Útboð á farmiðakaupum ríkisins

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Barátta FA fyrir því að ríkið bjóði út flugfarmiðakaup sín fékk mikla athygli á árinu. Fjallað var um málið í þremur þáttum Kastljóss RÚV, en þar benti FA meðal annars á að það væri skýrt brot á lögum um opinber útboð að bjóða ekki út þessi viðskipti. Þá gagnrýndi félagið að ríkisstarfsmenn fengju vildarpunkta til persónulegra nota í krafti flugferða sem farnar eru á kostnað skattgreiðenda.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra brást við gagnrýni FA og tók að mörgu leyti undir hana. Í mars boðaði fjármálaráðuneytið að efnt yrði til útboðs á fyrri hluta ársins. Skömmu síðar komst Kærunefnd útboðsmála að niðurstöðu í máli Wow Air gegn fjármálaráðuneytinu og tók undir þau sjónarmið sem Wow og FA höfðu haldið fram; að skylda ríkisins til að bjóða viðskiptin út væri fortakslaus. Óútskýrður dráttur varð á því að útboðið væri auglýst og gekk FA á eftir því út árið með bréfaskriftum til Ríkiskaupa og fjármálaráðuneytisins.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text]

Farmiðakaup ríkisins í Kastljósi

Kastljós RÚV fjallaði í kvöld um kaup ríkisins á flugfarmiðum og þá staðreynd að kaupin hafa ekki verið boðin út í tvö og hálft ár, þrátt fyrir yfirlýsingar Ríkiskaupa. Í þættinum var meðal annars rætt við Ólaf Stephensen framkvæmdastjóra FA, en félagið hefur gagnrýnt að farmiðakaupin skuli ekki hafa verið boðin út.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fjármálaráðherra tekur undir með FA

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók í Kastljósi RÚV undir gagnrýni þá sem FA setti fram í sama þættifyrr í vikunni á flugfarmiðakaup ríkisins og vildarpunktasöfnun ríkisstarfsmanna. Bjarni sagðist almennt vilja taka öll innkaup ríkisins til endurskoðunar og auka gegnsæi í þeim. Farmiðakaup ríkisins myndu falla undir breytingar sem starfshópur á hans vegum hefði í undirbúningi.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Vildarpunktar og farmiðakaup ríkisins

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA skrifar grein í Fréttablaðið í dag í tilefni af ummælum Halldórs Ó. Sigurðssonar, forstjóra Ríkiskaupa, um að það væri „algjörlega fráleitt“ að vildarpunktar hefðu áhrif á að ríkisstofnanir beindu viðskiptum sínum til Icelandair.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA krefst upplýsinga um farmiðakaup ríkisins

Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu bréf og farið fram á upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair á grundvelli samnings við fyrirtækið frá árinu 2009, sem komið hefur fram að sé í gildi. Krafan er sett fram í framhaldi af gagnrýni FA og fleiri aðila á að farmiðakaup ríkisins skuli ekki hafa verið boðin út í meira en tvö og hálft ár.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ekkert útboð, engar reglur, ekkert eftirlit

Kastljós RÚV hélt í kvöld áfram umfjöllun sinni um flugfarmiðakaup ríkisins, sem hafa ekki verið boðin út árum saman þrátt fyrir lagaskyldu. Fjármálaráðuneytið hélt því í fyrstu fram að upplýsingar um viðskipti ríkisins við Icelandair væru ekki til í bókhaldinu, en hefur nú afhent Kastljósi gögn, sem sýna að ríkið hefur á undanförnum sex árum verslað við eitt flugfélag fyrir tæplega 1,8 milljarða króna án útboðs.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ríkið stefnir að farmiðaútboði fljótlega

 

Fjármálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í dag, þar sem upplýst er að útboð á flugfarmiðum vegna ferða ríkisstarfsmanna muni fara fram á fyrri hluta ársins. Félag atvinnurekenda fagnar þessari niðurstöðu, enda hefur félagið gagnrýnt harðlega að tvö og hálft ár skuli hafa liðið án þess að flugferðir ríkisins væru boðnar út.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Kærunefnd leggur fyrir ríkið að bjóða út flugmiðakaup

Kærunefnd útboðsmála hefur í framhaldi af kæru Wow air ehf. lagt fyrir fjármálaráðuneytið að bjóða út innkaup á flugfarmiðum til og frá Íslandi.

Í úrskurði nefndarinnar er fallist á þau sjónarmið sem Wow og Félag atvinnurekenda hafa haldið fram, að skylda ríkisins til að bjóða út flugmiðakaupin sé fortakslaus þar sem farmiðaviðskipti ríkisins séu yfir þeim viðmiðunarfjárhæðum sem lög um opinber útboð tilgreina. Kærunefnd „þykir þó mega slá því föstu að heildarkaup íslenska ríkisins á því tímabili sem miða ber við séu langt umfram þær viðmiðunarfjárhæðir sem að framan greinir.“[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Útboð á farmiðakaupum ríkisins frestast

Útboði á flugfarmiðakaupum ríkisins, sem átti að fara fram á fyrri hluta ársins, hefur verið frestað til haustsins. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum hefur öflun og úrvinnsla upplýsinga vegna útboðsins reynst tímafrekt verkefni og náðist ekki að ljúka því fyrir sumarleyfi.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Útboð á flugmiðakaupum: Tekið fyrir punktasöfnun ríkisstarfsmanna

Fréttavefurinn Túristi greinir frá því í dag að útboð ríkisins á flugmiðakaupum muni fara fram síðar í mánuðinum. Það átti upphaflega að fara fram á fyrri hluta ársins en frestaðist til hausts. Í frétt Túrista kemur einnig fram að í útboðsskilmálum verði tekið fyrir að ríkisstarfsmenn geti safnað á kostnað skattgreiðenda vildarpunktum, sem þeir nýti síðan í eigin þágu.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

FA skrifar Ríkiskaupum: Hvað líður farmiðaútboðinu?

Félag atvinnurekenda hefur sent Ríkiskaupum erindi og spurst fyrir um útboð á flugfarmiðum fyrir ríkið og stofnanir þess, sem enn hefur ekki farið fram, meira en þremur árum eftir að Ríkiskaup sögðu upp rammasamningi um farmiðakaup ríkisins og boðuðu að efnt yrði til nýs útboðs.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Lög um opinber innkaup brotin í rúmlega þrjú ár

Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðuneytinu erindi til að vekja athygli á því að ólögmætt ástand hefur ríkt í rúmlega þrjú ár hvað varðar innkaup á flugfarmiðum fyrir ríkisstarfsmenn. Spurt er hvað líði boðuðu útboði á þessum viðskiptum, sem átti að fara fram á fyrri hluta ársins.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Einboðið útboð

Lögum samkvæmt ber ríkinu og stofnunum þess að bjóða út innkaup yfir ákveðnum fjárhæðum. Nýleg könnun meirihluta fjárlaganefndar Alþingis leiddi hins vegar í ljós að minnihluti innkaupa stofnana ríkisins er boðinn út.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]