FA á sjávarútvegssýningunni í Brussel

26.04.2017
Sýningargestir spjalla við fulltrúa aðildarfyrirtækja FA.

Félag atvinnurekenda tekur þátt í alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Brussel eins og undanfarin ár. Þrjú aðildarfyrirtæki FA sýna vörur sínar í bás félagsins, en það eru Íslenska hf., G. Ingason hf. og Íslenska útflutningsmiðstöðin hf.

Sjávarútvegssýningin, Seafood Expo Global, er nú haldin í 25. sinn og stendur dagana 25.-27. apríl. Sýningin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og sækja hana um 26.000 gestir. Sýnendur og þátttakendur koma frá liðlega 140 löndum. 1.600 fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu og eru þau frá 80 löndum.

Íslandsstofa heldur utan um þátttöku íslensku fyrirtækjanna. Íslenski landsbásinn þekur 900 fermetra og skiptist nokkurn veginn jafnt á milli sýnenda sjávarafurða og véla, tækja og þjónustu.

Þrír félagsmenn FA og samstarfsfélagsins SFÚ eru með eigin bása á sýningunni; Menja hf., Tríton hf. og Ican ehf.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning