ÍKV og KÍM fagna ári rottunnar 23. janúar

14.01.2020

Í tilefni af kínversku áramótunum 25. janúar, er ár rottunnar gengur í garð, efna Íslensk-kínverska viðskiptaráðið (ÍKV) og Kínversk-íslenska menningarfélagið (KÍM) til áramótafagnaðar fimmtudaginn 23. janúar á veitingahúsinu Tian á Grensásvegi. Nýárskvöldverður ÍKV og KÍM er orðinn árviss viðburður og jafnan vel sóttur. Borðhaldið hefst kl. 19.30.

Ræðumenn kvöldins verða þau Arnþór Helgason, fyrrverandi formaður KÍM og vináttusendiherra Íslands í Kína, og Hrönn Margrét Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Feel Iceland. Þau segja hvort um sig frá upplifuninni af fyrstu heimsókn sinni til Kína, Arnþór árið 1975 og Hrönn 36 árum síðar, eða 2011.

Arnþór Helgason

Níu rétta hlaðborð er í boði:

  1. Súpa:  Suan La Tan((酸辣汤)
  2. Stökk Peking -önd (með hveitiköku, agúrku, vorlauk og sósu)(烤鸭。鸭饼,黄瓜,葱)
  3. Lambakjöt á mongólska vísu (自然羊肉)
  4. Vorrúllur(春卷)
  5. Kung pao-kjúklingur(宫宝鸡)
  6. Heimatilbúið tófú (家常豆腐)
  7. Steiktir dumplings (fylltar hveitibollur)( 煎饺子)
  8. Pönnusteikt grænmeti.(炒蔬菜)
  9. Djúpsteiktar rækjur (炸虾)
  10. Te (茶)

Hlaðborðið kostar 5.000 krónur á mann.

Hrönn Margrét Magnúsdóttir

Sætafjöldi er takmarkaður og eru félagsmenn því vinsamlegast beðnir um að panta fyrir þriðjudaginn 21. janúar. Pantanir má senda á netfangið bjarndis@atvinnurekendur.is.

 

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning