Verkföll opinberra starfsmanna

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]FA beitti sér með ýmsum hætti til að leitast við að tryggja hag félagsmanna sinna og draga úr áhrifum verkfallanna, þó með misjöfnum árangri.

Verkfall dýralækna hjá Matvælastofnun (MAST) hafði mikil áhrif á neytendur, enda stöðvaðist slátrun innanlands, svo og innflutningur á ýmissi matvöru. Áður en verkfallið hófst skoraði FA á stjórnvöld að opna fyrir tollfrjálsan innflutning á kjöti til að hindra skort. Ekki var orðið við þeirri áskorun.

Þegar leið á verkfallið gerði FA kröfu til þess að yfirmenn hjá Matvælastofnun gengju í störf undirmanna sinna og vottuðu matvöru sem lá undir skemmdum á hafnarbakkanum til að bjarga verðmætum. Stofnunin treysti sér ekki til að verða við því.

Vegna verkfallsins gátu sum innflutningsfyrirtæki ekki fullnýtt tollkvóta fyrir búvörur, sem þau höfðu fengið úthlutað og greitt ríkinu fyrir. FA gagnrýndi að atvinnuvegaráðuneytið skyldi neita að framlengja kvótana til að koma til móts við fyrirtækin.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Ráðuneyti rýmki fyrir innflutningi til að tryggja fæðuöryggi

Innflutningur á svínakjöti hefur margfaldast síðustu misseri vegna skorts á innanlandsmarkaði.

Félag atvinnurekenda hefur sent atvinnuvegaráðuneytinu erindi og farið fram á að ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarafurða verði kölluð saman vegna yfirvofandi verkfalls dýralækna. Fari dýralæknar í verkfall næstkomandi mánudag stöðvast slátrun í landinu og stutt er þá í skort á svína-, kjúklinga- og nautakjöti í verslunum.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Innflytjendur þrýsta á Matvælastofnun að bjarga verðmætum

Innfluttir-ostarInnflutningsfyrirtæki í röðum Félags atvinnurekenda leita nú til Matvælastofnunar um að stofnunin sinni því hlutverki sínu að votta innflutta búvöru og komi þannig í veg fyrir gríðarlegt tjón sem gæti orðið ef innfluttar matvörur fá ekki tollafgreiðslu. Hundruð tonna af kjöti, ostum, bökunarkartöflum og fleiri búvörum bíða nú tollafgreiðslu, sem ekki er veitt vegna verkfalls dýralækna.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

MAST hafnar því að votta innflutning – vörur fyrir tugi milljóna liggja undir skemmdum

Viðskiptavinir athugiðMatvælastofnun hefur hafnað erindi Innness ehf. um að stofnunin sinni þeirri lagaskyldu sinni að votta innflutning á búvörum  frá EES-ríkjum. Því er ljóst að áfram munu tugir tonna af innfluttum mat liggja undir skemmdum á hafnarbakkanum vegna verkfalls opinberra starfsmanna, með tilheyrandi tjóni fyrir innflytjendur og óþægindum fyrir almenna neytendur. Innflutningur á kjöti, ostum, hunangi og jafnvel kartöflum hefur stöðvast vegna verkfallsins.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][vc_column_text el_class=“malefni“]

Innflutningskvóti ónýtist vegna verkfalls – ráðuneytið vill ekki hliðra til

OstarVegna átta vikna verkfalls starfsmanna Matvælastofnunar hafa ýmis fyrirtæki sem flytja inn mat orðið fyrir tjóni vegna þess að viðkvæm vara á borð við osta og aðrar mjólkurvörur stóð á hafnarbakkanum, rann út og varð ósöluhæf. Við tjónið bætist nú að sum fyrirtæki geta ekki fullnýtt innflutningskvóta sinn á búvörum. Atvinnuvegaráðuneytið hefur þannig synjað beiðni Innness ehf. um að tollkvóti sem gefinn er út samkvæmt WTO-samningnum verði framlengdur sem nemur þeim tíma er verkfall stóð, eða 8 vikur.[/vc_column_text][vc_separator color=“grey“ align=“align_center“][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1453999599684{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video title=“Margrét Guðmundsdóttir forstjóri Icepharma“ link=“https://youtu.be/VD_poYOOqzU“][vc_video title=“Einar Hallsson forstjóri Faircar bílaleigu og Bjarki Hallsson framkvæmdastjóri Faircar “ link=“https://youtu.be/IaLcIwLwaho“][vc_video title=“Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova“ link=“https://youtu.be/F-xEnjasrBM“][vc_video title=“Skúli Mogenson forstjóri WOW Air“ link=“https://youtu.be/eGN476r_JBo“][/vc_column][/vc_row]