Félagsmenn

Félag atvinnurekenda er hagsmunasamtök lítilla sem stórra fyrirtækja í inn- og útflutningi, heildsölu og smásölu. Í dag eru um 180 fyrirtæki í félaginu. Innan FA eru samstarfsfélög sem starfa á á grundvelli atvinnugreina, Samband íslenskra auglýsingastofa og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda.

FA er virkur vettvangur fyrir félagsmenn til að skiptast á skoðunum og reynslu. Félagið kappkostar að sinna öflugri upplýsingamiðlun um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Er það gert með félagsfundum, námskeiðum og beinni upplýsingagjöf til félagsmanna. Á undanförnum árum hafa fræðslu- og kynningarmál verið stór hluti af starfsemi félagsins. FA leggur áherslu á að skapa jákvæða ímynd einkum gagnvart stjórnvöldum, félagsmönnum og fjölmiðlum. Við viljum að framganga félagsins einkennist af trúverðugleika og fagmennsku í öllum málum.

Félag atvinnurekenda vinnur einnig í samstarfi við Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, Íslensk-evrópska viðskiptaráðið, Íslensk-indverska viðskiptaráðið og Íslensk-taílenska viðskiptaráðið, sem öll eru rekin og hýst af FA.