarekin fyrirtæki í póst- og vöruflutningum. … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fræðum og græðum: Fræðsluátak FA

FA stóð fyrir átaki meðal félagsmanna sinna til að auka vitund um mikilvægi fræðslu og þjálfunar starfsmanna og hvetja fyrirtækin til að nýta Starfsmenntasjóð verslunarinnar og aðra starfsmenntasjóði sem aðild eiga að Áttinni, sameiginlegri umsóknargátt sjóðanna.  … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Litlir sigrar í baráttu fyrir lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

Lækkun fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði var áfram eitt af helstu baráttumálum FA. Félagið vakti með ýmsum hætti athygli á því hvernig skattbyrði fyrirtækjanna vegna húsnæðis hefur hækkað um tugi prósenta á undanförnum árum og hversu ógegnsætt og sveiflukennt kerfið er. … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Guðrún Ragna kosin formaður á net-aðalfundi

Aðalfundur Félags atvinnurekenda var haldinn með fjarfundaformi í fyrsta sinn vegna samkomutakmarkana. Félagsmenn kusu Guðrúnu Rögnu Garðarsdóttur …  Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Í leit að vinnumarkaðsmódeli sem virkar

Eftir því sem leið á árið kom æ betur í ljós að síðustu kjarasamningar opinberra starfsmanna urðu talsvert dýrari en kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, ekki síst vegna þess að stytting vinnuvikunnar varð mun ríflegri. …  Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Mjólkursamsalan mismunar innlendum matvælaiðnaði

FA benti á þá grófu mismunun, sem felst í því að Mjólkursamsalan, sem er í einokunarstöðu á mjólkurmarkaði í skjóli undanþágu frá samkeppnislögum, kæmist upp með að selja innlendum matvælafyrirtækjum mjólkur- og undanrennuduft á miklu hærra verði en erlendir viðskiptavinir MS þurfa að greiða. … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ofurskattar lagðir á vaxandi atvinnugrein

Áfengisgjöld voru hækkuð með fjárlögum ársins 2022, rétt eins og undanfarin ár. FA reiknaði út hvað ýmsar áfengistegundir myndu kosta í Vínbúðinni ef þær væru skattlagðar eins og í nágrannalöndunum. Munurinn er gríðarlegur, enda er skattlagning á áfengi á Íslandi sú hæsta í Evrópu.  … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Stafrænni byltingu í vöruupplýsingum seinkar

FA stóð ásamt fleiri samtökum að því að kynna kosti þess að miðla vöruupplýsingum til neytenda með stafrænum hætti í gegnum app í snjallsíma. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið birti í samráðsgátt drög að reglugerð sem heimilaði að miðla upplýsingum um matvörur með stafrænum hætti … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Blómatollar vefjast fyrir ráðuneytunum

Skortur var á innlendum blómum fyrir stóru blómadagana í febrúar og miklar verðhækkanir. Innlendir framleiðendur gátu ekki með nokkru móti annað eftirspurn og skömmtuðu blóm til blómabúða. Margar blómaverslanir áttu ekki annan kost en að flytja inn blóm til að anna eftirspurn fyrir konudag og Valentínusardag … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ánægja félagsmanna með þjónustuna í faraldrinum

Egin þjónusta sem Félag atvinnurekenda hefur boðið félagsmönnum hefur fengið betri viðtökur en upplýsingaþjónusta um stöðu heimsfaraldurins, sóttvarnir og stuðningsaðgerðir. 93% svarenda í könnun FA meðal félagsmanna sögðust nota þjónustuna og af þeim voru 94% ánægðir eða mjög ánægðir.  … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA gefur ráð um hvernig megi varast svikahrappa

Félagið hefur gefið félagsmönnum sínum ráð þegar grunur vaknar um svikastarfsemi, t.d. tölvupóstsvindl sem orðið er býsna algengt. .  … Lestu meira[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Félagsmaður vikunnar á Instagram og Facebook

Eitt af því sem kom út úr stefnumótunarfundi starfsmanna FA á Umi Hotel undir Eyjafjöllum í byrjun febrúar (sjá myndina hér efst á síðunni) var sú hugmynd að heimsækja eitt aðildarfyrirtæki í viku og fjalla um starfsemi þess og fólkið á bak við fyrirtækið með myndum og stuttum sögum á Instagram og Facebook undir myllumerkinu #félagsmaður vikunnar. Samtals 38 fyrirtæki voru heimsótt á árinu og er óhætt að segja að umfjöllunin gefi góða mynd af breiddinni í félaginu, þar sem mikill meirihluti er minni og meðalstór fjölskyldufyrirtæki.

Skoðaðu félagsmenn vikunnar á Instagram[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/4″][vc_video link=“https://youtu.be/lbLeRwVNKu4″ title=“Guðrún Helga Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Z-brauta og gluggatjalda“][vc_video link=“https://youtu.be/YWbxsQyF3W4″ title=“Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers“][vc_video link=“https://youtu.be/wUHeydediiM“ title=“Jakob Hrafnsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Escape“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Félag lítilla og meðalstórkaupmanna

Vegna umræðu um að lítil og meðalstór fyrirtæki ættu sér ekki málsvara, ítrekaði framkvæmdastjóri félagsins í blaðagrein það hlutverk sem FA hefur árum saman markað sér sem talsmaður minni og meðalstórra fyrirtækja. Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Réttaróvissu vegna CBD-vara verði eytt

FA sendi heilbrigðisráðherra erindi og fór fram á að réttarstaða CBD-vara yrði skýrð sem fyrst, en óvissa um hana hefur skaðað verulega hagsmuni fyrirtækja.  Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tvískipting gjalddaga verði fest í sessi

Gamalt baráttumál FA, að fyrirtæki fái að tvískipta gjalddögum aðflutningsgjalda á vörum, komst tímabundið í lög í byrjun heimsfaraldursins. Félagið hvatti fjármálaráðherra til að festa heimildina í sessi. Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðuneyti endurskoði rafrettugjöld

Langri þrætu við heilbrigðisráðuneytið vegna gjaldtöku fyrir tilkynningar um markaðssetningu rafrettna lauk með því að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ráðuneytið hefði staðið rangt að málum og fór fram á endurskoðun gjaldtökunnar. Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ásökunum um tollasvindl vísað á bug

Framkvæmdastjóri FA vísaði eindregið á bug ásökunum Mjólkursamsölunnar í garð félagsmanna um tollasvindl við innflutning á osti. Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hagsmunahópar og misvægi atkvæða

Jafn atkvæðisréttur landsmanna væri skref í þá átt að draga úr ítökum sérhagsmunahópa, skrifaði framkvæmdastjóri FA í grein í Viðskiptablaðinu.  Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Betri nýting með nýsköpun

FA skipulagði viðburð á Nýsköpunarvikunni, þar sem þrír félagsmenn kynntu leiðir til að draga úr matarsóun og nýta hráefni betur.  Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Málsvari fólks sem er ekki í vinnu?

FA spurði hvort Alþýðusambandið vildi fremur verja atvinnuleysisskrána en að stuðla að atvinnuuppbyggingu og koma fólki í vinnu. Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Óska upplýsinga vegna samráðs skipafélaga

Eftir að Eimskip viðurkenndi víðtæk brot á samkeppnislögum óskaði FA upplýsinga frá Samkeppniseftirlitinu um hvort nöfn félagsmanna þess kæmu fram í gögnum málsins. Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hömlum á sölu sjálfsprófa andmælt

Stjórnvöld voru sein til að viðurkenna að sjálfspróf væru gagnleg í baráttunni við heimsfaraldurinn. FA gagnrýndi hömlur á notkun þeirra og hafði erindi sem erfiði. Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Aðstoðarseðlabankastjóri ræddi vexti, verðbólgu og kjaramál

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri ræddi efnahagshorfur á félagsfundi FA. Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hvað getur hið opinbera gert til að draga úr verðbólgunni?

FA stakk upp á nokkrum leiðum fyrir stjórnvöld til að lækka kostnað fyrirtækja, efla samkeppni og vinna gegn verðbólgu. Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Skriffinnska þvælist fyrir í viðskiptum við Bretland

Nokkrir félagsmenn FA áttu gagnlegan fund með hátt settum breskum viðskiptasendimönnum. Fundarefnið var viðskipti landanna eftir Brexit. Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Kerfisbundin vanáætlun lyfjaútgjalda í fjárlögum

FA tók höndum saman við önnur samtök lyfjafyrirtækja í gagnrýni á gallaða fjárlagagerð  vegna lyfjaútgjalda ríkisins. Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tekið verði á samkeppnishindrunum í sjávarútvegi

FA og samstarfsfélagið SFÚ hvöttu stjórnvöld til að taka á samkeppnismálum í sjávarútvegi og áttu í framhaldinu gagnlegan fund með sjávarútvegsráðherra. Lestu meira[/vc_column_text][vc_column_text el_class=“malefni“]

Lægri skattar og léttara regluverk

Hvaða breytingar myndi FA vilja sjá á nýju ári til að bæta rekstrarumhverfi og samkeppnishæfni félagsmanna? Lestu meira[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][/vc_column][/vc_row]