Félag atvinnurekenda, Húseigendafélagið og Landssamband eldri borgara efna til morgunverðarfundar á Grand Hóteli Reykjavík föstudaginn 25. október kl. 8-10, undir yfirskriftinni „Eru fasteignir féþúfa?“ Umræðuefnið er álagning fasteignagjalda á einstaklinga og fyrirtæki og hvernig þessi skattheimta hefur á undanförnum árum vaxið langt umfram allar eðlilegar viðmiðanir. Sífellt þyngri skattbyrði hefur áhrif á félagsmenn í öllum þessum samtökum.
Dagskrá:
8.30 Þórir Sveinsson, stjórnarmaður í Húseigendafélaginu: Álögur á fasteignir
8.50 Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics: Eru fasteignaskattar orðnir of íþyngjandi fyrir atvinnulífið?
9.10 Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB: Örsögur úr raunveruleikanum
9.30 Fyrirspurnir og umræður
Fundarstjóri er Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi.
Fundurinn er haldinn í fundarsalnum Hvammi á jarðhæð Grand Hótels Reykjavík. Léttur morgunverður er í boði frá kl. 8. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, en skráning er nauðsynleg hér að neðan.