FA hvetur fyrirtæki sem þurfa aðstoð við endurútreikninga gengislána til að hafa samband

13.11.2012

27cab6a8cfef351aAlmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hvetur fyrirtæki til að hafa sambandi þurfi þau aðstoð við endurútreikninga gengislána. Almenningur hafði sent inn þó nokkrar spurningar um gengislánin og hafði því SPYR sambandi við Félag atvinnurekenda og óskaði eftir pistli.

Hér að neðan má sjá pistil Almars.

Um ólögmæti gengislána.

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest að almennt er óheimilt er að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla. Við mat á því hvað teljist skuldbinding í íslenskum krónum hefur Hæstiréttur m.a. litið til þess hvaða heiti (yfirskrift) hún ber, hvort að fjárhæðar hennar sé tilgreindar í erlendum myntum, hvaða vextir gildi um hana og hvernig skilmálabreytingum er háttað.

Uppgjör þeirrra skuldbindinga sem brjóta gegn þessu banni hefur þvælst fyrir mörgum fjármálafyrirtækjum.

Almenna reglan er hins vegar sú að endurreikna ber slíkar skuldbindingar m.v. almenna vexti Seðlabanka Íslands á hverjum tíma.   Á þessu kunna hins vegar að vera undantekningar. Eins slík er t.d. þegar fullnaðarkvittanir eru til staðar fyrir greiðslu skuldarans. Það þýðir í hnotskurn að skuldarinn hafi greitt af skuldbindingunni í samræmi við fyrirmæli kröfuhafans og að hann hafi þar verið í góðri trú um réttmæti þeirrar greiðslu. Séu til staðar gildar fullnaðargreiðslur (fullnaðarkvittanir) verða þær almennt ekki teknar upp að nýju. Skal því sá hluti skuldbindingarinnar haldast óhaggaður án gengistryggingar. Það er svo ekki fyrr en að engar fullnaðargreiðslur eru lengur til staðar að kröfuhafinn getur farið að krefjast almennra vaxta á hinn óbreytta höfuðstól. Þessi reikniaðferð er í raun afar einföld og fljótlegt að gera skuldbindingar upp m.v. hana.

FA hvetur þau fyrirtæki sem vantar aðstoð á þesu sviði til að leita til félagsins.

Félag atvinnnurekenda hefur látið til sín taka í þessum málaflokki undanfarin misseri (sjá m.a. hér: https://atvinnurekendur.is/media/PDF/Gengistryggd_lan.pdf).

Ekki má gleyma því að deilt hefur verið um lögmæti gengistryggingar allt frá falli krónunnar árið 2008 og hafa fjármálafyrirtæki almennt viljað láta reyna á alla skapaða hluti fyrir dómstólum. Engu að síður, eins og ofangreint sýnir, er að komin býsna skýr mynd á landslagið hvað varðar endurútreikning lána.

 

Almar Guðmundsson

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Nýjar fréttir

Innskráning