Jóel Einar Halldórsson og Unnar Þór Sæmundsson fengu fyrir þremur árum hugmynd að sinni eigin CBD-vörulínu þegar CBD-snyrtivörur urðu löglegar á Íslandi. Fyrirtækið Atomos, sem er félagsmaður vikunnar, reka þeir frá eigin eldhúsborðum og útvista birgðahaldi og dreifingu. Vörurnar njóta æ meiri vinsælda eftir því sem þekking neytenda á þeim vex. Skoðaðu story highlights til að kynnast Atomos og fleiri félagsmönnum. FA! #félagsmaðurvikunnar