Íslensk-taílenska viðskiptaráðið var stofnað 6. september 2016. Unnið var að stofnun ráðsins sumarið 2016, eftir að taílensk stjórnvöld óskuðu samstarfs við FA um að halda málþing um tækifæri í Taílandsviðskiptum. Átti FA gott samstarf við sendiráð Taílands í Kaupmannahöfn, sem jafnframt fer með fyrirsvar gagnvart Íslandi, og Önnu M. Þ. Ólafsdóttur, aðalræðismann Taílands, um undirbúning málþingsins og stofnfundarins.
Viðstaddir stofnfundinn voru fulltrúar stofnfélaganna og fjölmenn viðskiptasendinefnd frá Taílandi en í henni voru meðal annars allir sendiherrar Taílands á Norðurlöndum og ýmsir aðrir hátt settir taílenskir embættismenn.
Stofnfélagar í ráðinu eru þrettán fyrirtæki, sem sum hver stunda innflutning frá Taílandi, önnur eru í útflutningi og sum eru í eigu Taílendinga búsettra hér á landi.
Framkvæmdastjóri: Ólafur Stephensen
Stjórn:
Guðmundur Rósmar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Xco hf., formaður
Holberg Másson, forstjóri Softverks
Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifingar