Vinnustaðurinn eftir Covid – fyrirlestur 19. apríl

10.04.2022
Eyþór og Ingrid

Félag atvinnurekenda efnir til fyrirlesturs fyrir félagsmenn, undir yfirskriftinni „Vinnustaðurinn eftir Covid“. Fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl næstkomandi kl. 10-11, í fundarsal félagsins í Húsi verslunarinnar. 

Yfirstandandi heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur valdið straumhvörfum í því hvernig unnið er á vinnustöðum. Fjölmargir vinnustaðir líta nú á fjarvinnu sem raunhæfan valkost og ýmis samvinnu- og samskiptatól styðja við þessa vegferð. Hvað hefur breyst og hvaða áhrif hefur nýja vinnufyrirkomulagið á starfsmenn og stjórnendur? Hvernig er hægt að viðhalda starfsánægju og félagslegum tengslum við þessar breyttu aðstæður?

Fyrirlesarar eru Ingrid Kuhlman, MSc í jákvæðri sálfræði, og Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði. Þau eru eigendur Þekkingarmiðlunar og hafa bæði langa reynslu af ráðgjöf við stjórnendur og vinnustaði.

Í byrjun fundar mun Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, kynna niðurstöður úr könnunum FA meðal félagsmanna, þar sem m.a. var spurt um afstöðu til nýrra vinnubragða í faraldrinum. 

Eins og áður segir verður fyrirlesturinn haldinn í fundarsal FA á 9. hæð í Húsi verslunarinnar. Fundinum verður einnig streymt í lokuðum Facebook-hópi félagsmanna. Vinsamlega skráið ykkur hér að neðan og tiltakið hvort þið viljið mæta á staðinn eða fylgjast með fyrirlestrinum á netinu. Þeir sem kjósa að fylgjast með streyminu fá sent boð í tæka tíð fyrir fund. 

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning