Aldamótakynslóðin – viðskiptavinir og vinnukraftur

10.04.2018

Félag atvinnurekenda fagnar stórafmæli 21. maí næstkomandi, en þá eru 90 ár frá stofnun Félags íslenskra stórkaupmanna, eins og félagið var þá kallað. Af því tilefni boðar FA til ráðstefnu og afmælismóttöku í Gamla bíói kl. 15-18 fimmtudaginn 3. maí næstkomandi. Sjónum verður beint að aldamótakynslóð okkar daga – hvaða áskorunum þurfa fyrirtæki að mæta þegar ný kynslóð mætir til leiks sem viðskiptavinir og starfsmenn?

Aðalræðumaður á ráðstefnunni er Thimon de Jong, hollenskur sérfræðingur í áhrifum samfélagsbreytinga á fyrirtæki og markaði og vinsæll fyrirlesari og ráðgjafi fyrirtækja víða um heim. Hann hefur unnið með alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Vodafone, Morgan Stanley, Samsung, EY, Tetra Pak, Microsoft, Deloitte og Warner.

Dagskrá

15.00 Magnús Óli Ólafsson, formaður FA: Spennandi framtíð níræðs afmælisbarns

15.10 Thimon de Jong: Future Human Behaviour of the Millennial Generation

15.50 Alda Karen Hjaltalín, markaðsstjóri Ghostlamp í New York: Markaðurinn á morgun

16.15 Bergur Ebbi Benediktsson, framtíðarfræðingur: Ertu ekki í fastri vinnu? Framtíð sjálfstæðra verktaka

16.40 Tómas Ingason, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Wow Air: Me, me, me – Aldamótakynslóðin og upplifunin

17.00  Afmælismóttaka í boði félagsmanna FA. Við þökkum Garra, Innnesi, Banönum, Sælkeradreifingu, Globus, Mekka, Bakkusi, Vínnesi og Rolf Johansen kærlega fyrir stuðninginn!

Ráðstefnustjóri er Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi formaður FA og stjórnarformaður N1.

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig hér að neðan til að tryggja sér sæti

 

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning