Alþingi lækki tolla á innfluttar mjólkurvörur

10.06.2015

Innfluttir ostarHagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað af sér skýrslunni Mjólkurvöruframleiðsla á Íslandi – Staða og horfur, en þessi skýrsla var unnin að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Niðurstöðurnar eru afgerandi. Íslenskur almenningur greiðir 8 milljarða á ári í stuðning til innlendrar mjólkurframleiðslu. Þá er einnig á það bent að höft leiða til þess að íslenskir neytendur greiða að jafnaði 30% meira fyrir mjólkurvörur en annars væri. Ljóst er að tollar á landbúnaðarafurðir er dýr matarskattur á íslensk heimili og Hagfræðistofnun leggur til að tollar á innfluttar mjólkurvörur verði lækkaðir, svo að erlendar mjólkurvörur verði samkeppnishæfar á íslenskum markaði.

 

Í viðtali á RÚV í gær segir Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra að stjórnvöld séu að leita leiða til að lækka tolla og auka innflutning á matvælum. Má ráða af orðum ráðherrans að það strandi helst á því að Evrópusambandið sé alltaf að fresta fundum við ráðherrann.

 

Innflutningstollar eru skattur í skilningi stjórnarskrár og slíkir skattar eru aðeins lagðir á og teknir af með lögum. Lög þessi eru svo sett af Alþingi. Evrópusambandið hefur þar enga aðkomu. Valdið er því hjá Alþingi og engum öðrum. Það er því ekkert mál að ná fram þessum mikla ábata fyrir neytendur án frekari tafa. Það er svo sjálfstætt umhugsunarefni að velferð íslenskra neytenda sé gerð að skiptimynt í milliríkjasamningum um fjárhagslega hagsmuni fámenns hóps fyrirtækja sem þiggja þá háu fyrirgreiðslu úr hendi neytenda sem um ræðir.” segir Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður Félags atvinnurekenda.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning