Að gefnu tilefni hefur Félag atvinnurekenda kannað hjá félagsmönnum sínum, sem flytja inn og selja rafrettur og skyldar vörur, hvort þeir selji eða afhendi börnum undir 18 ára slíkar vörur. Samkvæmt lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir þær, sem taka gildi 1. mars næstkomandi, má hvorki selja né afhenda börnum þessar vörur og skulu kaupendur þeirra sýna fram á aldur sinn með skilríkjum.
Þessi regla er nú þegar í gildi án undantekninga hjá aðildarfyrirtækjum FA sem flytja inn og selja rafrettur og hefur það í flestum tilvikum átt við frá upphafi starfseminnar. Viðskiptavinir eru beðnir um að sanna aldur sinn með skilríkjum og er aldurstakmarkið jafnframt ítrekað í skilmálum vefverslana. Engin breyting verður því á þessu við gildistöku laganna.
Seljendur rafrettna sem eiga aðild að FA eru eftirfarandi:
Djákninn Vape Shop
Fairvape / Silfurský
Grand Vape Shop
Gryfjan Vapeshop
Icevape
Polo Vape Shop / rafrettur.is
Royal Vape Shop
ZOZ Vape Shop