Mikil hækkun á fasteignamati, sem tilkynnt var í gær, hefur að óbreyttu í för með sér þriggja milljarða króna hækkun á fasteignasköttum af atvinnuhúsnæði. Stjórn Félags atvinnurekenda sendi sveitarfélögum landsins í gær áskorun um að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði til að mæta hækkunum á matinu.