Betri nýting með nýsköpun – upptaka af streymisfundi FA

01.06.2021

Félag atvinnurekenda, í samstarfi við Nýsköpunarvikuna og félagsmennina Sölufélag garðyrkjumanna, Ankra ehf. – Feel Iceland og Pure Natura, gekkst í dag fyrir streymisfundi undir yfirskriftinni „Betri nýting með nýsköpun“.

Öll þessi fyrirtæki hafa unnið að betri nýtingu hráefna og dregið úr matarsóun með margvíslegri nýsköpun. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélagsins, sagði frá aðferðum sem þar hafa verið þróaðar til að fullnýta uppskeru garðyrkjubænda og draga úr matarsóun. Hrönn Margrét Magnúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Feel Iceland, sagði frá fæðubótar-, drykkjar- og snyrtivörum sem fyrirtækið hefur þróað úr kollageni sem unnið er úr þorskroði. Þá sagði Rafn Franklín Hrafnsson, meðeigandi og markaðs- og sölustjóri Pure Natura frá því hvernig fyrirtækið hefur unnið fæðubótarefni úr lambainnmat og íslenskum jurtum, hráefnum sem áður voru lítið nýtt og jafnvel hent.

Upptöku af fundinum má sjá hér að neðan. Við þökkum samstarfsaðilum okkar fyrir frábæran fund.

Nýjar fréttir

Innskráning