Kjarasamningar

Björn Ágúst Sigurjónsson frá RSÍ og Ólafur Stephensen frá FA takast í hendur eftir undirritun kjarasamnings.

Félag atvinnurekenda hefur beitt sér fyrir hagstæðum kjörum félagsmanna sinna á sviði kjaramála og eitt af þeim verkum er gerð kjarasamninga. Kjarasamningar hafa að geyma lágmarkskjör fyrir alla launamenn í þeirri starfsgrein sem samningurinn tekur til og því mega atvinnurekendur og einstakir launamenn ekki gera samning sem kveður á um lakari kjör.

Hér má sjá upplýsingar um kjararáð FA.

Mikilvægt er fyrir atvinnurekendur að þekkja vel það lagaumhverfi sem gildir um vinnuréttarsamninga og því  hvetur Félag atvinnurekenda félagsmenn til að leita til lögfræðinga FA ef þeir eru í vafa um kjaramál.