Almennt um tollamál

Almenn atriði um tollskyldu

Tollur: Telst vera það gjald sem innheimt er af innfluttri vöru samkvæmt tollskrá.

Tollskylda: Samkvæmt 3. gr. tollalaga ber hverjum þeim sem flytur inn til landsins vöru að greiða toll af hinni innfluttu vöru nema annað sé tekið fram í tollskrá.

Tollskyldar vörur: Vörur sem fluttar eru inn á tollsvæði ríkisins og finna má í tollskrá.

Tollskrá: Lögfest í viðauka I við tollalög nr. 88/2005 og hefur að geyma yfirlit yfir þá tollflokka og þau gjöld sem greiða ber af hverjum vörulið fyrir sig. Sjá hér.

Tollflokkun

Ábyrgð á tollflokkun: Innflytjandi ber að færa vöru til viðeigandi tollflokks í tollskjölum. Notast skal m.a. við lögfesta túlkunarreglur til þess.

Túlkunarreglur: Fremst í tollskránni er að finna túlkunarreglur sem ber að hafa til hliðsjónar þegar vörur eru færðar í tollflokka. Sjá reglurnar hér.

Bindandi álit: Ef vafi leikur á um tollafgreiðslu þá er heimilt að óska eftir bindandi áliti tollstjóra um tollflokkun vöru. Sú ákvörðun er bindandi bæði fyrir álitsbeiðanda (innflytjanda) og tollyfirvöld. Ákvörðunin er kæranleg til yfirskattanefndar. Sjá frekari upplýsingar hér.

Yfirskattanefnd: Óháður úrskurðaraðili í ágreiningsmálum á sviði tollaréttar. Hægt er að kæra ákvarðanir tollstjóra m.a. um endurákvörðun aðflutningsgjalda og tollflokkun vöru. Úrskurður nefndarinnar eru fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi og málskost til dómstóla frestar eða breytir ekki niðurstöðu hennar fyrr en dómur hefur gengið. Sjá úrskurði nefndarinnar hér.

Aðflutningsgjöld

Aðflutningsgjöld: Tollur eða aðrir skattar og gjöld sem greiða ber við tollmeðferð vöru við innflutning. Tollstjóri annast álagningu aðflutningsgjald á grundvelli aðflutningsskýrslu. Innflytjandi ber almennt ábyrgð á greiðslu gjaldanna en tollmiðlari ber einnig óskipta ábyrgð.

Aðflutningsskýrslur: Innflytjanda ber að láta tollstjóra í té aðflutningsskýrslu og önnur lögákveðin tollskjöl áður en vara er afhent til notkunar innanlands. Aðflutningsskýrslur eru grundvöllur álagningar aðflutningsgjalda og ber innflytjandi almennt ábyrgð á þeim.

Endurákvörðun aðflutningsgjalda: Tollstjóri hefur heimild til að endurákvarða aðflutningsgjöld, allt að sex árum aftur í tímann, ef álagning á grundvelli aðflutningsskýrslu var ranglega ákvörðuð í upphafi.

Innskráning