Næsta örnámskeið: Samskipti og samningar við neytendur

10.05.2022
Unnur Ásta Bergsteinsdóttir

Næsta örnámskeið um hagnýta lögfræði í fyrirtækjarekstri verður haldið þriðjudaginn 17. maí kl. 10-10.30. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið samskipti og samningar við neytendur. Þetta verður síðasta námskeiðið af þessu tagi í bili, en viðtökur félagsmanna við þessum fróðleik hafa verið afar góðar.

Unnur Ásta Bergsteinsdóttir, lögmaður hjá MAGNA lögmönnum, fjallar um neytendalöggjöfina, skyldur atvinnurekenda gagnvart neytendum og mikilvægi skýrleika í skilmálum og samningsgerð við neytendur, enda fá neytendur iðulega að njóta vafans ef óskýrleiki er fyrir hendi.

Örnámskeið FA eru stutt vefnámskeið, haldin á Zoom með svokölluðu 20+10-fyrirkomulagi; 20 mínútna fyrirlestur og svo tíu mínútur til að svara spurningum og ábendingum. Þannig er markmiðið að stjórnendur þurfi ekki að taka sér meira en hálftíma í hvert námskeið. Námskeiðin henta framkvæmdastjórum, mannauðsstjórum og fleiri stjórnendum. Þau eru opin félagsmönnum í FA og haldin kl. 10-10.30.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér að neðan. Skráðir félagsmenn fá svo sendan hlekk til að taka þátt í námskeiðinu með góðum fyrirvara.

Nýjar fréttir

21. desember 2024
21. desember 2024

Innskráning