Indverskar athafnakonur í boði ÍIV

29.09.2015
IMG_5418
Archana Garodia Gupta, forseti FLO, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA og Íslensk-indverska viðskiptaráðsins. ÍIV bauð upp á hádegisverð í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni, þar sem FKA er til húsa.

Íslensk-indverska viðskiptaráðið (ÍIV), sem Félag atvinnurekenda hýsir, bauð í dag 42 indverskum athafnakonum í hádegisverð. Þær eru hér staddar til að kynna sér jafnréttismál og atvinnurekstur á vegum kvenna á Íslandi og áttu fundi með Félagi kvenna í atvinnulífinu í morgun. Síðdegis funduðu þær með Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra og heimsóttu Alþingi.

Indversku athafnakonurnar eru á vegum FLO (FICCI Ladies Organisation), kvennadeildar Sambands viðskiptaráða á Indlandi (FICCI). Um 4.000 konur eru í samtökunum. Yfirlýst markmið heimsóknar þeirra til Íslands eru annars vegar að kynna sér hvernig Ísland hefur náð jafnlangt í jafnréttismálum og raun ber vitni og hins vegar að leita tækifæra í viðskiptum milli landanna tveggja.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA og ÍIV, bauð indversku athafnakonurnar velkomnar. Hann hvatti þær meðal annars til að þrýsta á indversk stjórnvöld um að ljúka gerð fríverslunarsamnings við Ísland, en viðræður ríkjanna um fríverslun hafa staðið í nokkur ár án þess að skila þeim árangri sem stefnt var að.

Vefur FLO

 

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning