Út úr kreppunni með virkri samkeppni

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Eitt af helstu baráttumálum FA á árinu var að sporna gegn tilhneigingum stjórnvalda og sérhagsmunahópa til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum með samkeppnishamlandi aðgerðum, sem mismuna fyrirtækjum. Þess í stað hvatti félagið til þess að kraftar virkrar samkeppni yrðu nýttir til að vinna hagkerfið út úr kórónuveirukreppunni.

Efni opins fundar, sem haldinn var í tengslum við aðalfund félagsins 11. febrúar, var „Samkeppnin eftir heimsfaraldur.“ Forstjóri Samkeppniseftirlitsins varaði þar við tilhneigingu til verndarstefnu, en ráðherra samkeppnismála ræddi mikilvægi samkeppninnar og sagðist vilja stefna að því að gera samkeppnismat á fleiri sviðum atvinnulífsins en byggingariðnaði og ferðaþjónustu.

FA átti í langri rimmu við þáverandi menntamálaráðherra, sem stóð fyrir því að niðurgreiða samkeppnisrekstur endurmenntunarstofnana háskólanna undir yfirskini stuðnings við nemendur vegna heimsfaraldursins. Samkeppniseftirlitið sló á puttana á ráðuneytinu eftir að FA kvartaði undan framferði þess. Ráðuneytið hélt engu að síður uppteknum hætti.

Félagið lagðist eindregið gegn tilraunum Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Bændasamtakanna og Landssamtaka sláturafurðastöðva til að panta hjá stjórnvöldum undanþágur fyrir kjötiðnað frá samkeppnislögum. Félagið benti á að nægar heimildir væru í gildandi lögum til samstarfs eða samruna kjötafurðastöðva, að því gefnu að samstarfið væri í þágu neytenda.

Þá lagðist FA gegn því að Alþingi framlengdi ríkisábyrgð á lánum Icelandair, enda væri hún óþörf og skaðleg samkeppni.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Samkeppnin má ekki veikjast

„Endahnútur“ Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra FA í Viðskiptablaðinu 4. febrúar 2021.

Hér á þessum stað var í upphafi heimsfaraldursins í fyrra hvatt til þess að strax yrði hugað að því að aðgerðir til stuðnings atvinnulífinu hefðu ekki neikvæð áhrif á samkeppni. Aðgerðir stjórnvalda í þágu atvinnulífsins hafa að stærstum hluta verið almennar og ekki samkeppnishamlandi. Þó hafa verið stigin slæm feilspor. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Yfir 40% telja að COVID-aðgerðir hafi raskað samkeppni

Yfir 40% félagsmanna FA, sem svöruðu könnun félagsins í byrjun mánaðarins, telja að aðgerðir stjórnvalda vegnakórónuveirufaraldursins hafi haft neikvæð áhrif á samkeppni á markaði. Innan við 20% eru ósammála því að aðgerðir stjórnvalda hafi raskað samkeppni. …

 

[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Páll Gunnar: Ástæða til að hafa áhyggjur af hreyfingu í átt til verndarstefnu

„Að mínu mati er talsverð ástæða til að hafa áhyggjur af því að hreyfing í átt til verndarstefnu sé að skjóta rótum hér á landi við aðstæðurnar sem eru núna,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, á opnum streymisfundi FA, „Samkeppnin eftir heimsfaraldur“ fyrr í dag. Hann nefndi því til stuðnings þær breytingar sem voru gerðar á úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur um síðastliðin áramót, en Samkeppniseftirlitið lagðist eindregið gegn þeim og benti á ýmsar aðrar leiðir til að styðja íslenskan landbúnað í erfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Eyþór: Hvað ef ríkið hefði niðurgreitt bakarísbrauð um 90%?

Hvað myndi gerast á bakarísmarkaðnum ef ríkið gæfi fimm bakaríum svo mikla peninga að þau gætu niðurgreitt vörur sínar um 90% heilt sumar? Þessari spurningu velti Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, upp á opnum streymisfundi FA um samkeppnismál. Í erindi sínu gagnrýndi Eyþór ríkisrekna og ríkisstyrkta háskóla harðlega fyrir að seilast æ lengra inn á samkeppnismarkað.  …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Verður aftur brotið á fræðslufyrirtækjum með ríkisstyrkjum til sumarnáms?

Félag atvinnurekenda hefur sent Lilju D. Alfreðsdóttur menntamálaráðherra erindi og spurst fyrir um áform ráðuneytisins um að leggja í annað sinn hundruð milljóna króna til sumarnáms í framhalds- og háskólum vegna kórónuveirufaraldursins. FA kvartaði til bæði Samkeppniseftirlitsins og Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna ríkisstyrkja til sumarnáms í fyrra, en þeir voru m.a. nýttir til að niðurgreiða um tugi prósenta námskeið endurmenntunardeilda háskólanna, sem haldin eru í beinni samkeppni við námskeið einkarekinna fræðslufyrirtækja. FA taldi þetta brot á lögum um opinbera háskóla, samkeppnislögum og EES-samningnum. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

„Sumarúrræði stjórnvalda“ aftur í beinni samkeppni við einkafyrirtæki

Endurmenntunardeildir ríkisháskólanna Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri eru byrjaðar að auglýsa námskeið undir merkjum „sumarúrræða stjórnvalda“ sem eru ýmist gjaldfrjáls eða kosta 3.000 krónur. Námskeiðin eru niðurgreidd af fé skattgreiðenda og eru mörg hver í beinni samkeppni við námsframboð einkarekinna fræðslufyrirtækja.  …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Sérhagsmunahópar panta undanþágur frá samkeppnislögum

Félag atvinnurekenda hefur sent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu umsögn um drög að tveimur frumvörpum um undanþágur framleiðenda og afurðastöðva í landbúnaði frá samkeppnislögum. FA leggst eindregið gegn því að lögð verði fram stjórnarfrumvörp um slíkar undanþágur og telur ekkert í núverandi lagaumhverfi standa í vegi fyrir því að ná megi fram með lögmætum hætti hagkvæmni og skilvirkni í búvöruframleiðslu, rétt eins og öðrum atvinnugreinum. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA fer enn fram á skýringar frá menntamálaráðuneyti vegna sumarnáms

FA fer enn fram á svör hjá menntamálaráðuneytinu vegna niðurgreiddra sumarnámskeiða í beinni samkeppni við þjónustu einkafyrirtækja. FA óskar skýringa á ýmsu misræmi í svörum ráðuneytisins til Samkeppniseeftirlitsins og Alþingis. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Nei ráðherra

Tvö ár í röð hefur menntamálaráðuneytið varið hundruðum milljóna króna til sumarnáms í framhalds- og háskólum landsins. Verulegur hluti þeirra fjármuna rennur til námskeiðahalds vegum endur- og símenntunarstofnana háskólanna, sem bjóða upp á námskeið í beinni samkeppni við námsframboð einkarekinna fræðslufyrirtækja. Námskeið, sem áður kostuðu tugi þúsunda, hafa verið boðin á 3.000 krónur.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Þegar stjórnmálamenn grafa undan fyrirtækjum

Stjórnmálamenn taka stundum ákvarðanir, sem eru sennilega fallega hugsaðar og kunna við fyrstu sýn að vera í þágu almennings, en reynast síðan valda fyrirtækjum í rekstri miklum skaða og ógna getu þeirra til að skapa verðmæti og störf. Tökum tvö dæmi, sem Félag atvinnurekenda hefur látið til sín taka undanfarin misseri. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ríkisábyrgð til Icelandair óþörf og skaðleg samkeppni

Félag atvinnurekenda leggur til í umsögn um fjárlagafrumvarp næsta árs að heimild til að framlengja ábyrgð ríkisins á lánum Icelandair verði felld niður. Í frumvarpinu er lagt til að Alþingi heimili stjórnvöldum að veita áfram ríkisábyrgð á lánum Icelandair. Heildarskuldbinding ríkissjóðs vegna þessa getur numið allt að 108 milljónum Bandaríkjadala eða sem jafngildir 90% af 120 milljóna Bandaríkjadala lánalínum til félagsins. …[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/lbLeRwVNKu4″ title=“Guðrún Helga Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Z-brauta og gluggatjalda“][vc_video link=“https://youtu.be/YWbxsQyF3W4″ title=“Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers“][vc_video link=“https://youtu.be/wUHeydediiM“ title=“Jakob Hrafnsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Escape“][/vc_column][/vc_row]