Viðburðir á vegum viðskiptaráðanna

[vc_row][vc_column width=“2/3″][vc_column_text]Heimsfaraldurinn setti svip sinn á starf milliríkjaviðskiptaráða FA. Aðalfundir í ráðunum voru haldnir með fjarfundabúnaði og flestir stjórnarfundir sömuleiðis.

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið tók í fyrsta sinn frá stofnun árið 1995 ekki á móti neinum kínverskum viðskiptasendinefndum. Ráðið tók hins vegar þátt í skipulagningu nokkurra viðburða, í raunheimum og á netinu. Í janúar efndi ÍKV ásamt fleirum til fjölsótts fundar um móttöku kínverskra ferðamanna. Í febrúar var efnt til hefðbundins áramótafagnaðar í tilefni af kínverska nýárinu. Framkvæmdastjóri ráðsins kynnti starfsemi þess á ýmsum vettvangi og tók m.a. þátt í fjarfundi með íslenskum og kínverskum stjórnvöldum um viðskipti ríkjanna undir lok ársins.

Viðburði á vegum FA, Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins og Háskólans í Reykjavík, um áhrif Íslands í EES-samstarfinu, sem halda átti um miðjan mars, varð að fresta vegna samkomutakmarkana.

Íslensk-indverska viðskiptaráðið tók þátt í skipulagningu fjölsóttrar netráðstefnu um viðskipti Indlands, Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna í nóvember. Aðalskipuleggjandi ráðstefnunnar var samtök iðnaðarins í Indlandi, CII.[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Margt hægt að gera til að taka betur á móti kínverskum ferðamönnum

Betri merkingar og upplýsingar á kínversku, vinsamlegra viðmót, greiðar leiðir til að borga með farsímanum sínum og meiri skilningur á kínverskri menningu og siðum er á meðal þess sem þarf til að taka betur á móti kínverskum ferðamönnum. Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, ásamt Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Samtökum ferðaþjónustunnar og Samtökum verslunar og þjónustu, stóð í morgun fyrir fjölmennum fræðslufundi um móttöku kínverskra …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hádegisfundur 16. mars: Hvernig getur íslenskt atvinnulíf haft áhrif í Brussel?

Tekur Ísland bara við löggjöf frá Evrópusambandinu eða gefur EES-samningurinn Íslendingum færi á að hafa áhrif á reglur Evrópuréttarins? Hvernig geta íslensk fyrirtæki og samtök þeirra haft áhrif í Brussel í þágu hagsmuna íslensks atvinnulífs? Hvaða tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki felast í starfi Uppbyggingarsjóðs EES?

Íslensk-evrópska viðskiptaráðið, Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík og Félag atvinnurekenda efna til …[/vc_column_text][vc_separator][vc_column_text el_class=“malefni“]

Fundi FA, ÍEV og HR frestað

Fundi Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins, Félags atvinnurekenda og Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, sem boðaður hafði verið 16. mars, er frestað vegna COVID-19 faraldursins.

Skipuleggjendur fundarins kjósa að halda hann fremur þegar ástandið í þjóðfélaginu er aftur orðið eðlilegt og allir sem áhuga hafa treysta sér til að mæta. Ný dagsetning verður auglýst síðar.[/vc_column_text][vc_separator][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/VMvS0s5DyVM“ title=“Haraldur Líndal Pétursson, forstjóri Fagkaupa“][vc_video link=“https://youtu.be/agXGTFI9HaE“ title=“Hildur Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Satúrnusar og Ömmu músar“][vc_video link=“https://youtu.be/akrNMpMA3og“ title=“Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar“][vc_video link=“https://youtu.be/lKDytYJNM7A“ title=“Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Leiðtogaþjálfunar / Dale Carnegie“][/vc_column][/vc_row]