Íslensk- kínverska viðskiptaráðið, sem Félag atvinnurekenda hýsir, fékk í morgun heimsókn frá fulltrúum Alþjóðaviðskiptaráðs Kína (China Council for the Promotion of International Trade, CCPIT). Tilgangur fundarins er að undirbúa undirritun nýs samstarfssamnings ÍKV og CCPIT um eflingu gagnkvæmra viðskipta milli Íslands og Kína.
Fulltrúar CCPIT á fundinum voru starfsmenn ráðsins í London, en skrifstofa CCPIT þar sinnir einnig samskiptum við Írland og Ísland. Af hálfu ÍKV sátu fundinn Ársæll Harðarson formaður og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri.