Ný stjórn Félags atvinnurekenda var kjörin á aðalfundi félagsins í gær.
Birgir S. Bjarnason, framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar, var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára. Þá voru tveir aðrir stjórnarmenn endurkjörnir til tveggja ára, þau Guðný Rósa Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri Parlogis, og Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Epli.is – Skakkaturns.
Nýr stjórnarmaður var kjörinn til eins árs, Hannes Jón Helgason framkvæmdastjóri Reykjafells. Hann kemur í stað Halldórs Haraldssonar, framkvæmdastjóra Smith og Norland, sem kjörinn var til tveggja ára á síðasta aðalfundi en óskaði eftir að hætta stjórnarsetu.
Auk þessara fjögurra sitja í stjórn í ár til viðbótar þau Anna Svava Sverrisdóttir, fjármálastjóri hjá Pipar TBWA, og Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, en þau voru kjörin til tveggja ára á aðalfundi 2014.