Vel heppnað fyrirtækjastefnumót

11.09.2015

Stefnumót íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja frá borginni Foshan í Kína, sem haldið var á Grand Hóteli í morgun, tókst vel og yfir 30 fyrirtæki tóku þátt.

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, Félag atvinnurekenda og Íslandsstofa héldu viðburðinn í sameiningu. Sautján fyrirtæki komu frá Foshan, sem er iðnaðarborg í miklum vexti, staðsett nálægt Hong Kong og Makaó. Fjórtán íslensk fyrirtæki mættu til fundarins.

Í upphafi bauð Ársæll Harðarson, formaður ÍKV, gesti velkomna. Wang Zheng, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Foshan, kynnti síðan kínversku fyrirtækin og stefnu Foshan-borgar um eflingu atvinnulífs og alþjóðlegra viðskiptatengsla. Þorleifur Þór Jónsson hjá Íslandsstofu kynnti síðan íslenskt viðskiptalíf og fjárfestingarumhverfi.

Að því loknu voru haldnir tvíhliða fundir fyrirtækja, þar sem menn kynntu starfsemi sína hver fyrir öðrum og stofnuðu til tengsla.

 

Nýjar fréttir

Innskráning