Hádegisfundur 16. mars: Hvernig getur íslenskt atvinnulíf haft áhrif í Brussel?

02.03.2020

Tekur Ísland bara við löggjöf frá Evrópusambandinu eða gefur EES-samningurinn Íslendingum færi á að hafa áhrif á reglur Evrópuréttarins? Hvernig geta íslensk fyrirtæki og samtök þeirra haft áhrif í Brussel í þágu hagsmuna íslensks atvinnulífs? Hvaða tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki felast í starfi Uppbyggingarsjóðs EES?

Íslensk-evrópska viðskiptaráðið, Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík og Félag atvinnurekenda efna til hádegisfundar í HR mánudaginn 16. mars um áhrif íslensks atvinnulífs í Brussel.

Dagskrá 

Að ósi skal á stemma
Bergþóra Halldórsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu og einn höfunda skýrslu starfshóps utanríkisráðuneytisins um EES-samstarfið

Áhrif og margháttaður ávinningur
Árni Páll Árnason, varaforstjóri Uppbyggingarsjóðs EES

Getting influence in Brussels: How the system works
Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi

Mikilvægi hagsmunagæslu í höfuðborg EES Brussel
Damien Degeorges, stjórnarmaður í ÍEV og framkvæmdastjóri Degeorges Consulting

Fundarstjóri: Þórdís Ingadóttir, stjórnarformaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR

Tímasetning: Kl. 12-13.30 mánudaginn 16. mars.

Staðsetning: Stofa V-102 í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.

Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en skráning hér að neðan er nauðsynleg.

Uppfært 9. mars: Fundinum er frestað um óákveðinn tíma vegna COVID 19-faraldursins. 

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning