Í vörn fyrir viðskiptafrelsið

[vc_row 0=““][vc_column width=“2/3″][vc_column_text 0=““]Eins og undanfarin 93 ár talaði Félag atvinnurekenda fyrir frelsi í milliríkjaviðskiptum og lægri tollum. Félagið tók eindregna afstöðu gegn tilraunum stjórnvalda til að hafa áhrif á útboðsgjald, sem innflytjendur greiða fyrir tollkvóta. Hækkanir á útboðsgjaldinu stuðluðu að hækkun matvöruverðs, á sama tíma og stjórnvöld hefðu að mati FA átt að vinna gegn verðhækkunum með öllum tiltækum ráðum.

Dómsmál félagsmanna FA vegna útboðsgjalds vannst í Landsrétti en tapaðist í Hæstarétti síðar á árinu. Félagið heldur áfram að leita leiða til að fá því hnekkt að stjórnvöld semji um tollfrjálsar innflutningsheimildir í milliríkjasamningum en leggi engu að síður á þær skatt í formi útboðsgjaldsins.

Félagið gagnrýndi að stjórnvöld hefðu fleygt frá sér tækifæri til að útvíkka fríverslun við Bretland, er gerður var fríverslunarsamningur í kjölfar útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Látið var undan þrýstingi hagsmunaaðila í landbúnaði, sem vildu ekki auka fríverslun þrátt fyrir tilboð um ríflegan tollfrjálsan kvóta fyrir undanrennuduft.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Verndarstefna fyrir viðskiptafrelsi

Efnahagskreppan, sem skall yfir heimsbyggðina á þessu makalausa ári vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, er sú dýpsta í níu áratugi. Sagan sýnir okkur að í kreppu koma alltaf fram kröfur um verndarstefnu; að stjórnvöld hækki tolla og leggi ýmsar aðrar hömlur á frjáls viðskipti og samkeppni til að vernda innlent atvinnulíf eða tiltekna geira þess. Sagan sýnir okkur líka að það er ævinlega vond hugmynd; þau ríki sem hafa orðið við slíkum kröfum hafa verið lengur að komast út úr kreppunni en þau sem viðhéldu viðskiptafrelsi og samkeppni. En það er engan veginn öllum gefið að læra af sögunni. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tollar, vernd og vörn

Yfir 40% félagsmanna FA, sem svöruðu könnun félagsins í byrjun mánaðarins, telja að aðgerðir stjórnvalda vegnakórónuveirufaraldursins hafi haft neikvæð áhrif á samkeppni á markaði. Innan við 20% eru ósammála því að aðgerðir stjórnvalda hafi raskað samkeppni. …

[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Stefnu um aukna fríverslun fagnað

Félag atvinnurekenda fagnar þeirri stefnu­mörkun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utan­rík­is­ráð­herra, sem fram kemur í nýrri skýrslu um utanríkisviðskiptastefnu Íslands, að halda áfram á þeirri braut að auka frí­verslun og ryðja úr vegi hindr­unum í milli­ríkja­við­skiptum Íslands. Í viðtali við Kjarnann, sem fjallar um skýrsluna í fréttaskýringu, segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA að það komi skýrt fram í skýrsl­unni að Ísland sé lítið og opið hag­kerfi, sem á gíf­ur­lega mikið undir útflutn­ingi og ekki síður inn­flutn­ingi, enda sé inn­lend fram­leiðsla á neyt­enda­vörum til­tölu­lega fábreytt. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tollkvóta fyrir búvörur úthlutað mánuði eftir að hann átti að taka gildi: Miklar hækkanir á útboðsgjaldi

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt auglýsingu um niðurstöðu útboðs á tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir búvörur samkvæmt samningi Íslands og Evrópusambandsins. Úthlutunin tekur til tímabilsins janúar til apríl 2021 og er tollkvótanum því úthlutað tæpum mánuði eftir að hann tók gildi. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Útboð tollkvóta dæmt ólöglegt og innflytjendur fá útboðsgjald endurgreitt

Landsréttur hefur dæmt það fyrirkomulag við úthlutun tollkvóta fyrir búvörur, sem nú er í gildi, andstætt stjórnarskránni. Innflutningsfyrirtæki, sem höfðaði mál á hendur ríkinu vegna útboðsfyrirkomulagsins, er dæmd endurgreiðsla útboðsgjalds úr ríkissjóði. Málið var höfðað vegna greiðslu á útboðsgjaldi sem Ásbjörn Ólafsson ehf., félagsmaður í Félagi atvinnurekenda, innti af hendi eftir útboð á tollkvóta fyrir búvörur frá ríkjum Evrópusambandsins á árinu 2018.  …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Lög um ráðherraábyrgð brotin með gjaldtöku fyrir tollkvóta

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt auglýsingu um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins. Þar er auglýstur tollkvóti vegna tímabilsins 1. maí til 15. september nk. Í auglýsingunni kemur hins vegar ekkert fram um að ráðuneytið hafi horfið frá því að úthluta kvótanum með útboðsfyrirkomulagi því sem Landsréttur hefur dæmt ólögmætt þar sem það var í andstöðu við stjórnarskrána. FA hefur sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra erindi og bent ráðherra á að taka útboðsgjalds fyrir tollkvóta samkvæmt þessu ólögmæta fyrirkomulagi væri vísvitandi brot á stjórnarskránni og þar með á lögum um ráðherraábyrgð. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Gera tollar okkur að meðvituðum neytendum?

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, skrifaði áhugaverða grein í Morgunblaðið fyrir skemmstu og fjallaði annars vegar um gagnsemi tollverndar fyrir íslenzkan landbúnað og hins vegar um mikilvægi þess að neytendur séu meðvitaðir um matvöruinnkaupin og styðji ekki óbeint við framleiðsluhætti sem vinna gegn umhverfinu, hreinlæti, velferð dýra eða kjörum bænda og landbúnaðarverkafólks. Um seinna atriðið getum við verið sammála. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hækkanir á útboðsgjaldi stuðla að verðbólgu

Niðurstöður útboðs á tollkvóta fyrir búvörur frá Evrópusambandinu voru birtar á föstudag. Útboðsgjald, sem innflytjendur þurfa að greiða fyrir að fá að flytja vörurnar inn án tolla, hækkar í ýmsum tilfellum frá síðasta útboði í janúar, en í öðrum tilvikum er um lækkun að ræða. Sú breyting, sem Alþingi gerði á búvörulögum í desember, að taka upp eldri aðferð við uppboð á tollkvótunum til að vernda innlenda búvöruframleiðslu tímabundið vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, leiðir hins vegar í öllum tilvikum til hækkunar á útboðsgjaldi frá því í júní síðastliðnum, en þá var tollkvótum úthlutað í fyrsta sinn með svokölluðu jafnvægisútboði. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Tækifæri til að útvíkka fríverslun með búvörur við Bretland glataðist

Félag atvinnurekenda fagnar því að náðst hafi varanlegur samningur um fríverslun á milli Bretlands og EES-EFTA-ríkjanna, Íslands þar á meðal. Félaginu þykir hins vegar miður að vegna harðrar andstöðu hagsmunaaðila í landbúnaði haf stjórnvöld kastað frá sér tækifæri til að útvíkka fríverslun með búvörur við Bretland. Að mati FA var brýnt að ná fríverslunarsamningi við Bretland til að varðveita til frambúðar þau viðskiptakjör sem giltu í viðskiptum Bretlands og Íslands þegar fyrrnefnda ríkið var enn aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Enn hækkar útboðsgjald og þrýstir á vöruverð

Tímabundin verndaraðgerð fyrir innlendan landbúnað, sem Alþingi samþykkti í desember, veldur hækkunum á útboðsgjaldi fyrir tollkvóta og þar með á matvöruverði. FA gagnrýnir þessa meðvituðu aðgerð stjórnvalda til að hækka vöruverð á verðbólgutímum.[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Matarskattur hækkaður á verðbólgutímum

Undir lok síðasta árs samþykkti Alþingi lagabreytingu, sem sigldi undir fölsku flaggi Covid-aðgerðar. Frumvarpið gekk út á að vinda tímabundið ofan af breytingum á útboðum tollkvóta fyrir búvörur, sem höfðu verið gerðar til að stuðla að lækkun vöruverðs. Breytingin var réttlætt með því að innlend búvöruframleiðsla hefði fengið á sig högg vegna heimsfaraldursins og fækkunar ferðamanna. „Nauðsynlegt þykir að takmarka áhrif kórónuveirufaraldursins og draga úr því tjóni sem innlendir framleiðendur hafa nú þegar orðið fyrir,“ sagði í greinargerðinni. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Hæstiréttur snýr við dómi Landsréttar um ólögmæti útboðsgjalds

Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Ásbjörns Ólafssonar ehf., félagsmanns í Félagi atvinnurekenda, um endurgreiðslu útboðsgjalds vegna innflutnings á landbúnaðarvörum. Hæstiréttur snýr þar með við einróma dómi Landsréttar frá því í mars, en þar var það fyrirkomulag við úthlutun tollkvóta fyrir búvörur, sem nú er í gildi, dæmt andstætt stjórnarskránni. Áður höfðu dómstólar dæmt fyrirkomulag útboðsgjaldsins ólögmætt í tvígang, en Alþingi breytti þá lögum jafnóðum til að finna nýja útfærslu á álagningu gjaldsins. Hefði fyrirtækið haft betur, hefði ríkið þurft að endurgreiða útboðsgjöld að upphæð yfir fjórir milljarðar króna sem innheimt hafa verið af innflutningsfyrirtækjum frá því árið 2018. …[/vc_column_text][vc_separator 0=““][vc_column_text el_class=“malefni“]

Viðskiptafrelsið þarf ekki að veikjast í faraldrinum

Árið 2021 náði íslenzkt atvinnulíf viðspyrnu á ný eftir eina dýpstu efnahagskreppu undanfarinna áratuga, sem fylgdi heimsfaraldri kórónuveirunnar. Horfurnar eru að mörgu leyti bjartar fyrir nýtt ár, en um leið er óvissan um þróun faraldursins og áhrif hennar mikil. …[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/3″ css=“.vc_custom_1516615578898{background-color: #f9f9f9 !important;}“][vc_video link=“https://youtu.be/lbLeRwVNKu4″ title=“Guðrún Helga Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Z-brauta og gluggatjalda“][vc_video link=“https://youtu.be/YWbxsQyF3W4″ title=“Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers“][vc_video link=“https://youtu.be/wUHeydediiM“ title=“Jakob Hrafnsson, framkvæmdastjóri Reykjavík Escape“][/vc_column][/vc_row]